Útsýn - 10.11.1945, Page 11

Útsýn - 10.11.1945, Page 11
>G UMHEIMURINN IR EIR'IK ALBERTSSON allan heim, að lokinni heimsstyrjöld- inni. En um þá endurskipan getum, vér ekki sem sjálfstæð þjóð verið tóm- látir með öllu. Allmikil tilhneiging virðist vera um það með íslendingum að tengjast Norðurlandaþjóðunum sterkum bönd- um að nýju, bæði á sviði menningar og viðskipta. Um verzlunarviðskipti vor við þær þjóðir má segja, að hagn- aðurinn hafi sjaldnar verið vor meg- in. Og menningarsamböndin Iiafa ekki ætíð verið gallalaus. Til sameiginlegra menningaráhrifa höfum vér lagt fram giæsilegasta skerfinn með fornbólt- menntum vorum- Nokkura umbun þess liöfum vér hlotið með háskólanámi íslendinga á Norðurl. En það liafði þó sína galla. Meðan vegur íslendinga var mestur dreifðust íslenzkir mennta- menn víðsvegar um Norðurálfu. Eftir siðaskiptin virtist í bili, að frama- gjarnir íslendingar mundu taka upp förna háttu. En sambandið við Dani olli því, að þessir menn neyddust til að sækja menntun sína til Hafnar- háskóla. En menntalíf í Danmörku var mjög snautt og fáskrúðugt fram um 1800. Á 19. öldinni taka þeir að ryðja sér til rúms meðal fremstu menntaþjóða álfunnar. íslenzkri menn- ingu hefur orðið það stórtjón að hafa ekki sambönd út á við, nema við eina smáþjóð. Hugmyndin um norræna samvinnu, sem fæddist á 19. öldinni — hinn forni Skandinavismus — reyndist þvogl eitt. Og hinn nýi Skandinav- ismus, norræna félagið, hefur verið ekki óskemmtilegt menningarföndur, en annað ekki. Ekkert virðist því vera til úr reynslu fortíðarinnar, sem mæli með því, að elta meira ólar við Norðurlandaþjóðirnar, en hverjar aðrar þjóðir, sem vildu hafa við oss vinsamleg jafnréttissambönd á sviði menningar og viðskipta- Hlutur Is- lendinga hefur ætið verið því minni, því meir sem, þeir hafa bundist þess- um frændþjóðum sínum. Norðurlanda- þjóðirnar þurfa því að gera endurmat á viðskiptareglum sínum við oss, svo að það jafnræði fáist, sem vér getum nú sætt oss við. Vitað er, að Danir láta sér fátt um finnast lýðræðistöku vora. Og ef vér lítum yfir viðskipti vor við þá á liðn- um öldum þurfti það ekki að koma á óvart. En hitt vakti meiri furðu, að sænsk blöð skyldu átelja þetta. En geta má sér þó til um orsökina: Sví- ar eru auðugasta og voldugasta þjóðin á Norðurlöndum; með aukinni nor- rænni samvinnu og samböndum mundu álirif þeirra aukast, því að sjálfkjörnir voru þeir til þess að vera forustuþjóðin. En með lýðræðistöku íslendinga gat orðið hætta á, að einn- ig þeir mistu spón úr askinum sín- um. Eftir að styrjöldinni lauk hér í Norðurálfu hefur kennt ýmissa á- hrifa frá Norðurlandaþjóðunum í vorn garð. Auðsætt er, að þær sækja fast að koma á við oss viðskiptasam- böndum, sem rofnuðu sökum styrj- aldarinnar. Er sjálfsagt að líta á þau vinmál með fullri kurteisi, en líka hinni fyllstu varúð, því að alveg er óvíst, að þau sambönd reynist hag- kvæmari en þau, er komist hafa á við Breta og Bandaríkjamenn. Og á meg- inlandi Evrópu mun verða eins væn- legt um viðskipti, þegar jafnvægi lief- ur skapast þar, og á Norðurlöndum. íslenzk háttvísi. Auk þess kala, sem kennt hefur frá' Dönum i garð íslendinga út af sam- % bandsslitunum, hefur og gerst at- burður í Danmörku, sem var hnefa- högg í andlit íslenzku þjóðarinnar, víg Guðmundar Kamban. Og þegar nafn hans er nefnt, er nefnt nafn ís- lendings, sem var um margt fulltrúi íslenzks þjóðerhis og íslenzks anda- Og vitað er, að hann var veginn al- saklaus, enda má líta þann veg á, að danska þjóðin hafi lýst víginu á hend- ur sér og greiði vígsbætur. Hvernig taka svo íslendingar þess- um atburði? Lílc Guðmundar Kamban er flutt heim til ættjarðarinnar, svo að það fái leg í íslenzkri mold. , Og lík lians var flutt með Esju, i sömu ferðinni og hinn mikli hópur íslepd- inga kom heim, er um skeið hafði dvalið erlendis og þjóðin hafði fyllstu ástæðu lil þess að fagna. Fyrir því var sjálfsagt að sýna þessum Islendingum hinn fyllsta sóma. Og allur sá fögnuð- ur, sem þeim var sýndur í landi, var síst um of- En sá þátturinn, sem frafn fór á skipsfjsl, var hneyksli. Esja átti að sigla að landi með fána í hálfa stöng. Og eins og á stóð var óviðeig- andi að hafa fagnaðarhátíð í skipinu. Þátfur útvarpsins þar um var ekki smekklegur. Og blaðamenn gátu beðið með fréttasnuður sitt meðal farþeg- anna, þar til að þeir höfðu stigið á Iand. Islenzka þjóðin hafði verið stórlega • móðguð, vegna þeirrar árásar, sem gerð var á hendur henni með vígi eins hins ágætasta íslendings. En þeg- ar henni bar á réttri stundu og á réttan hátt að sýna harm sinn hefur þún í frammi leikaraskap við líkbör- ur hans. Svona liáttvfsi getur ekki skapað íslendingum virðingu annara þjóða- En hún gæti styrkt þá skoðun þeirra, að upp á ýmislegt mætti bjóða íslendingum. Norræna einangrunin rofin. Danski stjórnmálamaðurinn Christ- mas Möller hefir sýnt skilning á ])ví, að íslendingar sögðu upp sambands- lagasamningnum við Dani. Á fundi norræna félagsins í Osló t ÚTSÝN 9

x

Útsýn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útsýn
https://timarit.is/publication/1267

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.