Útsýn - 10.11.1945, Síða 3
ÚTSÝN 10. nóv. 1945
ÚTS¥H
1. órg. ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ 3. tbl.
Bíkisstjórnin hefir svarað Bandaríkjunum.
Deilt um, hvort svarið þýði já eða nei!
ALLT bendir til þess, að mikil
pólitísk átök séu framundan
um það, hvort íslendingar eigi að
leigja Bandaríkjunum til langs
tíma bækistöðvar fyrir lofther og
flota hér á landi, eða halda fast
við herverndarsamningana frá 8.
júlí 1941, þar sem Bandaríkin
„skulbinda sig til þess að hverfa
burtu af íslandi með allan her-
afla sinn á landi, í lofti og á sjó,
undireins og núverandi ófriði er
lokið.“
Það hefur komið í Ijós, að er-
lendis er fylgzt með því af mikilli
athygli, hver afstaða íslendinga
verður í þessu máli. Þar er mönn-
um það ljóst, jafnvel enn betur en
hér, hvílíkt stórmál það er; að
undir urslitum þess er það komið,
hvernig litið verður á afstöðu ís-
lands í heiminum í framtíðinni,
hvort því tekst að lialda sjáifstæði
sínu, þrátt fyrir það, að það hefur
sýnt sig í nýafstaðinni heims-
styrjöld, að landið hefur mikla
hernaðarlega þýðingu vegna legu
sinnar í miðju Norður-Atlants-
-hafi.
Á Alþingi dregur meira og meira að
því, að menn skiptist í tvo flokka um
afstöðuna til þessa máls, eftir því hvort
menn eru með því eða móti að leigja
Bandaríkjunum herbækistöðvar hér. 1
öllum þingflokkum eru fleiri eða færri,
sem eru því ákveðið andvígir.
Um síðustu helgi snerust fundir flokk-
anna eingöngu um þetta mál, nánar til-
tekið um tillögu, sem forsætisráðherra
hefur lagt fram í því.
Sú tillaga ber það með sér, áð við-
horf til þess hafa breytzt verulega frá
þvi, er það kom fyrst fram fyrir rúm-
um mánuði.
Þeir, sem þá virtust telja sjálfsagt að
semja strax við Bandaríkin, meðfram af
barnalegum ótta við, að ný heimsstyrjöld
væri alveg yfirvofandi milli Vesturveld-
anna og Rússlands, eru nú ekki eins
vissir um sitt mál.
Hinum, sem telja það ekki samrýmast
nýfengnu sjálfstæði landsins, né veita
því öryggi i framtíðinni, að leigja einu
stórveldi herbækistöðvar, hefur farið
fjölgandi við rólega íhugun málsins. __
Afstaða Breta.
Ríkisstjórninni barst í síðustu viku
vitneskja um afstöðu brezku stjórnar-
innar til málsins, en það hafði verið
látið í veðri vaka hér, að sá mikli drátt-
ur, sem orðið hefur á því, að ríkisstjórn-
in sendi að minnsta kosti frá sér opin-
bera tilkynningu um málið, stafaði með-
fram af því, að ekki væri enn orðið full-
kunnugt um afstöðu annarra stórvelda
en Bandarikjanna til þess. Var í því
sambandi réttilega bent á það,-að fleiri
ríki gætu látið sig það skipta, hvernig
Islendingar svöruðu óskum Bandaríkj-
anna um að tryggja sér með samningi
til langs tíma yfirráðarétt yfir íslenzku
landi í því skyni að h'afa þar á friðar-
tímum bækistöðvar fyrir flota sinn og
flugher, og fá þar með einkaaðstöðu til
að ráða hemaðarlega yfir öllu Norður-
Atlantshafi, sem hingað til hefur verið
talið „áhrifasvæði" Breta frekar en
nokkurs annars stórveldis.
Það er þvi mjög skiljanlegt, að marg-
ir þingmenn hafi talið það næsta þýð-
ingarmikið í þessu máli, hvaða afstöðu
brezka stjómin tæki til þess.
Hervemdarsamningarnir við Banda-
ríkin frá 8. júlí 1941 vom gerðir fyrir
milligöngu Breta. Þeir höfðu hernumið
Island 10. maí 1940, vegna þess að þeir
töldu sig hafa sannanir fyrir því, að
innrás Þjóðverja í landið væri yfirvof-
andi og yfirráð Þjóðverja hér væru ekki
aðeins háskaleg með tilliti til innrásar
í Bretland, sem þá vofði yfir, heldur
gætu þau einnig orðið til þess, að sigl-
ingaleiðin til Bandaríkjanna og Canada
yrði ótrygg eða ófær, en hún var þá
lífæð þeirra í baráttunni við Hitler, sem
þá stóð á hátindi veldis síns með alla
Vestur- og Mið-Evrópu á valdi sínu.
Eftir eins árs hernám Breta tilkynntu
þeir íslenzku ríkisstjórninni, „að þörf
væri fyrir brezka herliðið á Islandi
annars staðar,“ en forsetí Bandaríkj-
anna, (en þá voru Bandaríkin ekki kom-
in í ófriðinn), væri reiðubúinn til að
senda hingað herlið „til þess að tryggja
öryggi þjóðanna á vesturhvelinu“, en að
hann áliti, að hann gæti ekki farið þessa
Ieið, nenia samkvæmt tilmælum ís-
lenzku ríkisstjórnarinnar."
Brezka stjómin hafði milligöngu um
það, að fá fram þessi tilmæli Islands
um hervernd Bandaríkjanna, og er þvi í
raun og veru eins konar vitundarvottur
að herverndarsamningunum og skilyrð-
um þeirra af Islands hálfu.
En auk þess samþykkti brezka stjóm-
in í sambandi við herverndarsamningana
við Bandarikin eftirfarandi skilmála,
sem settir vom fyrir þeim af Islands
hálfu að því er Bretland snerti:
„Bretland lofar að viðurkenna algert
frelsi og fullveldi Isiands og að sjá til
þess, að ekki verði gengið á rétt þess
I friðarsamningunum né á nokkurn ann-
an hátt að ófriðnum Ioknum.