Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2017, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2017, Qupperneq 6
Vikublað 14.–16. mars 20176 Fréttir Fangi á Hólmsheiði fær ekki að sækja sjúkraþjálfun eftir skurðaðgerð Þ orbjörn Haukur Liljarson, fangi á Hólmsheiði, segir farir sínar ekki sléttar af samskiptum sínum við Fangelsismálastofnun og lækna á Hólmsheiði. Nýverið fór hann í bráðnauðsynlega aðgerð á hrygg og átti að dveljast í nokkra mánuði á Grensási til að jafna sig. Þorbjörn Haukur missteig sig og datt í það á sjúkrabeði og refsingin var sú að hann var sendur aftur á Hólms­ heiði. „Ég viðurkenni fúslega að ég missteig mig en viðbrögð Fangelsis­ málastofnunar eru alltof harkaleg. Þetta er of hörð refsing fyrir eitt feil­ spor. Ég er fárveikur og á að vera á sjúkrahúsi en ekki í fangelsi. Það er verið að fara illa með mig,“ segir Þor­ björn Haukur Liljarson í samtali við DV. Hann segist ekki fá að fara í sjúkraþjálfun og allur gangur sé á því hvort læknarnir, sem koma í fangels­ ið tvisvar í viku, vilji yfir höfuð hitta hann. Í svari frá Fangelsismálastofn­ un kemur fram að stofnunin geti ekki tjáð sig um einstök mál en að fangar eigi rétt á sömu heilbrigðisþjónustu og aðrir. Þá meti læknar þörf fanga á þjónustu eins og sjúkraþjálfun. Ef þeir gefi grænt ljós þá sjái starfs­ menn fangelsisins um að flytja fang­ ann þangað sem þjónustan er veitt. Hætti að geta gengið Þorbjörn Haukur afplánar nú eftir­ stöðvar fangelsisdóms á Hólms­ heiði. Þann dóm hlaut hann fyrir líkamsárás gegn þáverandi kærustu sinni en Þorbjörn Haukur var í mik­ illi óreglu á þeim tíma. Alls hefur hann hlotið 19 dóma fyrir margs konar brot frá árinu 1990. „Ég á mína svörtu fortíð sem ég þarf að takast á við. Ég er reyna að vera edrú og snúa við blaðinu. Þrátt fyrir fortíð mína þá er ekki þar með sagt að það megi brjóta á mér mannréttindi,“ segir Þorbjörn Haukur. Að sögn Þorbjörns Hauks fór hann að finna fyrir doða í höndum og fótum fyrir nokkru. „Ég hætti að finna fyrir fótunum. Smátt og smátt versnaði ég og að lokum var ég orðinn rúmliggjandi,“ segir hann. Rannsókn leiddi í ljós að ómeð­ höndlaður áverki sem hann hlaut vegna mótorhjólaslyss fyrir rúmum tveimur áratugum hafði valdið þrýstingi á mænuna. Þorbjörn Haukur var drifinn í aðgerð og fékk frestun á afplánun fangelsisdóms­ ins. „Það voru festir saman á mér þrír efstu hryggjarliðirnir með skrúfum og plötum auk þess sem hreinsað var út úr efsta liðnum. Læknirinn sagði við mig að ef þetta hefði dreg­ ist í hálft ár í viðbót þá hefði ég ekki gengið aftur og líklega misst allan mátt í höndunum einnig. Það var talsvert áfall,“ segir Þorbjörn Haukur. Aðgerðin heppnaðist vel og varð til þess að hann gat gengið aftur. Átti að vera í sjúkraþjálfun í allt að tvö ár Hann átti síðan að jafna sig á Grensás og ná fyrri heilsu með reglu­ legri sjúkraþjálfun. Hann hafði að­ eins dvalið á Grensás í rúma viku þegar hann brá sér af deildinni til þess að hitta konuna sína. „Það end­ aði með hávaðarifrildi og þá gerði ég þau mistök að detta í það,“ segir Þor­ björn Haukur. Þegar upp um hann komst var hann handtekinn og lát­ inn hefja afplánun aftur á Hólms­ heiði. Þau viðbrögð telur hann afar harkaleg og óttast að hann fái ekki bót meina sinna þar. „Ég fæ aðeins væg verkjalyf frá fangavörðum sem slá ekkert á verk­ ina. Síðan á ég að vera í sjúkraþjálfun daglega en það er enginn sem skutl­ ar mér þangað. Fyrir aðgerðina var mér tjáð að ég þyrfti líklega að vera í sjúkraþjálfun í allt að tvö ár. Hérna kemst ég ekki í neitt slíkt,“ segir Þor­ björn Haukur. Að hans sögn finnur hann ekki fyrir fótum sínum auk þess sem hann er dofinn í fingrunum. „Samfangar mínir hafa aðstoðað mig við að skera niður matinn því ég get það ekki sjálfur. Ég get gengið á sléttu yfirborði og ég get horft fram fyrir mig. Undanfarið hef ég ekki get­ að farið út þegar það er leyft því að ég get ekki gengið í snjónum. Ég dett bara fram fyrir mig,“ segir Þorbjörn Haukur. Fangelsismálastofnun segir að þeir fái þjónustu sem þurfi Læknar heimsækja Hólmsheiði tvisvar í viku og Þorbjörn Haukur segir farir sínar ekki sléttar af þeim. „Fyrst þegar ég kom til baka þá hæddist læknirinn að mér fyrir að hafa dottið í það. Síðan hafa þeir neitað að hitta mig í nokkur skipti,“ segir Þorbjörn Haukur en læknar á Hólmsheiði vega og meta hvaða fanga þeir hitta þegar heimsóknir standa yfir, tvisvar í viku. „Ég er sár­ kvalinn og ég tel að verið sé að fremja á mér gróft mannréttindabrot,“ segir Þorbjörn Haukur. Í skriflegu svari frá Fangelsis­ málastofnun kemur fram að ekki sé hægt að fjalla um einstök mál fanga. Almennt eigi fangar rétt á sambæri­ legri heilbrigðisþjónustu og aðrir. „Í þessu felst meðal annars að þeir eiga rétt á að fara til sjúkraþjálfara, sé þess þörf samkvæmt mati lækn­ is. Í slíkum tilvikum eru þeir keyrð­ ir til og frá af fangaflutningsmönn­ um. Þá skal læknir skoða fanga við upphaf afplánunar og ef þörf krefur meðan á afplánun stendur. Læknir kemur reglulega í fangelsin og met­ ur hverju sinni við hverja hann tal­ ar í það skiptið. Það er því alveg á hreinu að ef læknir telur þörf á að fangi fari til sjúkraþjálfara þá sér viðkomandi fangelsi um að koma honum þangað,“ segir Erla Kristín Árnadóttir, sviðsstjóri fullnustusviðs Fangelsismálastofnunar. n Þorbjörn Haukur Liljarson Segir að illa sé farið með sig á Hólmsheiði þar sem hann fær ekki að sækja nauðsynlega sjúkraþjálfun eftir hryggjaraðgerð sem hann undirgekkst. Í svari Fangelsismálastofnunar kemur fram að læknar meti hvort fangar hafi þörf á slíkri þjónustu og sé það raunin þá sjái starfsmenn fangelsisins til þess. Hólmsheiði Mynd Sigtryggur Ari „Það er farið illa með mig hérna“ Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.