Útsýn - 10.11.1945, Page 12
í byrjun september sagði hann meðal
annars: „Eg hef aldrei getað skilið
h'vers vegna ýmsir Danir hafa lastað
,, Islendinga fyrir það, að þeir sögðu
upp sambandslagasamningnum áður
en Danmörk varð frjáls. Skyldum við
Danir ekki hafa gert hið sama, ef við
hefðum verið í sporum íslendinga".
Og um líkt leyti lielt hann rœðu í
Oslóarháskóla, þegar hann, ásamt
fleirum, var gerður heiðursdoktor við
háskólann.
f þeirri ræðu mælti hann gegn sér-
stakri norrænni samvinnu, að svo
miklu leyti, sem hún væri einskorðuð
við Norðurlönd. Slík samvinna ætti
enga framtíð. Og varnarbandalag
Norðurlanda væri fjarstæða ein. Hins
vegar mælti hann með norrænni sam-
vinnu innan takmarka öryggisbanda-
lags allra þjóða.
Út af ummælum Möllers, _að ekki
væri hægt að álasa íslendingum fyrir
sambandsslitin við Dani, birtist
þykkjuþung grein í Berlingske Tid-
ende, og er Möller þar talinn eini
maðurinn utan fslands, sem ekki skilji
tilfinningar Dana. Svíar hafi verið
eindregið á máli Dana. Svo hafi og
verið um ísiendinga búsetta í Dan-
mörku. Og blaðið barmar sér út af
því, að íslenzka þjóðin skyldi einhuga
segja upp aldagömlu ríkjasambandi-
íslendingar geta að sjálfsögðu gert
*
Dönum það til þægðar að skilja það,
að þeim liafi þótt súrt í broti að geta
ekki lafað á yfirráðum sínum hér.
En það ættu þeir þá líka að geta skil-
ið, að hið aldagamla ríkjasamband
hefir skilið eftir fleiri og meiri svöðu-
sár í íslenzku þjóðlífi, en þetta hrufl
á misskildu stærilæti Stór-Danaliyggj-
unnar nú.
En þá ætti líka íslenzka þjóðin að
skilja það nú, þegar hún hefur öðlast
fullt sjálfstæði, að vandfarið er með
þann dýrgrip. Og þar sem hinLr ffið-
sömu Danir hafa reynt að halda oss
slíku steinbítstaki, þá muni þa? tak
ekki verða ófastara, gæfum vér nú
öðrum máttarmeiri þjóðum tök á oss.
„Þjóðir, sem eiga sér sögu
deyja ekki“.
Til sanns vegar má færa, að þjóðir,
sem átt hafa sér sögu, deyja ekki. En
öruggari er þó sú staðreynd og frem-
ur til frambúðar fyrir oss, að þjóðir,
sem eiga sér sögu, deyja ekki. Og með
því að gera Island að lýðríki, hafa ís-
lendingar lýst því skýlaust yfir, að
þeir ætli ekki að láta sér nægja að,
hafa átt sér sögu, heldur ætli þeir og
að skapa sér sína eigin sögu í fram-
tíð. Hollast er þá að hafa víti for-
tíðarinnar sér til varnaðar, en þjóð-
þroskatímabilin að leiðarstjörnu.
Samfara lýðræðistöku vorri hafa
þeir atburðir gerst, að hin norræna
einangrun, sem vér höfum átt við að
búa, og oss alla jafna hefir orðið til
lítils vegs né þroslca, hefir rofnað. Ný
viðskipta og menningarsainbönd blasa
við, og fáum vér að hagnýta oss þau
í fullu frelsi, má vænta þess, að þann
veg getum vér í framtíð skapað oss
þá sögu, sem oss væri samboðin. Því
að einmitt þá, þegar íslendingar voru
frjálsir og óliáðir á allan liátt og hvert
sem litið var um menningar- og við-
skiptasambönd sín, varð þroski þjóð-
arinnar mestur og vegur liennar glæsi-
legastur. Þannig bendir reynsla lið-
inna tíma, sagan sjálf, oss ólvírætt á
það, með livaða hætti vér megum
stuðla að þroska þjóðlífsins og bregða
mestum ljóma yfir sjálfstæði vort:
Ekki með þeim hætti að skipa hinn
óæðra bekk í þrengslum norræns fé-
lagsskapar; ekki með þeim hætti að
afsala sér nokkurum réttindum í
hendur stórveldanna, né gera ísland
að bækistöð erlendra sérréttinda;
heldur með þeim hætti, að íslenzka
ríkið komi fram sem óháður og sjálf-
stæður aðili á víðum vettvangi al-
þjóðaviðskipta og alþjóðamenningar.
Ástandið í Þýzkalandi
Fréttuviiarar ensku blaðanna, Times
og News Chronicle í Berlín, hafa ný-
lega birt lýsingar á ástandinu í Mið-
og Auslúr-Þýzkalandi, sem hafa vak-
ið sterka .samúðaröldu enslcu þjóðar-
innar ineð hinum fyrrverandi óvin-
um. Nokkrir þjóðkunnir menn hafa
sent frá sér ávarp til almennings með
áskorun um að afsala sér hluta af
matarskammti sínum til þess að
„bjarga Evrópu“, eins og þeir kom-
ast að orði.
„Átta milljónir heimilislausra
manna, að minnsta kosti“, segir annar
þessara fréttaritara, „lifa flökkumanna-
lífi í héruðunum kringum Berlín.
Séu Súdeta-Þjóðverjar, sem hraktir
v.oru úr Tékkóslóvákíu, og aðrir flótta-
menn taldir með, hækkar tala lieirra,
sem ekki er hægt að sjá fyrir neinum
mat, upp í 13 milljónir að minnsta
kosti. Þessi hluti þýzku þjóðarinnar
hlýtur,'að deyja, dður en veturinn
kemur, ef ekkert er að gert“.
HimdriiS þúsunda erlendra verka-
manna draga fram lífið á hernáms-
svæði Breta. Meðal þeirra eru 500
þúsund Pólverjar, sem neita að hverfa
lieim til föðurlands síns. 7.000.000
— sjö milljónir — Þjóðverjar hafa
verið reknir frá lieimilum sínum í
Austur-Þýzkalandi og Póllandi, marg-
ir með 30 mínútna fyrirvara, matar-
'lausir, klæðlitlir og án þess að þeim
sé séð fyrir nokkru farartæki.
Tíu þúsundir slíkra flóttamanna
koma daglega til Berlínar, þvert of-
an í bann Rússa. Þeim er leyft að
standa þar við í 24 klst. Meðan þeir
eru þar, liafa þeir „frelsi lil að betla
og sofa undir brúm“, en að þeim
tíma liðnum eru þeir teknir með valdi
og fluttir til Mecklenburg eða Brand-
enburg, hernámssvæðis Rússa. „Hvað
þar tekur við þeim, eða t. d. í Sax-
landi, þar sem íbúafjöldinn hefur tvö-
fáldast, með því að 4 milljónir flótta-
manna liafa safnazt þar saman, það
fær ekkert vestrænt auga að sjá“,
segir enska blaðið „New Statesman
and Nation“. „Það er aðeins vegna
þess, að það hittist svo á, að aðsetur
eftirlitsnefndar Bandamanna er á
hernámssvæði Rússa, að við höfum
nokkra minnstu hugmynd um þenn-
an hræðilega harmleik“, bætir sama
blað við. — Hernámssvæði Rússa,
eins og öll lönd Austur-Evrópu, sem
eru á valdi rauða hersins, eru með
öllu lokuð blaðamönnum, öðrum en
rússneskum.
10
ÚTSÝN