Útsýn - 10.11.1945, Síða 8

Útsýn - 10.11.1945, Síða 8
neins styrks frá því opin- bera. En ég finn hvergi í sýningarskránni neinar upp- lýsingar um húsaleigu. Síðar kemst ég að því, að húsa- leigan var enn ekki ákveðin- Ég fer enn á kreik og Verður reikað að sýningar- skála samvinnufélaganna. 1 fimm herbergjum er hér komið fyrir eingerðum hús- gögnum. Hér bera fyrir augu afburða smekkleg, fögur og ódýr húsgögn, ekkert vantar og engu er ofaukið og öll þessi dýrð er fyrirhuguð efnalitlu fólki. Fyrst skoða ég íbúð, sem ætluð er nýgift- um hjónum, tvö herbergi og eldhús. Húsgögnin eru ó- venju falleg, íburðarlaus en smekkleg og sterk og auð- velt að halda þeim hreinum, Svefnlierbergið með tveim rúmum, tveim náttborðum, snyrtihorði og tveim stólum kostar samtals 375 krónur sænskar. Skápar eru í veggj- um fyrir alls konar fatnað. Pó að húsgögnin, eins og áður segir, séu steypt í sama mót, eru áklæði á þeim margskonar og setur sinn sérstaka svip á hverja sam- stæðu. í stofunni er borðstofu- horð, fimm bólstraðir stólar, skápur, bókahilla með skrif- horði, stofuhorð og tveir góðir hægindastólar. Þessi húsgögn kosta samtals 935 sænskar krónur. . Á næstu hæð er íbúð fyrir hjón, sem nú hafa eignast eitt harn. Þau hafa nú keypt sér barnarúm, kommóðu og sófa í stofuna, saumaborð og tilheyrandi stól, allt fyrir viðunandi verð. Stólarnir í svefnherbergum og sauma- borðsstóllinn eru eins og boðstofustólarnir, svo að nú hefir fjölskyldan átta stóla til að færa að matborðinu, ef þörf krefur- Þessu næst skoða ég ibúð, sem ætluð er hjónum, er börnin eru orðin þrjú og búa nú í fjórum herbergjum. Svefnherhergin eru orðin þrjú, hjónaherhergi og tvö barnaherbergi. Fjórða lier- bergið er rúmgóð stofa, með útskoti, sem matast er i. Ým- islegt hefir nú hjónunum á- skotnast í viðhót við það, sem áður er talið, enda er verð húsgagnanna nú orðið kr. 3.473,50. Allir eru stól- arnir svo gerðir, að stafla má þeim saman, þegar þeir eru ekki í notkun og láta þá fram á gang til þess að rýmka í stofunni, ef þörf er á. Fyrir því er séð, að þeir geti ekki nuddast til skemmda við þessa meðferð. í öllum íhúðunum er inn- ganga í baðherbergi úr for- stofu. Handlaugar eru hvergi nema í baðherbergi og eld- húsi. Vatnssalerni er í bað- herberginu. Yfir dyrunum á einum sýningarskálanna er letruð þessi setning: „Verður þetta ekki of einliæft?" og er þar átt við liúsgögnin, sem alls staðar eru af sömu gerð. í þessum skála sýnir félag eitt (Nordiska kom- paniet) þrjár íbúðir búnar samskonar húsgögnum, sem, klædd eru mismunandi lms- gagnafóðri og raðað ólíkt upp í stofunni- Auk þess er veggfóður herhergjanna rétt með hverri gerð og lit. Eng- um, sem sér þessar íbúðir, mundi detta í hug, að liús- gögn þeirra væru ein gerð (standardiseruð), ef ekki væri vakin athygli hans á því. Húsgögn þessi eru tals- vert dýrari en hin eingerðu amvinnufélagshúsgögn, en þó gerir maður sér ekki fyllilega ljóst, live ódýr þau eru, fyrr en maður skoðar lierbergi þau, er húsgagná- kaupmenn hafa búið sam- bærilegum húsgögnum. Verð- múnurinn er hér svo geypi- legur, að öllum hlýtur að blöskra. Auk þess virtust nér samvinnufélaga hús- gögnin mun smekklegri og lientugri. Gert er ráð fyrir, að mað- ir og kona vinni bæði úti lijá sumuin fjölskyldum, sem á Gullhæð eiga að húa. Þess- ar fjölskyldur eiga kost á að fá þvott sinn þveginn, trokinn og viðgerðan. Mið- degismatinn má annaðlivort eta í matsölunni eða fá hann borinn heim. Vinnukonur búa í sérstöku liúsi, eins og áður segir og hver húsfreyja getur fengið aðstoð við liús- störfin eftir því sem þörf krefur. Barnagarðinum verð ég að gera noklcur sþil. Hann virtist mér svo fullkominn, að á betra yrði ekki kosið. Enn sem komið er, er liann þó ekki nærri fullgerður. Sá hluti hans, sem sýndur var, er einna liæðar hygg- ing með 6 stórum herbergj- um fyrir börn, stofu handa starf'sfólki, eldhúsi og fata- geymslu- Börnunum er skipl í 3 hópa: 3%—5 ára og .5—7 ára, en hver aldursflokkur hefir 2 lierbergi til umráða og er inngengt á milli. — Handa minnstu börnunum eru litl- ir stólar og horð, smávagnar til að aka í leikföngum og mátulega háar hillur á veggj- unum með allavega faHegum leikföngum. í einu horninu er eins konar hilla með mörgum smáhvílum til mið- degishvíldar fyrir börnin. Hinir aldursflokkarnir hafa leikföng við sitt hæfi. Sérstaklega vöktu hornskáp- ar fyrir telpur atliygli mína og teborð á hjólum með bollum á. Stálpuðu drengirnir höfðu þarna margskonar leikföng við sitt hæfi. Utan við gluggana var leikvöllur með allskonar út- búnaði til útileikja. í barna- garðinum geta hörnin dval- ist alla daga eða aðeins á- kveðinn tíma dagsins eftir vild . . .“ ★ Héðan mun ein kona, frú Rannveig Kristjánsdóttir, hafa sótt þessa sýningu og mun hún hafa hug á að kynna hana rækilega í sam- bandi við matvælasýningu þá, sem mun verða á næst- unni á vegum Kvenfélaga- sambands íslands. Háskólanámskeið í hús- stjórnarfræðum. Við háskólann í Arósum er nú verið að undirhúa svo nefnd sérnámskeið (Special- kurser) í ýmiss konar hús- stjórnarfræðum fyrir kennslu konur hússtjórnar- og mat- reiðsluskóla. Upphafsmaður þeirrar nýbreytni mun vera landi vor, Skúli Guðjónsson, prófessor í heilbrigðisfræði við Árósarháskóla, og verð- ur hann, jafnframt því sem hann gegnir prófessorsem- bætti sínu, forstöðumaður „hússtjórnardeildar háskól- ans“, sem svo verður kölluð. Sérnámskeið þessi verða þrjú, sem hér greinir: A. Manneldisfræðinámskeið. 6 ÚT SÝN

x

Útsýn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útsýn
https://timarit.is/publication/1267

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.