Útsýn - 10.11.1945, Page 9

Útsýn - 10.11.1945, Page 9
HEILSUFAR á hernámstímum Lærdómsríkar fregnir eru teknar að berast um áhrif skorts og ýmisskonar þreng- ^Námsgreinir: Lífefnafræði, næringarfræði, matvæla- fræði, eðlisfræði, bakteríu- fræði, næringar- og mat- vælaheilsufræði, næringar- hagfræði og tilraunamat- reiðsla. B. HeimilistækninámskeiS. Námsgreinir: Eðlisfræði, verkleg efnafræði, vöru- og áhaldafræði, vinnufræði, lií- býlaheilsufræði og húsaskip- unarfræði. C. Hagfræðinámskeiö. Náms greinir: Almenn hagfræði, þjóðfélagsfræði, lieimilishag- fræði, bókfærsla, hagtalna- fræði og híbýlafræði. Hverju námskeiði er ætl- að stánda fimm mánuði (febrúar-júní) ár hvert, og öll eiga að fara fram sam- tímis, en ekki verður þess gerður kostur, að sami nem- andi sæki fleiri en eitt þeirra í einu. Kennslan verður ókeypis. Starfsemi þessi hefst á komanda vetri- Væri ekki athugandi fyrir íslenzkar konur, sem stunda kennslu, að gefa gaum hússtjórnar- og matreiðslu- fræðslu þeirri, sem hér stendur til boða. Er ekki að efa, að forstöðumanninum mundi vera ánægja að greiða götu landa sinna að nám- skeiðunum. inga hernámsáranna á heilsu far hinna li£rnumdu þjóða. Eftirtektarverðast af því, sem enn er frétt, er það, að þau áhrif eru ekki alls staðar eingöngu ill- í Dan- mörku og Noregi mun hin almenna dánartala aldrei liafa orðið eins lag og á her- námsárunum. Þetta staðfest- ir það, sem ýmsa fróða menn hafði grunað, að skort- urinn og ofnægtirnar kepp- ast á um að grafa undan heilbrigði manna. Þegar skorturinn heldur innreið sína, getur liann rutt þeim ofnægtum úr vegi, að það geri fyrst í stað jafnvel meira en jafna metin. Heilsuvernd í skólum. Noregur hefur verið for- ustuland um skólaeftirlit og heilsuvernd skólabarna. Einkum var sú starfsemi rækt með góðum árangri í ósló undir forustu hins víð- kunna skólalæknis Schiötz, sem gerðist kennari alls heimsins í þessum efnum, en nú er Iátinn fyrir nokkr- um árum. Hann var upp- hafsmaður að því að hætta almennum matgjöfum (þ. e, að veita heilar máltíðir) í skólum óslóarborgar. Sýndi hann fram á þá reynslu af þeim, að börnin völdu eftir smekk sínum á milli máls- verða heima hjá sér og í skólanum, en kusu engan veginn liollustu máltíðirnar og græddu yfirleitl ekki á valinu. í stað þess gerði Schiötz sér ljóst, hvað vant- aði í almennt fæði óslóar- barna, til þess að þau hefðu nægan kjarnfæðuskammt. — Þenna matarauka klipptan og skorinn veitti hann þeim í skólanum og gekk ríkt eftir, að þau neyttu hans. Þannig er til kominn hinn frægi óslóarárbítur (% 1- mjólkur, skonrokskaka, sneið af grófu brauði með smjöri og mygu- osti, gulrót eða Vi epli eða % appelsína og 1 teskeið af, lýsi að vetrinum). Þessar að- gerðir tryggðu skólabörnun- um í ósló þau þrif og fram- farir, að ævintýri er líkast, enda annálað. um víða ver- öld. Til dæmis má taka, að hðeð skólabarna í ósló 1940, svaraði til liæðar hálfu öðru ári eldri barna 1920. 1940 voru 13 ára stúlkur 9,4 sm og 13 ára drengir 9,6 sm liærri en jafnaldrar þeirra 20 árum áður. HernámiÓ og skólarnir. Eftirmaður Scliiötz, Stolt- enberg yfirskólalæknir, í ósló, hefur nýlega skýrt frá álirifum hernámsins á þrif og heilsu skólaharna borgar- innar. Þjóðverjar tóku þegar í upphafi til sinna nota mörg skólahúsanna. Þrengd- ust því húsakynni skólanna stórkostlega. Yarð að marg- setja í stofur og kássa börn- um saman í kennslustund- unum. Uppliitun va-r lítil eða engin, lýsing takmörkuð, ræsting skólahúsanna léleg, og skólaböð varð að leggja niður. Hélzt þetta í hendur við síversnandi heilbrigðis- hætti á heimilum, þar sem m. a. skorti heitt vatn og sápu. — Húsnæðisvandræði urðu æ tilfinnanlegri, klæðn- aður gekk úr sér og varð ekki endurnýjaður, og fæðu- tegundir gerðust fábreyttari- Kippir úr þrifum. Fljótlega tók að bera á því, að börnin döfnuðu ekki, eins og þau höfðu gert und- anfarna áratugi. Framfarar hætti að gæta um vaxtar- auka aldursflokkanna, og þegar frá leið, tók að verða vart afturfara í því efni. Fyrir ófriðinn höfðu 15— 16% barnanna reynzt undir eðlilegri þyngd“, en 1943 var tala þeirra barna komin upp í 24,55%. Síðan hækkaði sú tala ekki, og þakkar Stoltenberg það matargjöfum Svía og Dana og gestrisni norskra bænda, sem tóku fjölda kaupstaðarbarna í sumardvöl. Aukið sóttarfar. Eiginlegir hörgulsjúkdóm- ar gerðu ekki vart við sig meðal skólabarna óslóar- borgar á hernámsárunum, en margvísleg kvillasemi jókst verulega. Vanhöld á skóla- sókn námu fyrir ófriðinn til uppjafnaðar 5—6%, en jukust einkum í þeim skól- um, þar sem sóknin hafði verið bezt áður (úr 4 upp í 7%). 1 þeim skólum, þar sem ástandið hafði verið verst í þessum efnum, breyttist það hins vegar lít- ið eða ekki. óþrifasjúkdóm- ar færðust mjög í vöxt. 1939 fengu 495 skólabörn kláða, en 4130 árið 1943. Lúsinni tókst að halda í skefjum að vetrinum, en á sumrin færð- ist liún í aukana, og varð að skerpa lúsaeftirlitið. — Hvers konar farsótta gætti (Frh. á 11. bls.) • ÚTS'ÝN 7

x

Útsýn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útsýn
https://timarit.is/publication/1267

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.