Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2017, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2017, Síða 8
Vikublað 14.–16. mars 20178 Fréttir Boðar nýja atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland n Staðan gjörbreytt eftir Brexit n Aðeins rúm tvö ár frá fyrri þjóðaratkvæðagreiðslu N icola Sturgeon, leiðtogi skosku heimastjórnarinn- ar, boðaði í gær, mánudag, að haldin yrði á nýjan leik þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands. Slík þjóðarat- kvæðagreiðsla var síðast haldin árið 2014 og höfðu nei-sinnar þá betur. Staðan að mati Sturgeon er hins vegar gjörbreytt nú, eftir að Bretar samþykktu útgöngu úr Evrópusam- bandinu í Brexit-þjóðaratkvæða- greiðslunni í júní síðastliðnum. Nærri þriðjungur Skota var andvígur útgöngunni í þeim kosningum. Sturgeon lýsti þessu á blaða- mannafundi sem hún hélt í Edin- borg í gær. Þar sagði Sturgeon að hún hygðist leggja fram frumvarp þessa efnis fyrir skoska þingið í næstu viku þar sem þess yrði krafist af breska þinginu að það veitti slíka heimild. Að mati Sturgeon ætti þjóðaratkvæðagreiðslan að fara fram veturinn 2018–2019. Viðræður verið árangurslausar Sturgeon lýsti því að allar viðræður hennar við bresk stjórnvöld um leiðir til að Skotland gæti áfram haldið tengslum sínum við Evrópu- sambandið og innri markað þess hafi verið árangurslausar. Henni hefði verið mætt með tómlæti og áhugaleysi á hagsmunum Skota. Að hennar mati sé ekki hægt ann- að en að halda atkvæðagreiðslu um sjálfstæði, annað þýddi ein- faldlega að verið væri að samþykkja útgöngu Skotlands úr Evrópu- sambandinu, þvert á vilja mikils meirihluta þjóðarinnar. Aðspurð sagði Sturgeon að hún teldi að Skot- ar myndu samþykkja sjálfstæði í nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu. Skoska þingið klofið Í þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálf- stæði Skotlands sem fram fór árið 2014 varð niðurstaðan sú að 45 prósent kjósenda vildu sjálfstætt Skotland en 55 prósent vildu áfram vera hluti af ríkjasambandi Bret- lands. Á þeim tíma var talað um að sú atkvæðagreiðsla væri einstök og yrði ekki endurtekin, í það minnsta ekki á næstunni. Forystumenn Skoska íhaldsflokksins og Skoska verkamannaflokksins hafa lýst því yfir að þeirra flokkar muni greiða at- kvæði gegn annarri þjóðaratkvæða- greiðslu. Samanlagt hafa þeir flokkar 54 þingmenn á skoska þinginu. Skoski þjóðarflokkurinn, sem Sturgeon leiðir, á hins vegar 63 sæti, tæpan meirihluta. Sturgeon sagði á blaðamannafundinum að hún teldi sig geta treyst á stuðning Græningja sem hafa 6 þingsæti og myndi það duga til að ná meirihluta. Bresk stjórnvöld lítt hrifin Í gær sendi Theresa May, forsætis- ráðherra Bretlands og formaður Breska íhaldsflokksins, frá sér yfir- lýsingu þar sem því var lýst að unnið væri að því að tryggja framtíðarsam- skipti við Evrópusambandið sem myndu uppfylla þarfir alls Bretlands. Fyrir aðeins tveimur árum hafi Skot- ar með afgerandi hætti kosið að vera áfram hluti af Bretlandi, í þjóðarat- kvæðagreiðslu sem skosk stjórnvöld hafi lýst yfir að ekki yrðu endurtekn- ar næstu áratugina. Fátt bendi til að skoska þjóðin vilji nú endurtaka leikinn. Ný þjóðaratkvæðagreiðsla mundi kljúfa þjóðina og valda ómældum vandræðum. Ekki var þó hægt að sjá á yfirlýsingunni að May hafnaði því að veita heimild fyrir slíkri atkvæðagreiðslu. Sturgeon sagði einnig á blaðamannafundin- um að hún teldi ekki líkur til þess. n Boðar þjóðaratkvæðagreiðslu Nicola Stur- geon, leiðtogi skosku heimastjórnarinnar, boðaði í gær að haldin yrði ný þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands. Mynd EPA Freyr Rögnvaldsson freyr@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.