Víkurfréttir - 29.06.2006, Blaðsíða 10
Ragnar rakarí Skúlasonfagnar starfsafmæli
Ragnar „rakari” Skúlason
fagnaði í síðustu viku
merkum áfanga, en hann
hefur haft hendur í hári Suður-
nesjamanna í fjörutíu ár.
Ragnar hóf störf einungis 19 ára
gamall, árið 1966, sem var ekki
beint uppgangstími fyrir rakara-
stéttina þar sem ungir piltar prýdd-
ust flestir miklu hári sarnkvæmt
nýjustu tísku. Ragnar segir þó að
á móti hafi komið að margir sem
höfðu verið í bransanum hafi
verið að hætta á þeim árum.
„Þáð voru ekki margar
stoíur á Suðurnesjum þá
og það komu margir úr
Grindavík
og
víðar til að fá klippingu og
rakstur. Svo voru vertíðarmenn-
irnir mikið hjá mér, en það
var alltaf mikil stemmning á
vertíðum hér á svæðinu.”
Þó jafnöldrum Ragnars hafi oft
og tíðum verið líkt við fjárhunda
í hártísku á þessum árum segist
Ragnar ekki hafa fundið sig í þeim
stíl. „Ég gat aldrei safnað hári. Um
leið og hárið fór að stinga í eyrum
fannst mér það óþægilegt þannig
að ég hef alltaf snyrt það á um
það bil mánaðar fresti."
Á sínum fjörutíu árum
í bransanum hefur
Ragnar afgreitt ótal við-
skiptavini en hann segist enn eiga
fastakúnna sem hafi komið til hans
allt frá því að hann byrjaði. Hann
hyggst nú minnka við sig því hann
er á næstu vikum að opna nýtt
hótel í Reykjanesbæ, Hótel Keili,
eins og komið hetúr fram í Víkur-
fréttum. „Gömlu kúnnarnir hafa
sumir haft áhyggjur af því að ég sé
að fara að hætta, en það verður ekki
alveg á næstunni. Ég ætla að
reyna að sinna rakstrinum
með hótelinu þannig að
þeir allra hörðustu geta
allavegana fengið
sig ldipptá' segir
Ragnar og brosir
í kantpinn.
„Mér finnst
enn jafn
gaman að
klippa og það
get ég þakkað
því að ég hef alltaf verið
í byggingarvinnu
með og hef þess-
vegna ekld fengið
leið á því. Annars
væri rnaður eflaust
löngu hættur!”
langar big í víp kort & úttekt
■yrír 20 pusund á bamum?
<íktu þá inn á wvwv.yel o.is
ITl6g3S2 fyrir 1 milli 21 & 22
CÍj 3tlÍ2fyrir1 frá 23 til 24/frftt inn
dj atl Ífrftt inn til eitt/500 eftir
café.bar.keflavík
V llo
3I
Nýtt á vef Víkurfrétta:
Fjölbreytt efni í vef-
sjónvarpi Víkurfrétta
Ein af þeim nýjungum
sem nýr og breyttur
vefur Víkurfrétta býður
upp á er svokallað Vefsjón-
varp Víkurfrétta eða VEF TV.
Notendur vf.is hafa á síðustu
mánuðum getað horft á stakar
fréttir eða myndskeið með
fréttum á vefsíðunni. Nú er
þessu efni hins vegar safnað
saman á einn stað á vefnum,
í VEF TV sem er aðgengilegt
ofarlega í hægra horni vefsíð-
unnar. Þar er efni flokkað
undir Fréttir, fþróttir og
Annað.
VvÍKURreBTRVWSJÓNVARP
f Vefsjónvarpi Víkurfrétta
verður aðgengilegt allt það sjó-
varpsefni sem blaðamenn Vík-
urfréttir vinna sérstaklega fyrir
vefsíðuna, sem og efni sem Vík-
urfréttir vinna fyrir fréttastöð-
ina NFS.
Allt efni Vefsjónvarps Víkur-
frétta er einnig birt á kapalkerf-
inu í Reykjanesbæ, sem nú er að-
gengilegt á vel á annað þúsund
heimilum í Reykjanesbæ.
Vefsjónvarpið verður uppfært
reglulega með nýju efni. Einnig
verður farið í myndbandasafn
Víkurfrétta og
bætt inn eldra
efni eins og tími
og ástæður leyfa.
Það er því ástæða
til að fylgjast
reglulega með
Vefsjón varpi
Víkurfrétta.
Vefsjónvarp
Vikurfrétta
á vf.is
10 I ViKURFRÉTTlR i 26.TÖLUBLAÐ 27. ARGANGUR
VÍKURFRÉTTiR Á NETiNU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!