Fréttablaðið - 09.08.2017, Blaðsíða 8
Frakkland Brigitte Macron, eigin-
kona Emmanuels Macron Frakk-
landsforseta, mun ekki gegna
opinberu hlutverki forsetafrúar
Frakklands. Frá þessu greindi Telegr-
aph í gær og vísaði í heim ildar menn
innan frönsku ríkisstjórnarinnar
sem og franska fjölmiðla. Tók for-
setinn þessa ákvörðun í kjölfar þess
að 280.000 Frakkar mótmæltu því
að forsetafrúin fengi slíkt hlutverk.
Áður hafði talsmaður ríkisstjórn-
arinnar, Christophe Castaner, tíst
því að Brigitte Macron myndi ekki
gegna neinu slíku hlutverki. Tíst
Castaner dugði hins vegar ekki til
að kveða niður orðróm þess efnis.
Ekki er gert ráð fyrir opinberu
hlutverki forsetafrúar í frönsku
stjórnarskránni og þá er ekki hefð
fyrir slíku í frönskum stjórnmálum,
þótt forsetafrúin fái venjulega skrif-
stofu í Elysées-höll og ráði aðstoðar-
menn. Forsetinn lofaði því hins
vegar fyrir forsetakosningarnar fyrr á
árinu að Brigitte Macron fengi opin-
bert hlutverk og vakti það loforð
jafnt neikvæða sem jákvæða athygli.
Ríkisstjórn Frakklands áformar
á næstunni að setja lög sem meina
þingmönnum að ráða sér aðstoðar-
menn úr skylduliði sínu og er það
liður í átaki forsetans gegn spill-
ingu. Skemmst er að minnast þess
er Francois Fillon, forsetafram-
bjóðandi Repúblikana, missti stóran
hluta fylgis síns vegna gruns um að
hann hefði borgað vandamönnum
sínum laun fyrir óunnin störf. Var
Macron því sakaður um hræsni
þegar til stóð að gera hlutverk for-
setafrúar formlegt.
Ljóst er að franska þjóðin er ekki
hrifin af því að gera hlutverk for-
setafrúar formlegt og opinbert, líkt
og tíðkast í Bandaríkjunum. Um
280.000 undirskriftir söfnuðust
gegn áformunum og þá sýnir könn-
un YouGov að 68 prósent Frakka eru
andvíg því að maki forseta fái opin-
bert hlutverk.
Á næstu dögum stendur þó til að
birta skýrslu um hlutverk Brigitte
Macron. Segja talsmenn ríkisstjórn-
arinnar það gert í nafni gegnsæis.
Mun skjalið skýra hlutverk forseta-
frúarinnar, án þess þó að stofnað sé
sérstakt embætti í kringum hana. Þá
verða upplýsingar gerða opinberar
um hvað forsetafrúin kostar skatt-
greiðendur.
Deilan um hlutverk Brigitte
Macron er til marks um þau vand-
ræði sem eiginmaður hennar hefur
lent í undanfarna daga. Nú, þremur
mánuðum eftir að hann var kjörinn,
eru vinsældir hans að dvína hratt.
Nýlegar kannanir sýna í fyrsta sinn
að fleiri eru andvígir forsetanum en
hlynntir honum.
Samkvæmt nýrri könnun YouGov
og Huffington Post nýtur forsetinn
stuðnings 36 prósenta Frakka. Ef
marka má þá könnun er Macron
óvinsælli en Donald Trump Banda-
ríkjaforseti. Sá nýtur stuðnings 38
prósenta þjóðar sinnar ef marka
má kannanir Gallup og CNN sem
báðar birtust á sunnudag. Enginn
Bandaríkjaforseti hefur notið jafn
lítils stuðnings eftir jafn stuttan
tíma í embætti frá því sambærilegar
mælingar hófust.
thorgnyr@frettabladid.is
Frakkar hafna opinberu
embætti forsetafrúar
Frakklandsforseti bakkar með umdeild áform um opinbert hlutverk forsetafrúar.
Meginþorri Frakka andvígur því að gera hlutverk forsetafrúar formlegt. Forsetinn
sakaður um hræsni vegna áformanna og mælist óvinsælli en Bandaríkjaforseti.
Brigitte Macron hefur verið mikið í sviðsljósinu frá því að Emmanuel Macron tók við embætti forseta. Á dögunum tók
hún á móti söngkonunni Rihönnu og ræddu þær saman um stuðning Frakka við góðgerðarsamtök. FRéttaBlaðið/EPa
Þýskaland Martin Schulz, kanslara-
efni þýska Jafnaðarmannaflokksins,
mun ekki segja af sér formannsemb-
ætti í flokknum jafnvel þótt flokkur
hans tapi í þingkosningum næsta
mánaðar.
Skoðanakannanir benda sterk-
lega til þess að einmitt það muni
gerast í september. Kristilegir
demókratar, flokkur Angelu Merkel
kanslara, mælast með 37 til 38 pró-
senta stuðning í fjórum nýjustu
könnununum. Aftur á móti mælast
Jafnaðarmenn með 23 til 25 pró-
senta fylgi og er því ljóst að nokkur
munur er á flokkunum.
„Ég mun að sjálfsögðu sækjast
eftir endurkjöri á næsta lands-
þingi,“ sagði Schulz við fjölmiðla
í gær. „Jafnaðarmannaflokkurinn
myndi njóta þess að leiðtogar hans
þjónuðu lengur.“
Schulz var kosinn leiðtogi flokks-
ins á landsþingi í mars. Fékk hann
hundrað prósent greiddra atkvæða.
Í kjölfar landsþingsins tók fylgi Jafn-
aðarmannaflokksins kipp en það
lækkaði þó aftur í fyrra horf. Áður
hafði hann meðal annars gegnt
hlutverki forseta Evrópuþingsins.
Jafnaðarmannaflokkurinn hefur
undanfarið kjörtímabil setið með
Kristilegum demókrötum í ríkis-
stjórn og er ekki útilokað að það
samstarf haldi áfram að loknum
kosningum. Þó gefa sumar skoðana-
kannanir til kynna að hægriflokkur-
inn Frjálsir demókratar gæti fengið
nógu marga þingmenn til að tryggja
meirihluta með flokki Merkel. – þea
Schulz mun sitja sem fastast
Baráttan fyrir þingkosningar í Þýska-
landi er hafin. NoRdicPhotos/aFP
Allur borðbúnaður
fyrir veitingahús
gsimport.is
892 6975
– Tengir þig við framtíðina!
Sjónvarpsdreifikerfi
fyrir hótel, gistiheimili og skip.
Auðbrekku 3 • Kópavogur • s. 564 1660
oreind@oreind.is • www.oreind.is
Útsölustaðir:
Hörpu / Laugavegi
R e y k j av i k R a i n c o at s - H V e r f i s g ö t u 8 2
w w w. r e y k j av i k r a i n c o at s . c o m - s í m i : 5 7 1 1 1 7 7 Deilan um hlutverk
Brigitte Macron er til marks
um þau vandræði sem
eiginmaður hennar hefur
lent í undanfarna daga. Nú,
þremur mánuðum eftir að
hann var kjörinn, eru
vinsældir hans að dvína
hratt.
9 . á g ú s t 2 0 1 7 M I Ð V I k U d a g U r8 F r é t t I r ∙ F r é t t a B l a Ð I Ð
0
9
-0
8
-2
0
1
7
0
4
:2
1
F
B
0
3
2
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
7
0
-0
8
7
0
1
D
7
0
-0
7
3
4
1
D
7
0
-0
5
F
8
1
D
7
0
-0
4
B
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
3
2
s
_
8
_
8
_
2
0
1
7
C
M
Y
K