Útsýn - 10.11.1945, Qupperneq 14
Menning og
sjúkdómar.
Nýlega hefir mér borist
í hendur merkileg bók.
Höfundur hennar er stór-
lærður maður, doktor í lækn-
isfræði, doktor í bókmennta-
fræði og doktor í lögum.
Hann er kennari í sögu
læknisfræðinnar við Johns
Iiopkins University
Bók þessi fjallar um þró-
un menningarinnar. En
sjúkdómar hafa átt hlut að
máli um þá þróun. Engin
tvö fyrirbæri geta verið;
andstæðari en sjúkdómar,
hreytingar eða sjúklegur
þróunarferill í líkömum
dýra og manna, og hins veg-
ar menningin, hin háleit-<
asta sköpun mannshugans.
Og samt eru tengsli þeirra
glögg.
Eins og litið er á 5júk-
dóma nú á tímum eru þeir
liffræðilegar breytingar. Þeg-
ar likaminn er í Íagi, lífeðlis-
fræðilegt ástand hans með,
venjulegum hætti, þá vinn-
ur hann lilutverk sín þegj-
andi og hljóðalaust, leikandi
létt og fagnandi. Og hann á,
mikla hæfni til að laga sig
eftir liinum ólíkustu skil-
yrðum.
Fyrir hvern einstakling
er sjúkdómur þá ekki aðeins
Jíffræðileg breyting, heldur
einnig reynsla, og getur ver-
ið þannig háttað, að hann,
hafi hin gagngerðustu og
djúptækustu áhrif á líf
mannsins. Og þar sem mað-
urinn er skapari eða höf-
undur menningarinnar, þá
liafa sjúkdómar, með því aði
trufia og tefja starf hans og
lífsferil, haft einnig áhrif á
afköst hans eða skapandi
starf.
Sjúkdómar þjá ekki aðeins
einstaka menn, heldur og
oft og einatt fjölda manna,
annað hvort á vissum tíma-
bilum, landfarsóttir, eða á
löngum samfelldum tíma-
skeiðum, landlægir sjúk-
dómar, þegar sjúkdómar
hafa herjað á hóp manna,
eða heil héruð.
Rannsókn sögulegra minja,
ýmissa fornleifa, hafa leitt
í ljós að sjúkdómar. voru al-
gengir ekki aðeins á tíma-
skeiðum menningarinnar,
heldur og áður en maðurinn
kom til sögunnar. Sjúkdóm-
ar eru jafngamlir lífinu
sjálfu.
Þegar farið var að semja
og setja lög, varð ekki hjá
því komizt að taka tillit lil
þeirra ma,nna, cr sjúkir
voru. Án þess að nálgast þau
vandamál, sem sjúkdómar
og þjáningar ollu, gat hvorki
heimspekin né trúarhrögðin
gefið skýringar á tilverunni.
Bókmenntir og listir gátu
heldur ekki skotið sér und-
an þessu, ef þær áttu að
geta gefið sínar lýsingar á
henni. Og í tilraunum manna
til þess að sigrast á sjúk-
dómum varð að styðjast við
vísindin, gera náttúruna
mönnunum undirgefna, ef
vonir áttu að vera um ár-
angur.
Þá kemur og nýtt til.
Tvennt kemur ætíð til greina,
þegar um uppruna sjúkdóma
er að_ ræða: maðurinn og
umhverfi hans. Fósturfræð-
in vísar veginn til erfða-
fræðinnar. En talið er, að
erfðir liafi mikil áhrif um
útlit manna, langlífi, gáfna-
far, skapgerð og tilhneiging-
ar. Þá er og talið samband
milli erfðalögmálanna óg
þeirra' sjúkdóma. sem ein-
staklingar þjást af, jafnvel
alla ævi.
Erfðirnar eru þó ekki ör-
lög. Manninum er gefin sér-
stök hæfni, en hann getur
notað hana vel eða illa,
aukið hana og margfaldað,
cða skaðað hana. Hann gel-
ur innan vissra takmarka
breytt útliti sínu. Ef liann
e~r mikill að vallarsýn sam-
kvæmt erfðalögmálinu getur
hann með mataræði og lík-
amsæfingum komizt hjá að
verða of þungur. Hann get-
ur þroskað hvers konar gáf-
ur sínar og tilhneigingar, en
hann getur og lagt þetta allt
í auðn. Hann getur lengt líf
sitt með reglusömu líferni,
en Jíka stytt það með ó-
reglu og misbeitingu. Hann
getur unnið bug á ýmsum
skapgerðargöllum. Af þessu
er bert, að sjúkdómar eiga
ekki eingöngu ræhir að
rekja til erfða, heldur einn-
ig til lífshátta og lífernis.
Á þessu stigi málsins
koma aðilar menningarinnar
fram á sjónarsviðið. Trúar-
hrögð, heimspeki, uppeldis-
fræði, félagsfræðilegar og
hagfræðilegar aðstæður, alit
það, sem ákvarðar um við-
horf manna gagnvart lífinu,
hefur og mikil áhrif á
kvellni manna; og þessir að-
ilar menningarinnar koma
skýrar fram og áhrif þeirra
verða greinilegri, þegar at-
hugaðar eru orsakir um-
hverfisins að sjúkdóinum.
Frá augnabliki getnaðar-
ins þroskast mannlegt líf
innan takmarka, sem ætíð
eru bæði'líkamleg og félags-
leg. Fóstrið, sem er vel
verndað í þröngum heimi
og stöðugt háð líkamlegum
skilyrðum, þroskast frá upp-
hafi vega í félagslegri af-
stöðu til annars einstaklings,
móður sinnar. Við þessar
nánu samvistir getur fóstrið
orðið fyrir áverkum eða
smitun, og þegar það kem-
ur fyrir, l'æðist barnið með
þjáningar að vöggugjöf, sem,
stafa af meðfæddum (ekki
,,arfgengum“) sjúkdómi. —•
Þegar barnið stækkar, stækk-
ar og umhverfi þess. Fyrst
er það heimilið, annað hvort
í borginni, með strætum og
öðrum borgareinkennum, eða
á bændabýli í umhverfi
sveitalífsins. Þá taka við
skólaárin og nýr heimur
opnast. Hægt og hægt losnar
um fjölskylduböndin, fyrstu
félagslegu teúgslin, og ný
álirif taka að verka á ein-
staklinginn. Umhverfið fær-
ir enn út kvíarnar, þegar
hann fer aö vinna fyrir sér,
tekur á sig ábyrgð sem þjóð-
félagsþegn og tengist nýjum
félagsböndum.
Hin félagslegu og efnis-
legu umhverfi, sem sök eiga
á flestum sjúkdómum, hafa
mótazt af menningunni, sem
gerbreytt liefur lífi mann-
anna. Menn fylgjast eklci
lengur með hrynjandi nátt-
úrunnar, vakna ekki við ■sól-
aruppkomu og nátta sig ekki
við sólarlag. Menn hafa
skapað skilyrðf til þess að
gera myrkrið bjart, hitað í-
húðir sínar, svo að sumar-
h'iti sé þar um hávetur. Við
kunnum slcil á að framleiða
matvæli, stundum jafnvel í
trássi við árstíðirnar. Við
höfum gríðarlega aukið
hraðfleygi samgöngutækja
okkar, og aukið minnishæfni
okkar með því að rita og
prenta. Við höfum ekki að-
eins öðlazt þekkingu á sjálf-
um okkur, lieldur og á sögu
okkar. Helgi heimilisins er
viðurkennd og ættartengsli
metin, oft ævilangt. Og menn
reyna að lifa í einingu and-
ans og bandi friðarins inn-
an stórra félagslegra sviða
— þótt misbrestur vilji oft
verða þar allmikill á.
Menningin hefur á þróun-
arbraut sinni oft skapað
skilyrði, sem heilsu manna
var skaðleg. Samfara koát-
um hennar hafa skotið upp
kollinum margvíslegar hætt-
ur, sem orsakað liafa fjöl-
marga sjúkdóma. Eldurinn,
sem vermir okkur og sýður
matinn brennir líka og eyð-
ir; sérhvert nýtt verkfæri
var hættulegt, þar til leikni
hafði náðst um að fara með
það. Og sérhvert verkfæri
má nota til- ills eða góðs.
Menningin hefir líka skap-
að læknavísindin og stuðlað
að almennri heilbrigði og
heilsuvernd. Þegar menn
kunnu full skil á að notfæra
sér frjósemi jarðvega'rins,
hófst landbúnaður. Og þeg-
ar menn kunnu skil á að
notfæra sér lækningamátt
líffæraheildarinnar, líkam-
ans, hófst læknisfræðin. —
Landbúnaðurinn var fyrst
reistur á almennri reynslu,
síðar var hann grundvallað-
ur á vísindalegri þekkingu,
og læknislistin varð að lækn-
isfræðilegum vísindum. —
Menningin útrýmdi margvís-
legri áhættu, sem heilbrigði
manna gat stafað hætta af,
og reyndist megnug þess aðl
rýra verulega atvik þau og
ástand, er valda sjúkdómum,
sða ryðja þeim braut, og
þann veg lengja meðalævi
mannanna.
í stuttu máli hefur nú
verið gerð grein fyrir meg-
inmáli bókarinnar: hinu
núna sambandi milli menn-
ingarinnar og sjúkdóma. —
Höfundur hennar skýrir all-
ítarlega ýmis lielztu atriði
bessa sambands, tekur til at-
hugunar mörg markverðustu
sjónarmiðin, er þá koma
fram og ræðir mörg hinna
fjölþættu vandamála, sem þá,
verða á vegi.
„Bók þessi er mikilvægt
sögurit og töfrandi eins og
helgisaga“.
Bókin hefur nú þegar ver-
ið þýdd á íslenzku og kem-
ur út á næsta ári.
Eiríkur Albertsson■
12
ÚT SÝN