Víkurfréttir - 29.06.2006, Blaðsíða 17
nýjusttj fréttir
ALLR DAGA AVF.IS
VF-sport
molar
Blóðtaka í Grindavík
Helgi Jónas Guðfinnsson,
Guðlaugur Eyjólfsson og
Pétur Guðmundsson hafa
ákveðið að leika ekki með
Grindavík í Iceland Express
deildinni á næstu leiktíð. Þá
hefur Hjörtur Harðarson
ráðið sig sem þjálfara hjá
Haukurn og því hafa alls íjórir
leikmenn yfirgefið herbúðir
Grindvíkinga frá síðustu leik-
tíð. Friðrik Ingi Rúnarsson,
þjálfari Grindvíkinga, sagði
að brotthvarf leikmannanna
myndi vissulega gera Grind-
víkingum erfiðara um vik
en sagði að aðrir leikmenn
myndu fylla þeirra skarð og
það kæmi í ljós hverjir það
yrðu.
Þrjár frá Grindavík
ÍU 16
Þrír leikmenn frá Grindavík
hafa verið valdir í U 16 ára
landslið kvenna í körfuknatt-
Ieik en þær munu leika með
Iiðinu á Evrópumóti 16 ára
landsliða í Finnlandi í ágúst.
Stelpurnar frá Grindavík eru
þær Lilja Ósk Sigmarsdóttir,
Ingibjörg Jakobsdóttir og
Alma Rut Garðarsdóttir.
Víkurfréttir í Noregi
Víkurfréttir munu fylgja
Keflvíkingum til Lilleström
og vera með daglegar
dagbókarfærslur og myndir
úr ferðinni. Fylgist með á
vf.is.
Leikir hjá GG og Víði
Topplið Víðis í A-riðli 3.
deildar í knattspyrnu tekur á
móti Ægi á Garðsvelli annað
kvöld kl. 20. GG heimsækir
hinsvegar Hamar í Hvera-
gerði og hefst sá leikur einnig
kl. 20. Víðismenn eru enn á
toppi riðilsins með 12 stig en
GG vermir 4. sætið með 8
stig.
Sigurpáll vann í
Leirunni
Sigurpáll Geir Sveinsson
sigraði á Icelandairmótinu
í Leiru síðustu helgi. Hann
lék hringinn á 71 höggi, einu
höggi undir pari og lauk leik
á 6 höggum undir pari vallar.
Ólafur Már Sigurðsson úr GR
var einu höggi á eftir. Mikil
dramatík var á lokahringum.
Sigurpáll átti eitt högg á Ólaf
fyrir hringinn, en Ólafur
jafnaði nokkrum sinnum á
hringum, en Sigurpáll tapaði
þó aldrei forystunni og sýndi
styrk á lokaholunum. Þeir
fengu báðir par á 17. holu og
fugl á 18. holunni.
12 Suðurnesjamenn í
A-landsliðinu
Sigurður Ingimundarson,
þjálfari A-landsliðs karla
í körfuknattleik, hefur
valið 24 manna æfingahóp
liðsins fyrir þau verkefni sem
framundan eru. Helmingur
hópsins kemur frá liðum af
Suðumesjum eða 12 talsins.
Fyrir landsliðinu liggja nokkur
mót í sumar og haust, Norður-
landamót, mót í Hollandi og á
írlandi og svo fer liðið í Evrópu-
keppnina í september. Hópur-
inn er þannig skipaður:
Arnar Freyr Jónsson, Keflavík,
Brenton Birmingham, Njarðvík,
Egill Jónasson, Njarðvík, Frið-
rik Stefánsson, Njarðvík, Hall-
dór Örn Halldórsson, Keflavík,
Jóhann Ólafsson, Njarðvík, Jón
Norðdal Hafsteinsson, Keflavík,
Logi Gunnarsson, Bayreuth,
Þýskalandi, Magnús Gunnars-
son, Keflavík, Páll Axel Vil-
bergsson, Grindavík, Sigurður
Gunnar Þorsteinsson, Keflavík,
Þorleifur Ólafsson, Grindavík.
\GM EWAFÉLAG
X.IAHDVÍKUW
Friðrik íþróttamaður UMFN
Körfuknattleiksmaður-
inn Friðrik Stefánsson
var kjörinn íþrótta-
maður Ungmennafélags Njarð-
víkur sl. þriðjudagskvöld á aðal-
fundi félagsins.
Knattspyrnumaður ársins var
Marteinn Guðjónsson, Erla
Dögg Haraldsdóttir var sund-
maður ársins og Sturla Ólafs-
son var lyftingamaður ársins.
Þá voru Guðmundur Sigurðs-
son, Hermann Jakobsson og
Leifur Gunnlaugsson sæmdir
silfurmerki UMFN en þetta
var í fyrsta sinn sem silfur-
merki Njarðvíkur eru afhent.
Kristbjörn Albertsson var svo
sæmdur gullmerki UMFN og
er annar maðurinn til þess að
hljóta þann heiður en fyrstur í
röðinni var Teitur Örlygsson.
Haraldur Hreggviðsson hlaut
síðan Pálsbikarinn fyrir góð
störf í þágu sunddeildar UMFN.
Kristján Pálsson var
endurkjörinn formaður UMFN
og Elsie Einarsdóttir kom ný
inn í stjórn í stað Guðmundar
Sigurðssonar.
Keflavíkurkonur á norðurleið
Keflavíkurstúlkur unnu
sannfærandi sigur á ný-
liðum Þórs/KA, 6-3, á
mánudagskvöld.
Keflvíkingar lentu undir, 2-0,
eftir 20 mínútur með mörkum
úr aukaspyrnum. Þær sýndu
hins vegar mátt sinn og meg-
inn og kláruðu leikinn með ör-
uggurn hætti. Nína Ósk Krist-
insdótti gerði 3 rnörk í leiknum
fyrir Keflavík, Vesna Smiljkovic
2 mörk og Karen Penglaise gerði
eitt. Keflvíkingar niæta Þór/
KA á nýjan leik annað kvöld í
VISA bikarnum og telur Gunn-
laugur Kárason, þjálfari liðsins,
að undir venjulegum kringum-
stæðum eigi Keflavík að hafa
betur. „Þetta fer allt eftir því
hvort stelpurnar séu nægilega
hungraðar, þetta er bikarleikur
og það getur allt gerst en við
stefnum á sigur,“ sagði Gunn-
laugur.
Seigla í Sandgerðingum
■ "m eynirSandgerði gjörsigr-
aði KS/Leiftur á laugar-
-LÍ-Ki-dag 4-1 á Sandgerðis-
velli.
Reynismenn hafa nú 14 stig á
toppi deildarinnar rétt eins og
grannar þeirra í Njarðvík en
Reynir hefur hagstæðara marka-
hlutfall og því á toppi deildar-
innar. Næsti leikur Sandgerð-
inga er í kvöld á Selfossi kl.
20:00.
ÍÞRÓTTASÍÐUR VÍKURFRÉTTA ERU I BOÐI LANDSBAMKANS
í VÍKING TIL NOREGS
- Keflavík mætir Lilleström í InterToto
Eftir markalaust jafntefli á
Norður-írlandi eru Kefl-
víkingar komnir áfram í
InterToto keppninni og mæta
Lilleström í fyrri leik liðanna
um helgina. Leikurinn fer fram
á Arasen Stadion, heimavelli
Lilleström, sem rúmar um 12
þúsund manns.
Um þessar mundir er Lilleström
í 2. sæti norsku úrvalsdeildar-
innar með 21 stig eftir 11 leiki
og hafa gert 19 rnörk og fengið
12 á sig. „Lilleström koma vel
hvíldir í leikinn," sagði Kristján
Guðmundsson, þjálfari Keflvík-
inga, í samtali við Víkurfréttir.
„Ég hef skoðað nokkra leiki
með þeim á spólum og þeir
leggja mikið upp úr föstum
leikatriðum. Við þurfum að
spila með grasinu og reyna
þannig að koma þeim á óvart,“
sagði Kristján en Keflvíkingar
halda til Noregs í dag og leika á
laugardag gegn Lilleström. Það
er mikilvægt fyrir Keflvíkinga
að ná góðum úrslitum ytra en
þeirra bíður ærinn starfi enda er
Lilleström á meðal sterkustu liða
í knattspyrnu á Norðurlöndum.
lyrsta sinn i sogu knattspyrnudeildar Grindavikur naði
liðið að komast í 2. sæti cfstu deildar en þcim áfanga náðu
Grindvíkingar eftir 5-0 stórsigur á KR í síðustu viku. Mörk
liðsins gerðu Paul McShanc, Mounir Ahandour, Óskar I-lauks-
son og himnasendingin að norðan, Jóhann Þórhallsson, gerði
tvö mörk í lciknum og hefur nú gert sjö mörk í dcildinni.
VIKURFRÉTTIR I ll’RÓI IASÍDIJR
17