Útsýn - 10.11.1945, Page 6
INNLENDARFRÉTTIK
byggingarráð hefur heimtað að ráðstafa
öllum innflutningi, sem kæmi undir hug-
takið nýsköþun og hefur viljað túlka það
mjög víðtækt, þannig að það hefur t. d.
veitt innflutning á prentvélum og vélum
til að framleiða rjómaís o. s. frv.
Ofan á þetta hefur bætzt, að formað-
ur Nýbyggingarráðs, Jóhann Þ. Jósefs-
son, hefur átt í stöðugum erjum við Við-
skiptaráðið út af ýmsum málum, sem
fyrirtæki hans hafa verið viðriðin, en
þau munu hafa gerzt brotleg við flest
ákvæði viðskipta- og verðlagslaganna.
Sérstaklega hafa orðið hörð átök út af
máli S. Árnason & Co. Gerði dómsmála-
ráðherrann réttarsætt í málinu, en eftir
að hún var gerð, kom í ljós, að innflutn-
ingsbrotið var miklu stærra en fram
hafði komið i málinu.
Viðskiptaráði hafði verið falið að ráð-
stafa hinum óleyfilega innflutningi S.
Árnason & Co., en ekkert hefur enn
verið gert i þvi, þar sem dómsmálaráð-
herrann hefur enn ekki tekið ákvörðun
um það, hvort höfða skuli mál fyrir þau
brot fyrirtækisins, sem uppvíst varð um,
eftir að réttarsættin var gerð.
#
Mikil átök munu hafa átt sér stað i
nefnd þeirri, sem áður var getið. Hefur
Jóhann Jósefsson lagt fram tillögu í
samráði við ríkisstjórnina og flokka þá,
sem að henni standa. Samkvæmt henni
eiga framvegis einungis 4 menn að eiga
sæti í Viðskiptaráði, en verðlagsstjóri á
þó að hafa atkvæðisrétt sem fimmti
maður, þegar ákvörðun er tekin um
verðlagsmál. Munu stjórnarflokkarnir
hafa samið um, að i Viðskiptaráði verði
1 maður frá hverjum flokki. Má telja
víst, að þingmeirihluti sé fyrir þessari
lausn málsins. Svanbjörn Frímannsson
hefur nú sótt um og fengið starfið sem
aðalbókari Landsbankans, sem losnaði
við bankastjóraskiptin,
Aðalbreytingin, sem yrði á skipan Við-
skiptaráðs við þetta, væri sú, að formað-
ur ráðsins. Svanbjörn Frímannsson, hyrfi
úr því og sömuleiðis Gylfi Þ. Gíslason
og Ólafur Björnsson dósent, sem hafa
haft atkvæðisrétt um verðlagsmálin.
Meiri hluti nefndarinnar mun hins
vegar leggja til, að Viðskiptaráð verði
framvegis skipað 5 mönnum, en að
fækkað verði um þá tvo menn, sem
greitt hafa atkvæði um verðlagsmálin,
þ. e. þá Gylfa og Ólaf. Munu fulltrúar
Verzlunarráðsins og Sambandsins báðir
telja það heppilegt, að þessir aðilar fái
á ný atkvæðisrétt um verðlagsmálin, en
munu' hins vegar ekki lausir við tor-
tryggni gagnvart Jóhanni Jósefssyni og
þeirri lausn, sem hann hefur lagt fram.
Þegar þetta er ritað er helzt útlit fyrir
gð lögin verði framlengd til bráðabirgða,
þar sem ekki mun enn hafa náðst fullt
samkomulag um málið á milli stjómar-
flokkanna.
Landsbankinn
á móti Nýbyggingaráði.
DAGBLAÐIÐ VlSIR skýrði fyrir
nokkru frá því, að Nýbyggingarráð
hefði samið frumvarp um breytingar á
lögum um Fiskveiðasjóð Islands, sem
leggja ætti fyrir næsta Alþingi. Skýrði
blaðið frá aðalefni frumvarpsins, og
spunnust út af því nokkrar umræður á
milli þess og formanns Nýbyggingar-
ráðs, Jóhanns Þ. Jósefssonar. Síðar hef-
ur svo Þjóðviljinn birt grein um málið.
Aðaltilgangur þessa frumvarps er að
greiða fyrir nýsköpunaráformum ríkis-
stjórnarinnar á sviði sjávarútvegsins.
Skal Fiskveiðasjóður veita stofnlán til
skipakaupa og ýmissa annarra fram-
kvæmda, sem Nýbyggingarráð hyggst
að gangast fyrir, og er ætlazt til, að vext-
ir af þessum lánum verði í engu tilfelli
yfir 2,5%. Út á ný skip má lána allt að
% af virðingar- eða kostnaðarverði og
út á aðrar eignir allt að % af verðinu.'
Verulegur hluti lánanna á að greiðast í
erlendum gjaldeyri, sem nota á til að
kaupa hin nýju framleiðslutæki, og er
Landsbankanum gert að skyldu að selja
Fiskveiðasjóði þennan gjaldeyri úr Ný-
byggingarsjóði, en hann á að geymast
hjá Landsbankanum. Var það, sem kunn-
ugt er, eitt af stefnuskrármálum ríkis-
stjórnarinnar að leggja til hliðar 300
milljónir króna á sérstakan reikning,
sem síðan yrði notaður til nýsköpunar-
innar. Enn þá hefur þetta ekki komizt
í framkvæmd.
#
Það hefur vakið nokkra furðu, að þessi
frumvörp Nýbyggingarráðs, sem þannig
höfðu verið boðuð, hafa ekki enn kom-
ið fram, þótt Alþingi hafi nú setið
mánaðartima.
Ástæðan mun vera sú, að frumvarpið
hefur sætt mjög eindreginni mótstöðu
af hálfu Landsbankans. Hefur þess verið
getið til, að bankastjóraskiptin. við
Landsbankann, sem urðu nýlega, er Pét-
ur Magnússon fjármálaráðherra sagði
af sér bankastjóraembættinu, hafi stað-
ið í sambandi við þau átök, sem orðið
hafa um þetta mál bak við tjöldin. Er
sennilegt, að Pétri hafi þótt aðstaða sín
í rikisstjórninni ósamrýmanleg stefnu
stjómar Landsbankans og því sagt af
sér.
Stjóm Landsbankans mun þykja
gengið mjög á vald bankastjórnarinnar
með frumvörpum Nýbyggingarráðs, þar
sem hún sé svipt umráðum yfir veru-
legum hluta af fé bankans, en vaxta-
kjör ákveðin af öðrum aðilum. Að öðru
leyti er blaðinu ókunnugt um, hvað á
milli ber.
#
Það er augljöst/mál, að almenn vaxta-
lækkun er mikið nauðsynjamál, ef hægt
á að vera að veita öllum atvinnu fram-
vegis. Bankamir hafa hins vegar haldið
útlánsvöxtum mjög liáum, þrátt fyrir
lækkun innlánsvaxtanna niður i sama
sem ekki neitt. Hafa bankamir grætt
tugi milljóna á þessari vaxtapólitík á
stríðsárunum. Hins vegar er alls ekki
nægilegt að lækka vexti eingöngu á lán-
um til útgerðarinnar. Einnig aðrir vext-
ir þurfa að lækka, eklci sist vextir á
byggingalánum. Með því væri hægt að
stuðla að lausn tveggja mestu vanda-
málanna, sem nú þarf að leysa: Að bæta
úr húsnæðisskortinum og að koma í veg
fyrir atvinnuleysi.
Hjá þvi verður ekki komizt, að vaxta-
málið verði tekið föstum tökum sem
allra fyrst og gæti deila Nýbyggingar-
ráðs og Landsbankans orðið upphaf að
aðgerðum i þessu máli. Sennilega líður
ekki á löngu, þar til farið verður að
ræða þetta mál fyrir opnum tjöldum.
NÝJASTA dýrtíðarráðstöfun ríkis-
stjórnarinnar er sú að setja á markað-
inn í Reykjavík einhvern litinn slatta
af molasykri, núna rétt fyrir mánaða-
mótin. Verðið á þessum sykri er greitt
niður úr ríkissjóði og á því lækkunin
að koma fram í vísitölunni fyrir nóvem-
bermánuð. Talið mun vist, að síðan komi
ekki meiri molasykur á markaðinn fyrst
um sinn. Verður þá reiknað með verðinu
á hinum niðurgreidda molasykri í vísi-
tölunni, meðan enginn molasykur er á
markaðinum, á samá hátt og nú er gert
með ameríska smjörið, sem ekki hefur
verið til síðan fyrst í september og
verður ekki 'til aftur fyrr en einhvern
tíma í nóvember.
4
ÚTSÝN