Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.08.2017, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 09.08.2017, Qupperneq 4
stjórnsýsla Ríkið borgaði 19,2 milljónir króna fyrir ónýtt sumar- hús á leigulóð í eigu ríkisins á bakka Þingvallavatns. Þetta kemur fram í gögnum sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál lagði fyrir Þingvalla- nefnd að afhenda Fréttablaðinu. Þingvallanefnd var í júní 2013 með bréfi frá lögmanni þrota- bús einkahlutafélagsins V86 boðið að ganga inn í 19,25 milljóna króna tilboð í sumarbústað á Valhallarstíg. Í september það ár lýsti Þingvalla- nefnd vilja til að leita til forsætis- ráðuneytisins um fjármögnun á kaupunum. Þrátt fyrir að húsið væri talið ónýtt var leigusamningur eigand- ans við ríkið vegna lóðarinnar framlengdur til tíu ára 1. janúar 2014, aðeins um sex vikum áður en þjóðgarðsvörður sendi forsætis- ráðuneytinu bréf í febrúar og óskaði heimildar til að kaupa húsið. Það var síðan keypt í apríl 2014. Byrjað var að rífa bústaðinn og fjarlægja í febrúar á þessu ári eins og kom þá fram í Fréttablaðinu. Óskaði blaðið þá eftir gögnum um viðskiptin. Ekki var orðið við því af hálfu þjóðgarðsvarðar og Þingvalla- nefndar og vísaði blaðið málinu í mars til úrskurðarnefndar um upp- lýsingamál sem úrskurðaði 27. júlí að afhenda ætti þau gögn sem til væru. Í úrskurði upplýsinganefndarinn- ar segir að Þingvallanefnd hafi borið fyrir sig að þegar opinberir aðilar komi fram eins og hverjir aðrir einkaaðilar við kaup og sölu fast- eigna geti upplýsingar um kaup- og söluverð og upplýsingar um greiðsluskilmála verið þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt að þær fari leynt í skilningi upplýsingalaga. Því til stuðnings hafi Þingvallanefnd meðal annars bent á fjóra úrskurði frá fyrstu starfsárum úrskurðar- nefndarinnar frá 1997 til 2000. „Í öllum þessum málum var hins vegar fjallað um hagsmuni viðsemj- enda hins opinbera af því að upp- lýsingar um viðskiptin færu leynt,“ undirstrikar úrskurðarnefndin. Þingvallaþjóðgarður, Þingvalla- nefnd eða íslenska ríkið geti ekki átt mikilvæga fjárhags- eða viðskipta- hagsmuni af því að upplýsingar um kaup hins opinbera á fasteign fari leynt í skilningi upplýsingalaga. „Almenningur hefur hins vegar ríka hagsmuni af því að geta kynnt sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna.“ Lagt var fyrir Þingvallanefnd að afhenda annars vegar kaupsamning og afsal vegna viðskiptanna og hins vegar bréf frá Ólafi Erni Haralds- syni þjóðgarðsverði þar sem óskað er eftir leyfi forsætisráðuneytisins til kaupanna. „Í lýsingu á fasteigninni í kaup- samningi kemur fram að húsið sé ónýtt og það þurfi að rífa það,“ upplýsir þjóðgarðsvörður í bréf- inu. Markmið Þingvallanefndar sé að fjarlægja húsið og opna þannig aðgengi almennings að Þingvalla- vatni þar sem ekki sé unnt að ganga meðfram vatninu á þessum slóðum vegna legu lóða og sumarhúsa. „Hér er að mati Þingvallanefndar um einstakt tækifæri að ræða, tækifæri sem væntanlega mun ekki bjóðast aftur á næstu árum þar sem sumarbústaðir á lóðum við Valhallar stíg hafa flestir verið endurnýjaðir eða endurbyggðir og er verðmæti þeirra því mun hærra en það sem hér um ræðir.“ gar@frettabladid.is Ríkið greiddi 19 milljónir fyrir ónýtt hús á eigin Þingvallalóð Þingvallanefnd keypti ónýtt sumarhús við Þingvallavatn af þrotabúi fyrir rúmar 19 milljónir króna. Lóðin er í eigu ríkisins sjálfs sem framlengdi lóðarleigusamning til tíu ára rétt fyrir viðskiptin þótt húsið væri ónýtt og keypt til niðurrifs að ósk Þingvallanefndar sem nú hefur verið skikkuð til að afhenda gögn um viðskiptin. Ónýtt 54 fermetra sumarhús frá 1965 við Þingvallavatn sem ríkið keypti 2014 var rifið í febrúar. Fréttablaðið/Garðar Hér er að mati Þingvallanefndar um einstakt tækifæri að ræða, tækifæri sem væntan- lega mun ekki bjóðast aftur á næstu árum. Úr bréfi þjóðgarðsvarðar til forsætis- ráðuneytisins VIÐsKIPtI Capacent telur að rekstur stoðtækjaframleiðandans Össurar sé góður og hafi skilað fjárfestum góðum arði. Hins vegar sé verð félagsins á markaði of hátt. Samkvæmt nýju verðmati Capacent, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er Össur metinn á 1.525 milljónir dala sem jafngildir 158,6 milljörðum króna og verðmatsgenginu 369 krónur á hlut. Gengi bréfa í félaginu var 470 krónur þegar verðmatið var gert, 2. ágúst, og er matið því um 21 prósenti undir markaðsgengi. Greinendur Capacent telja uppgjör Össurar á fyrstu sex mánuðum ársins hafa valdið vonbrigðum. Þeir benda á að rekstraráætlun félagsins hafi verið endurskoðuð. Nú geri félagið ráð fyrir að EBITDA-hlutfallið verði átján til nítján prósent, en ekki nítján til tutt- ugu prósent eins og áður. Þá hafi innri vöxtur Össurar á Ameríkumarkaði verið lítill eða eitt prósent, líklega vegna aukinnar samkeppni, sér í lagi í framleiðslu stuðningsvara. Benda þeir á að sala stuðningsvara hafi dregist saman nær samfellt frá árinu 2014. Þeir taka þó fram að rekstur Össurar hafi verið sterkur og EBITDA-hlutfallið hátt eða um nítján prósent að meðal- tali á árunum 2010 til 2016. Gerir Capa- cent ráð fyrir að hlutfallið verði komið í 20,1 prósent á næsta ári og 20,8 pró- sent árið 2021. Auk þess er gert ráð fyrir um 7,5 prósenta tekjuvexti á þessu ári en á næstu árum er spáð 5,1 prósents tekjuvexti sem endurspeglar hagvöxt og verðbólgu á helstu markaðssvæðum Össurar. Greinendur Capacent segja að fram- legðin sé há á markaðinum fyrir fram- leiðslu stoð- og stuðningstækja. Því sé líklegt að fleiri vilji „komast að veislu- borðinu“. Telur Capacent því að helstu áskoranirnar í rekstri Össurar til fram- tíðar tengist vaxandi samkeppni. – kij Telja markaðsvirði Össurar of hátt og uppgjör valda vonbrigðum 6,4% er ársvöxtur Össurar að meðaltali síðustu sex ár. FAXAFENI 7 · SÍMI 5 200 200WWW.GÁP.IS 8. - 12. ÁGÚST RACER VIKA!AFSLÁTTUR AF CANNONDALE SYNAPSE, GIRO HJ ÁLMUM, HJÓLASK ÓM OG PEARL IZU MI HJÓLAFATNAÐ I25% ÚTSÖLUVIKUR Í ÁGÚST! VIÐsKIPtI Gengi bréfa í Högum, sem reka Bónus og Hagkaup, lækkaði um 7,24 prósent í viðskiptum í gær og nam gengið 36,5 krónum í lok dags. Eins og fram hefur komið sendi félagið frá sér afkomuviðvörun á föstudaginn þar sem varað var við því að sala félagsins hafi dregist saman í júlí. Það er í annað skiptið í sumar sem slík afkomuvið- vörun er send. Lækkun á gengi bréfa í Högum frá því að Costco opnaði hinn 23. maí nemur samtals 33,9 pró- sentum. Markaðsvirði félagsins er nú um 42 milljarðar króna.  – jhh Skörp lækkun á gengi bréfa Hagar reka bónus og Hagkaup. Fréttablaðið/anton stjórnsýsla Brynjar Níelsson, for- maður stjórnskipunar- og eftirlits- nefndar Alþingis, er kominn með í hendurnar gögn frá dómsmálaráðu- neytinu er varða þá ákvörðun að veita Róberti Árna Hreiðarssyni, sem nú heitir Róbert Downey, uppreist æru. Ákvörðunin hefur sætt mikilli gagnrýni, en Róbert var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn ungum stúlkum fyrir um áratug. Brynjar ætlar að kynna nefndarmönnum öll gögn málsins, meðal annars gögn um það hverjir veittu umsagnir um veitingu uppreistar æru. – jhh Kynnir gögn um mál Róberts brynjar níelsson, al- þingismaður 9 . á g ú s t 2 0 1 7 M I Ð V I K U D a g U r4 f r é t t I r ∙ f r é t t a B l a Ð I Ð 0 9 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :2 1 F B 0 3 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 7 0 -2 1 2 0 1 D 7 0 -1 F E 4 1 D 7 0 -1 E A 8 1 D 7 0 -1 D 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 3 2 s _ 8 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.