Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.06.2006, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 29.06.2006, Blaðsíða 12
Mannlíf ogfólk Nýr bæjarstjóri tekurtil starfa í Sveitarfélaginu Vogum: segir Robert Ragnarsson, nyr bœjarstjori Húsnæðissamvinnufélagið Búmenn af- henti fyrir helgi sex íbúðir í Garði við hátíðlegt tilefni en afhendingin var liður í lokaáfanga Kriulands. Ásgeir Hjálmarsson og Guðrún Jónsdóttir, fyrir hönd Búmanna, og Bragi Guðmundsson bygging- armeistari, ásamt eiginkonu sinni Gerðu Þorvalds- dóttur afhentu íbúðirnar sex. Búmannaíbúðirnar í Garði vöktu strax mikla athygli fyrir gott handbragð og mikil eftirspurn varð eftir þeim. Á síðustu sex árum hafa Búmenn byggt alls 36 íbúðir í Garði en félagið var stofnað árið 1998. Þegar búið var að afhenda íbúðirnar var slegið upp grillveislu þar sem allir tóku hraustlega til matar síns. Róbert Ragnarsson tók nýlega við sem bæjarstjóri í Vogum en hann er 30 ára gamall og var oddviti E- listans sem sigraði í bæjarstjórnarkosningunum fyrir skemmstu. Róbert er með meistarapróf í stjórn- málafræði og hefur siðustu þrjú árin verið verkefnisstjóri í Félagsmálaráðuneytinu þar sem hann hefur meðal annars stýrt átaki til eflingar sveitarstjórnarstigsins. Róbert er sonur Ragnars Marinóssonar og Rósamundu Rúnarsdóttur og er kvæntur Valgerði Ágústsdóttur, saman eiga þau synina Fróða og Ragnar Ágúst. Víkurfréttir lögðu nokkrar spurningar fyrir Róbert en hann telur að uppbygging samfélagsins í Vogum sé helsta framtíðarverkefni bæjarfélagsins. fyrir sveitarfélagið. Fyrirhugað er að halda íbúaþing í haust þar sem íbúum gefst kostur á að koma með sínar tillögur og ábendingar varð- andi aðalskipulagið. Sveitarfélagið er sem kunnugt er víðfeðmt, með byggðakjarna og umtalsvert dreif- býli á Vatnsleysuströnd og í Hvassa- hrauni. Því má ljóst vera að gerð . aðalskipulags er stórt verkefni og líklega margir sem hafa skoðun á því hvernig við vinnum það. Litið til framtíðar, hver verða ykkar stcerstu rnálí Framtíðarverkefnið er og verður uppbygging samfélagsins hér í Vogum og á Vatnsleysuströnd. Á stefnuskrá núverandi meirihluta er að leggja rækt við uppbyggingu atvinnulífs á svæðinu, reyna að fjölga hér atvinnutækifærum. Auk þess munum við halda áfram að stuðla að því að hér fjölgi fólki og að íbúum líði vel. Hér hefur verið mikil íbúafjölgun síðustu ár og því mikið af nýju fólki. Að mínu mati er mikilvægt að ná að byggja upp samkennd, eða ídentítet, meðal íbú- anna þannig að fólk upplifi sig sem Vogamenn. Það býr mikill kraftur í. fólkinu hérna og mikilvægt að ' við virkjum hann samfélaginu til heilla. Muii núverandi bcejarstjórn vinna að sameiningu við önnur sveitar- félög? Nei, það mun bæjarstjórn örugg- lega ekki gera. Hér eru allar for- sendur fyrir hendi til að byggja upp öflugt samfélag. Hins vegar tel ég að við munum hér eftir sem hingað til eiga gott samstarf við ná- granna okkar á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu. Hvernig liafafyrstu dagarnir sem bcejarstjóri gengið? Þeir hafa gengið nokkuð vel, það eru mörg spennandi mál sem bíða úrlausnar nýrrar bæjarstjórnar, m.a. uppbygging nýs hverfis norðan við v bæinn og bygging íbúða og þjón- ustumiðstöðvar fyrir eldri borgara. Ég hef líka ,verið að kynnast nýju samstarfsfólki, en mér sýnist'bær- inn búa yfir mjög góðu og hæfu starfsfólki. Ég hlakka til að vinna með öllu þessu góða fólki að fram- gangi mála hér í bænum. Hver eru stcerstu verkefni bœjar- stjórnarinnar um þessar mundir? Málefni skólans og leikskólans eru alltaf stærstu verkefnin, enda mjög umfangsmikil og snerta marga. Annað stórt verkefni sem við erum að takast á við, er áfram- hald vinnu við nýtt aðalskipulag Frá vinstri, Bragi Guðmundsson, Gerða Þorvaldsdóttir, Guð rún Jónsdóttir og Ásgeir Hjálmarsson. 12 I VÍKURFRÉTTiR ! 26.TÖLUBLAÐ 27. ÁRGANGUR Vl’KURFRÉTTIR Á NETINU -www.vf.is- LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.