Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2017, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2017, Síða 12
Vikublað 14.–16. mars 201712 Fréttir Erlent É g elska hreina glugga og mér fannst vinnan mjög skemmti- leg. Við byrjuðum efst og fikruðum okkur svo niður,“ segir gluggaþvottamaðurinn Alcides Moreno sem komst í heims- fréttirnar í desember árið 2007 þegar hann lenti í skelfilegu vinnu- slysi. Moreno var við vinnu ásamt bróður sínum við háhýsi í New York, Solow-bygginguna, þegar ósköpin dundu yfir. Þeir voru við 47. hæð hússins þegar vinnupallurinn gaf sig með þeim afleiðingum að þeir bræður féllu til jarðar. Yngri bróðir hans, Edgar, lést samstundis en þótt ótrúlegt megi virðast var Moreno enn með lífsmarki þegar hann var fluttur á sjúkrahús. Haldið sofandi í þrjár vikur BBC rifjaði þennan óhugnanlega atburð upp og ræddi við Moreno um lífsreynslu hans. Í umfjöllun BBC kemur fram að fáheyrt sé að einstaklingar lifi af fall af 10. hæð. En Moreno féll eins og áður greinir af 47. hæð hússins og slas- aðist býsna alvarlega; hann hlaut mikla og alvarlega höfuðáverka, rif- beinsbrot, fótbrot, handleggsbrot auk þess sem hann hryggbrotnaði. Honum var haldið sofandi á sjúkra- húsi í þrjár vikur eftir slysið. Á þeim tæpu tíu árum sem liðin eru frá slys- inu hefur Moreno þó náð undra- verðum bata. 144 metra fall Þessi dagur, 7. desember 2007, hófst í raun eins og aðrir dagar hjá þeim bræðrum. Þeir tóku lyftu upp á efstu hæð Solow-byggingar- innar og komu sér því næst fyrir á vinnupallinum. Þegar þeir voru til- tölulega nýbyrjaðir gáfu öryggis- festingar sig með fyrrgreindum afleiðingum. Talið er að fallið hafi verið 144 metrar en til samanburðar er Hallgrímskirkjuturn 74,5 metrar. Og útreikningar gáfu til kynna að yngri bróðir hans, Edgar, hafi verið á 190 kílómetra hraða þegar hann skall til jarðar. Moreno virðist hafa farið hægar þar sem honum tókst að skorða sig við vinnupallinn þegar slysið varð. Æðri máttarvöld? Í umfjöllun BBC kemur fram að Moreno hafi reynt að standa upp eftir slysið, en ekki haft erindi sem erfiði. Hann gekkst undir nokkrar aðgerðir, meðal annars uppskurð á höfði til að minnka bólgumyndun í heilanum. Fyrstu dagana eftir slysið var mjög tvísýnt um líf hans en þvert á allar væntingar náði Moreno bata. Dr. Herbert Pardes, forstjóri New York-Presbyterian-sjúkrahússins, sagði við blaðamenn á sínum tíma að það gengi kraftaverki næst að læknum hafi tekist að bjarga lífi Moreno. „Lífslíkur eftir fall af fjórðu hæð eru ekki ýkja miklar,“ sagði Glenn Asaeda hjá slökkviliði New York-borgar. „Þarna virðast æðri máttarvöld hafa gripið inn í,“ bætti hann við. Ýmsar vangaveltur Það var svo á jóladag árið 2007 að Moreno vaknaði á sjúkrahúsinu með eiginkonu sína, Rosario, sér við hlið. „Ég á mjög óskýrar minningar frá þessum tíma. Ég mundi ekkert eftir sjálfu fallinu og vissi ekki hvað hafði komið fyrir bróður minn,“ seg- ir hann við BBC. Vinnueftirlit New York-borgar komst að þeirri niðurstöðu að slys- ið hefði orðið vegna ófullnægjandi öryggisbúnaðar og vegna þess að festingar, sem halda áttu vinnupall- inum uppi, voru ekki rétt festar. Ýmsir sérfræðingar hafa velt vöngum yfir því hvernig í ósköp- unum Moreno lifði fallið af. Bróðir hans, Edgar, var staddur vinstra megin á pallinum þegar festingin þeim megin gaf sig. Hann féll rak- leitt niður og gat enga björg sér veitt. Moreno var hins vegar stadd- ur hægra megin á pallinum og tókst að skorða sig við hann þegar hann féll til jarðar. Hann féll því til jarð- ar með pallinum og hefur því verið velt upp að pallurinn sjálfur hafi tekið á sig mesta höggið. Þá geti verið að pallurinn hafi rekist utan í bygginguna á leiðinni niður og þannig hafi dregið úr hraða hans. Hvað sem öllu því líður er Moreno á lífi á dag og fyrir það er hann þakk- látur. Þakklátur fyrir að geta gengið Þeir bræður voru nánir en þeir fluttu til Bandaríkjanna frá Ekvador á sínum tíma. Í viðtalinu við BBC segir hann að það hafi verið sér mikið áfall að missa bróður sinn. Þeir bjuggu saman um tíma og áttu sameiginleg áhugamál, auk þess að vinna saman. Moreno, sem er 46 ára, býr í dag ásamt fjölskyldu sinni í hitanum í Phoenix í Arizona. Hann á fjögur börn, þar af eitt sem kom í heim- inn árið 2016. Hann segir að ef hann gæti myndi hann starfa við glugga- þvott – en slysið varð til þess að hann þurfti að snúa sér að annarri vinnu. „Ég er ekki sami maður og ég var. En, þökk sé Guði, ég get gengið. Það er kraftaverk.“ n Nánir bræður Edgar og Moreno voru mjög nánir. Þeir deildu sömu áhugamálum, bjuggu saman um tíma auk þess að vinna saman. Maðurinn sem er gangandi kraftaverk Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Með eiginkon- unni Það gengur kraftaverki næst að Moreno sé á lífi. Hátt fall Bræðurnir voru við 47. hæð hússins þegar ósköpin dundu yfir. Talið er að fallið hafi verið um 144 metrar. n Alcides Moreno lifði af fall af 47. hæð n Tæplega tvöföld hæð Hallgrímskirkju

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.