Útsýn - 10.11.1945, Qupperneq 17
Almcmnatryggingar frá vöggu til grafar
TILLÖGUR JÖNS BLÖNDALS OG JÓHANNS SÆMUNDSSONAR.
' FYRIR nokkrum dögnm kom út mik-
ið rit (350 bls. í stóru broti), sem fé-
lagsmálaráðuneytið gefur út, er hefur
inni að halda tillögur um almannatrygg-
ingar, heilsugæzlu og atvinnuleysismál,
sem þeir Jón Blöndal hagfraeðingur og
Jóhann Sæmimdsson tryggingayfirlækn-
ir hafa samið.
Myndu tillögur þessar, ef samþykktar
yrðu, þótt ekki væri nema í aðalatriðum,
tákna þá mestu gerbreytingu á íslenzkri
félagsmálalöggjöf, sem orðið hefur til
þessa tíma.
Tildrög þessarar skýrslu eru í stuttu
máli þessi: Jóhann Sæmundsson réð
þegar hann var félagsmálaráðherra Jón
Blöndal hagfræðing, ásamt þeim Klem-
enz Tryggvasyni hagfræðingi og Kr.
Guðm. Guðmundssyni tryggingarfræð-
ingi, til að undirbúa tillögur um al-
mannatryggingar o.fl., sem stuðlað gætu
að félagslegu öryggi þjóðarinnar. Hinir
síðarnefndu hættu störfum, áður en und-
irbúningsstörfum væri lokið. Vann Jón
Blöndal síðan einn að þeim, þar til nú-
verandi ríkisstjóm tók við völdum, en þá
var honum falið að undirbúa tillögur um
fullkomnar almannatryggingar, sem
stjórnin hafði tekið upp á stefnuskrá
sína, ásamt Jóhanni Sæmundssyni. Til-
lögurnar skyldu síðan lagðar fyrir milli-
þinganefnd um alþýðutryggingar, sem
skyldi undirbúa rriálið fyrir yfirstand-
andi Alþingi. Formaður hennar er Har-
aldur Guðmundsson forstjóri. Hefur
nefndin unnið að því síðan nokkru eftir
áramót og munu tillögur hennar væntan-
legar innan skamms.
Tillögur þeirra Jóns Blöndals og Jó-
hanns Sæmundssonar eru í 3 aðalhlut-
um: um almannatryggingar, heilsugæzlu
og atvinnuleysismál. Eru engin tök á
að rekja efni þeirra í þessu blaði. Verð-
ur að þessu sinni aðeins birt stutt yfirlit
um almannatryggingamar, en Jóhann
Sæmundsson mun í næsta blaði skrifa
yfirlitsgrein um heilsugæzluna, en síðar
mun birtast grein um atvinnuleysismál-
in.
Hlunnindakerfið.
Aðalflokkar hlunnindanna eru þessir:
A. Bætur greiddar í peningum: 1. Elli-
og örorkulífeyrir, 2. Barnalífeyrir og
fjölskyldubætur, 3. Bætur til mæðra,
ekkna o. fl., 4. Sjúkra- og dánarbætur,
5. Slysabætur. — B. Heilsugæslan:
1. Heilsuverndarstarfsemi, 2. Sjúkra-
húsvist, 3. Læknishjálp, 4. Lyf, 5. önnur
sjúkrahjálp.
1. Elli- og örorkuUfeyrir.
Upphæðir elli- og örorkulífeyris eru
þessar:
Kaup- Kaup- Sveit-
staðir tún ir
kr.áári kr.áári kr.áári
Fyrir hjón, þegar
bæði fá lífeyri . . 5300 4300 3500
Fyrir einstaklinga
og hjón, þegar
annað fær lífeyri 3300 2700 2200
Þurfi elli- eða örorkulífeyrisþegi á
sérstakri umönnun að halda, má hækka
lífeyri hans um allt að 40%.
o. Ellilífeyrir.
Hann er veittur gamalmennum, sem
náð hafa fullum 67 ára aldri, án tillits
til efnahagsástæðna þeirra.
b. örorkulífeyrir.
Hann er veittur öryrkjum, sem hafa
misst 80 % af starfsorku sinni, en að
öðru leyti er forsjá öryrkja falin At-
vinnustofnun ríkisins (sjá síðar um at-
vinnumálin).
2. Bamalífeyrir og fjölskyldubætur.
a. Barnalífeyrir.
Árleg upphæð barnalífeyris skal vera
sem hér segir:
Á 1. tryggingasvæði .... kr. 2200
- 2. — .... — 1800
- 3. — .... — 1500
Bamalífeyrir er greiddur til 16 ára
aldurs með þessum flokkum barna:
a) Börnum gamalmenna.
b) Börnum öryrkja.
c) Börnum ekkna.
d) Munaðarlausum börnum.
Enn fremur er lagt til, að hann sé
yfirleitt greiddur með óslcilgetnum börn-
um og börnum fráskilinna kvenna, en
í þeim tilfellum eigi Tryggingarstofnun-
in endurkröfurétt á föðurinn.
\
b. Fjölskyldubœtur.
Fjölskyldubætur, 750 kr. á ári, skal
greiða fyrir hvert barn á framfæri innan
15 ára aldurs, sem ekki fær bamalífeyri,
að undanskildu fyrsta barninu í hverri
fjölskyldu. Fjölskyldubætur skulu greidd-
ar mæðrum barnanna.
3. Bætur til mæðra, ekkna o. fl.
a. FœðingarUjálp.
Hún er 200 kr. fyrir hverja fæðingu,
en auk þess 300 kr. fyrir mæður, sem
ekki stunda atvinnu utan heimilis síns,
en 360 kr. á mánuði í allt að þrjá mán-
uði fyrir konur, sem stunda atvinnu
utan heimilis síns.
b. Ekkjubœtur.
Þeim, sem verða ekkjur, skal greiða
360 kr. á mánuði í 3 mánuði eftir að þær
urðu ekkjur, en auk þess skal greiða
ekkjum, sem hafa börn innan 16 ára á
framfæri sinu, árlega upphæð sem hér
segir:
Á 1. tryggingarsvæði........ kr. 1650
- 2. — — 1350
- 3. — — 1100
Einnig er lagt til, að hliðstæðar bætur
séu greiddar öðrum mæðrum, sem líkt
stendur á fyrir og ekkjum.
c. Bœtur til eiginkvenna elli- og órorku-
lífeyrisþega.
Tryggingarstofnuninni er heimilt að
veita slíkum konum lifeyri, þótt þær
hafi ekki náð hinum venjulega ellilíf-
eyrisaldri (67 ára). Upphæð hans skal
vera:
Á 1. tryggingarsvæði allt að kr. 2000
-2. — — — — 1600
-3. — — — — 1300
/
4. Sjúkra- og dánarbætur.
a. Sjúkrabœtur.
Starfandi fólki á aldrinum 16—66 ára
skulu greiddar sjúkrabætur, þegar það
er frá vinnu sökum sjúkleika, með eftir-
farandi upphæðum:
Fyrir gifta karla, þegar konan vinnur
ekki utan heimilis eða er atvinnu-
laus.............. kr. 140.00 á viku
Fyrir aðra........... — 90.00 - —
Gert er ráð fyrir 7 daga biðtíma fyrir
launþega og 4 vikna biðtíma fyrir aðra,
og skal hámarkstími sjúkrabóta vera
26 vikur á ári. 1 sveitum skal aðeins
greiða sjúkrabætur, þegar um sjúkra-
ÚTSÝN
15