Útsýn - 10.11.1945, Side 10
HiÖ nýja íslenzka IýSríki.
Islendingar liafa myndað lýðríki
að nýju. Þeir-hafa tekið þá-ákvörðun
að skipa um sín eigin mál sjálfir,
án íhlutunar annarra þjóða. Þeir
hafa Icosið sér- sinn eiginn lýðríkis-
stjóra, forseta, íslenzkan mann. Hann
er að metorðum tignasti maður þjóð-
arinnar, tákn þjóðareiningarinnar,
þjóðernisins og þjóðrækninnar. Hon-
um ber því öðrum fremur að vera sí-
felt á verði um þjóðarviljann, skilja
hann' og meta, og annast um að koma
honum á framfæri ætíð og allsstaðar,
þegar þörf krefur. En það er þá einn-
ig skylda þjóðfélagsþegnanna að láta
vilja sinn, þjóðarviljann, koma fram
slcýrt og hispurslaust. Einkum má
telja þá bráða nauðsyn, þegar ein-
liver líætta er á ferðum um það, að
sjálfstæði voru eigi að sníða þrengri
stakk í utanríkismálum en samrýmst
getur lýðræðishugsjón vorri. Því að
stærstu sigrar vorir voru unnir á
sviði utanríkismálanna við stofnun
lýðríkisins 17. júní 1944, þegar við-
urkenning fyrir fullveldi voru var lát-
in í té af flestum þeim þjóðum, sem
mestu máli skifti um, og áttu kost þess
að gera þáð-
Hið forna íslenzka lýSveldi.
Norski sagnfræðingurinn Ernst
Sars sagði eitt sinn: „Þjóðir, sem
ált liafa sér sögu, deyja ekki“. Þessi
ummæli eru að því leyti algild, að
jafnvel þjóðir, sem horfið hafa af
sjónarsviðinu, halda áfram að vera
til í vitund mannkynsins, hafi þær
skapað sér þá sögu, sem er minnis-
verð og sagnfræðin liirðir um að
halda til haga.
Vér íslendingar miklumst oft af
þeirri sögufrægð, sem vér eigum. Vér
miklumst af hinni forníslenzku
stjörnarskipán og því þroskatímabili
þjóðlífsins, sem var henni samfara.
Stjórnarskipanin tengdi þá þjóðina
í fasta heild, án þess þó að skerða
úr hófi frelsi og sjálfslséði einstakl-
inganna. Hver maður fékk þá að
njóta sín innan vébanda þjóðfélags-
skipulagsins og var hvorki gert ráð
fyrir, að hinn einstaki maður lúti
þjóðfélagsheildinni skilyrðislaust, né
að liún lúti í lægra haldi fyrir per-
sónulegu sjálfstæði einstaklingsins.
Þannig var jafnvægisins gætt, mun-
dagshófið fengið. Og þann veg skap-
aðist hagsæld með þjóðinni, öryggi
og styrkleiki gagnvart umheiminum.
Þjóðin kennir máttinn í sjálfri sér,
treyslir á hann og lætur hann stjórna
gerðum sínum. Af þessu sjálfstrausti
1
spretta allar framkvæmdir hennar. Á
þessu blómaskeiði þjóðlífsins skapast
forníslenzku hókmenntirnar, glæsi-
legasti votturinn um þroska og snilli
íslendinga og ágætasti arfur frá liðn-
um öldum um allan norðurveg. Þenn-
an arf hefir þjóðin varðveitt enn þá,
þrátt fyrir þrálátar tilraunir annara
þjóða -um að sölsa hann undir sig.
Enn þá er þó nokkur hluti þessa bók-
menntaarfs i höndum norrænna
þjóða, sem farið hafa um harpi grip-
deildar höndum, Qg er ekki við hlít-
andi fyrr en hann er endurheimtur
Islendingum til handa. Hefði sú við-
skiftatilraun verið samboðnari sjálf-
stæði voru og lieilbrigðum metnaði
hins unga lýðríkis, en sum þau við-
skiftasambönd, sem stofnað hefur ver-
ið til nýlega við frændþjóðir vorar á'
Norðurlöndum-
NiSuirlægingartímabiIiS.
En um leið og vér miklumst yfir
þroska- og blómaskeiði sögu vorrar
(930—1202) er þess einnig að minn-
ast, að um langt skeið er saga vor
saga rauna og liörmunga. Á tímabil-
inu 1262—1550 er liún saga mikillar
hnignunar. Erlent konungsvald og
kirkjuvald þjarmar svo að frjálsri
liugsun og sjálfsákvörðunarrétti með
þjóðinni, að hún fær enga rönd við
reist. Viðnámsþrótturinn lamast og
framkvæmdarþrekið hverfur. Þegar
málum var þannig komið hefst niður-
lægingartímahilið í lífi þjóðarinnar
og sögu, og um verulega endurreisn
var ekki að ræða fyrr en á síðustu
öld. í kjölfar siðaskiftanna siglir kon-
*
ÍSLAND <
ungsvaldið danska hraðbyri inn að'
ströndum landsins, reisir sér öndvegi
og vígi í landinu sjálfu og treður
réttindi landsiris fótum. Bændaánauð
og verzlunareinokun koma þjóðinni
ú kaldan klaka. Svarnætti hinnar
mestu áþjánar og örbirgðar grúfir yfir
lan'di og lýð. Svo hatrömm voru hin
crlendu áhrif, að hagsældin lagðist í
rústir. En í öllu þessu myrkri skein
þó ein stjarna í skýjaþykkni, stjarna
sjálfstæðisins horfna, er varð að von-
arstjörnu á draumahimni framtíðar-
innar.
Svo fer smátt og smátt að rofa til.
Endui-reisn hefst og aukið sjálfstæði
öðlast hægt og bítandi fyrir látlausa
baráttu íslands beztu sona. Og að
lokum höfum vér nú slitið konungs-
sambandinu við Dani, sem var liinn
eðlilegi og sjálfsagði lokaþáttur við-
•skifta vorra við þá- Með þeim hætti
þurkuðum vér burt síðustu menjar
frá niðurtægingaröld vorri. Persónu-
lega erum vér Ivristjáni konungi X.
þakklátir fyrir allt það, er hann hefur
vel til vor gert. sinni eigin þjóð
hefur hann reynzt glæsilegur og göf-
ugur leiðtogi á erfiðum tímum. En
vér íslendingar höfum kjörið oss for-
seta að þjóðhöfðingja. Vonum vér, að
sá forsetadómur verði hinn höfðing-
legasti, svo að eigi þurfi að afla hon-
um vegsauka frá Danmörku né neinu
öðru framandi landi.
MinaisverS atri'ði.
Allt er þetta, sem nú liefur sagt
verið, er íslendingum að sjálfsögðu
kunnugt. En ekki virðist þó ástæðu-
laust að víkja að þessu einmitt nú,
þegar íslenzka þjóðin þarf hæði að
sýna háttvísi og einurð um allt það,
sem snertir sambúð hennar við aðrar
þjóðir, og endurskipun fer fram um
ÚT SÝN
8