Víkurfréttir - 29.06.2006, Side 13
Byggt í sátt við álfa
Skiptilags- og byggingarnefnd Voga ákvað á síðasta
fundi síniim að kalla til álfasérfræðing til að ræða við
íbúa álagahóls sem stcndur á byggingarreit við Voga-
gerði. Þar nninu Búmenn reisa svokallað Stórbeimili fyrir
eldri borgara.
Þann 19. júní sl. kom l'.rla Stefánsdóttir, álfasérfræðingur, og
ræddi við íbúa hólsins. Þeir fullvissuðu l-'rlu um að þeir væru
sáttir við að á þessiim stað yrði reist Stórheimili þar sem eldri
borgarar í Sveitarlélaginu Vogum geta ált notalegt heimili með
glæsilegu útsýni yfir l-'axaflóann. Álfarnir hala nú lundið sér
annan samastað, en vildti ekki gel'a upp nánari lýsingu á hvert
þeir l'ærti. I'ramkvæmdir við Vogagerði og Akurgerði geta nú
haldið áfram, í sátt við álfa og menn.
Menningarseturað Útskálum:
Leitað eftir hollvinum
Hollvinafélag Menning-
arseturs að Útskálum
i Garði var stofnað 24.
maí 2005. Markmið félagsins
er að auka tengsl almennings
við Menningarsetrið og vera
farvegur fyrir velvilja og stuðn-
ing við uppbyggingu þess.
„Ahuginn beinist að því að
vekja Útskála og gefa þeim
hlutverk í nútímasamfélag-
inu,“ sagði Hörður Gíslason
formaður hollvinasamtakanna.
Nú þegar eru félagsmenn um
eitt hundrað og leitað er að
nýjum félögum. „Hollvinirnir
hafa fyrst og fremst áhuga á því
að styðja við starfsemina sem
verður í gamla prestshúsinu að
Útskálum," sagði Hörður en á
setrinu bjó presturinn áður fyrr
og voru setrin ekki einvörðungu
vettvangur trúarinnar heldur
líka atvinnu, mennta og félags-
lífs.
„Á prestsetrinu kemur til með
að vera sýning og starfsemi
sem sýnir líf og störf sem voru
á prestsetrum fyrr á öldurn,"
sagði Hörður en Hollvinasam-
tökin leita eftir hollvinum sem
hafa hug á að leggja félagasam-
tökunum lið hvort sem það sé
með frjálsum framlögum eða
fróðleik. „Það skiptir miklu máli
að fá sem flesta með í verkefnið
og við leitum til allra sem tengj-
ast Útskálum eða vilja tengjast
þeim,“ sagði Hörður að lokum.
Hægt er að gerast hollvinur á
vefsíðunni www.utskalar.is eða
í símum 422 7376 eða 895 7376.
Á vefsíðunni eru ítarlegar upp-
lýsingar um fyrirhugaða starf-
semi og framgang verkefnisins.
Prestseturshúsið á Útskálum. Séra Jens Pálmason og fjölskylda
á tröppunum en séra Jens þjónaði Útskálaprestakalli frá
árinu 1886 til 1895.
Blómaval Reykjanesbæ
Viljum ráða starfsmenn til almennra afgreiðslustarfa.
Starfsmann í helgarvinnu og starfsmann í fulla stöðu.
- Reynsla úr sambærilegu starfi æskileg en ekki skilyrði.
- Æskilegur aldur er 18 ára eða eldri.
Umsóknum skal skila til Lilju Valþórsdóttur, rekstrarstjóra verslunarinnar. Netfang: liljav@blomaval.is bkómQUQl heillandi heimur Smiðjuvellir 5, Reykjanesbæ Sími 421-8800
5TÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
VÍKURFRÉTTIR , FIAAMTUDAGURINN 29. JÚNf 2006| 13