Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2017, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2017, Page 4
Vikublað 14.–16. mars 20174 Fréttir Skilur ekki samúð með aflandskrónueigendum n Sigmundur segir hrikalega farið með trúverðugleika íslenskra stjórnvalda F rá og með deginum í dag verða fjármagnshöft á einstaklinga, fyrirtæki og líf- eyrissjóði afnumin. Þetta var tilkynnt um liðna helgi á blaðamannafundi Bjarna Benedikts- sonar forsætisráðherra, Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra og Más Guðmundssonar seðla- bankastjóra. Samhliða því var kynnt að Seðlabankinn hefði gert eigend- um aflandskróna tilboð um kaup á þeim. Almennt hafa viðbrögð við afnámi hafta mælst vel fyrir en hins vegar hafa ýmsir orðið til að gagnrýna út- boð Seðlabankans á kaupum á aflandskrónum. Ástæðan er sú að við sambærilegt útboð í júní í fyrra var eigendum aflandskrónanna boðið að greiða 190 krónur fyrir hverja evru. Nú hljóðar tilboðið upp á 137,5 krón- ur fyrir hverja evru. Vogunarsjóðir leystir út með gjöfum Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt þennan ráðahag er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætis- ráðherra. Sigmundur sagði á Face- book-síðu sinni að með ákvörðun- inni sé verið að leysa „vogunarsjóðina út með gjöfum“ og á hann þar við aflandskrónueigendur en stærstir þeirra eru bandarískir vogunar- sjóðir. „Það stendur til að verðlauna hrægammana sem vildu ekki spila með (í útboðinu í fyrra) og ákváðu þess í stað að beita áróðri og undir- róðri til að hafa áhrif á íslensk stjórn- mál,“ skrifaði Sigmundur einnig. Sigmundur segir í samtali við DV að hann fagni því að verið sé að lyfta höftunum. Hins vegar gangi aflandskrónuútboð Seðlabankans nú gegn áætlun um afnám hafta sem kynnt var í fyrra. „Útboðið er allt of seint á ferðinni, það átti að halda það þegar þrýstingur á vogunarsjóð- ina var enn til staðar. Það hefði átt að senda út þau skilaboð að annað- hvort gengju menn að þessum 190 krónum fyrir hverja evru eða þeir væru bara fastir. Frá því átti aldrei að hvika. Það átti að vera alveg ljóst að aflandskrónueigendurnir myndu tapa á því að vera ekki með í júní síðastliðnum. Í því lá trúverðugleiki stjórnvalda. Það er því tvíþættur kostnaður í þessu. Annars vegar er það hinn peningalegi kostnaður eða tap. Hins vegar það, sem kannski er enn verra, að þetta fer hrikalega með trúverðugleika íslenskra stjórnvalda. Skýrri stefnu sem lögð var fram, og ekki átti að hvika frá, er síðan bara breytt nokkrum mánuðum seinna og það eftir að hagsmunaaðilar hafa beitt grímulausum áróðri.“ Spurður hvort hann hafi áhyggj- ur af því að þeir aðilar sem þegar hafa tekið þátt í útboðum Seðlabankans, í júní í fyrra, hafi hug á að sækja bætur vegna þess að forsendur séu brostnar játar Sigmundur því. „Það hlýtur að sjóða á þeim núna. Það hlýtur að vera að þeir velti því fyrir sér hvort þeir hafi slíka stöðu í ljósi þess að fullyrðingar íslenskra stjórnvalda hafi ekki reynst réttar. Þetta átti að vera síðasti séns í fyrra, annars væru menn fastir inni með krónurnar. Þeim hlýtur að finn- ast þeir hafa verið blekktir.“ Ekki ástæða til að hafa áhyggjur Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tekur ekki undir þessar áhyggjur Sig- mundar. „Við höfum enga ástæðu til að ætla að það að við skulum semja við aflandskrónueigendur á þessum tímapunkti muni valda neinni röskun á því sem liðið er, enda höfðu menn frjálst val um það hvort þeir tóku þátt í útboðinu í fyrra.“ Bjarni segir að aðgerðirnar nú séu í samræmi við áætlanir sem unnið hafi verið eftir frá árinu 2015. „Með þessum aðgerðum erum við skrefi nær því að losna að fullu undan höftum. Áður en útboðið fór fram í fyrra var vandinn margfaldur á við það sem stefnir í að verði, varðandi eftir stöðvar aflandskrónanna, í dag. Það eitt og sér er gleðiefni. Það ligg- ur fyrir að Seðlabankinn mun með þessum viðskiptum bókfæra umtals- verðan hagnað í sínar bækur og það er ekki verið að kosta miklu til. Ég á erfitt með að skilja hvers vegna hjarta manna slær með þeim sem tóku þátt í útboðinu í fyrra. Það er bara þannig að menn sáu ekki fyrir að það yrði jafn mikil styrking á gengi krónunnar og raun er orðin. Sumir trúðu því og sumir trúðu því ekki. Þannig verður það líka núna. Það eru sumir þessara aðila sem hafa engan áhuga á að taka þátt í því sem Seðlabankinn er að gera að þessu sinni, bara með ná- kvæmlega sama hætti og var í fyrra.“ Áfram læstir inni Greint var frá því um helgina að búið væri að fá jákvæð svör frá aflandskrónueigendum sem héldu á um 90 milljörðum króna en eftir væri að fá svör frá öðrum. Bjarni segir að einhverjir þeirra hafi þegar svarað neitandi, þeir hyggist ekki taka þátt í útboðinu nú. „Þeir verða þá áfram læstir með sínar aflandskrónur inni á sér- stökum reikningum, á lágum vöxt- um, og við munum fylgjast með því hvaða áhrif þær ákvarðanir sem við erum að taka núna munu hafa. Þeir sem að kjósa að eiga ekki við- skipti við Seðlabankann núna taka þá bara áhættu á því hvernig gengi krónunnar mun þróast á næstu misserum og sömuleiðis af getu íslenskra stjórnvalda til að stíga frekari skref í framtíðinni.“ n Þetta er staðan Umræða um aflandskrónur fyrirferðarmikil n Fjármagnshöft hafa verið við lýði síðan skömmu eftir efnahagshrun, í nóvember 2008. n Unnið hefur verið að losun hafta um langt skeið en í júní í fyrra var áætlun um afnám þeirra kynnt. n Krónur í eigu erlendra aðila hér á landi, aflandskrónur, hafa skapað vand- ræði. Sökum þess hversu háar fjárhæðir er um að ræða hefði flutningur þeirra úr landi getað sett fjármálakerfið á hliðina. n Í júní síðastliðnum var aflandskrónu- eigendum boðið að greiða 190 krónur fyrir hverja evru til að losna úr höftum. Viðskiptin sem þá áttu sér stað námu um 83 milljörðum króna. n Nú er aflandskrónueigendum boðið að greiða 137,5 krónur á hverja evru. Það er um 38 prósentum minna en greitt var í fyrra. Þess ber að geta að krónan hefur styrkst verulega á þessu tímabili. n Eigendur að minnsta kosti 90 milljarða aflandskróna hafa samþykkt tilboð Seðlabankans. Eftir standa 105 milljarðar. Ljóst er að eigendur hluta þeirrar fjárhæðar munu ekki taka þátt. Freyr Rögnvaldsson freyr@dv.is Gleðiefni Bjarni Bene- diktsson forsætisráðherra segir að með síðustu aðgerðum sé stigið stórt skref að því að losna að fullu undan höftunum. Mynd ÞoRMaR ViGniR GunnaRsson Við erum stolt af útgáfu á íslenskri tónlist StudioNorn.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.