Víkurfréttir - 29.06.2006, Blaðsíða 16
ÍÞRÓTTIR í BOÐI
LANDSBANKANS
L HANDA
NESBÆJ
;>i NAO
IRB urðu AMl meistarar i sundi um
síðustu helgi en þetta var í þriðja
skiptið í röð sem félagið sigrar á
AMÍ mótinu. Um 300 krakkar tóku
þátt í mótinu sem hófst á fimmtudag í
síðustu viku og lauk á sunnudag með
glæsilegu lokahófi í Stapa.
IRB vann yfirburðasigur í mótinu en
377 stig skildu að iRB og Ægi sem hafn-
aði í 2. sæti mótsins. ÍRB íauk keppni
með 1562 stig en Ægir hlaut 11
stig. Guðni Emilsson og Soffía Klem-
enzdóttir voru stigahæst í sínum ald-
ursflokkum og fengu sérstök verðlaun
fyrir vikið. Davíð Hildiberg Aðalsteins-
son, Elfa Ingvadóttir og Soffía Klem-
enzdóttir voru valin í unglingalandslið
íslands sem keppir á Norðurlandameist-
aramóti ungmenna sem haldið verður
í Svíþjóð í júlí. Eftirfarandi sundmenn
voru valdir í yngstu æfmgahópa SSÍ sem
taka þátt í 3 verkefnum á næsta sundári:
Lilja Ingimarsdóttir, Salóme Rós Guð-
mundsdóttir, Svandís Þóra Sæmunds-
dóttir, María Halldórsdóttir, Soffía
Klemenzdóttir, Rúnar Ingi Eðvarðsson,
Hermann Bjarki Níelsson og Ingi Rúnar
Árnason. Framkvæmd mótsins heppn-
aðist vel í alla staði og var sunddeildum
UMFN og Keflavíkur til mikils sóma.
Níu félagamet Iitu dagsins Ijós á AMÍ
hjá sundfólki IRB. Soffía Klemenzdóttir
setti fimm ný Keflavíkurmet í lOOm
flugsundi í telpna- og stúlknaflokki og
200m fjórsundi, 400m fjórsundi, lOOm
skriðsundi og lOOm flugsundi í telpna-
flokki. Gunnar Örn Arnarson setti síðan
fjögur ný Njarðvíkurmet í 200m fjór-
sundi, 200 flugsundi, 200m bringusundi
og 400 Qórsundi í flokki drengja.