Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2017, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2017, Síða 14
Heimilisfang Kringlan 4-12 4. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7000 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 14 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Gerðu daginn eftirminnilegan Kökulist | Firði Hafnarfirði og Valgeirsbakarí | Hólagötu 17 í Reykjanesbæ Bakarameistari & Konditormeistari Skoðaðu tertuúrvalið á heimasíðunni www.kokulist.is Vikublað 14.–16. mars 2017 Það var löngu orðið tímabært að aflétta höftum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson um aðgerðir stjórnvalda. – Facebook Hinir vammlausu Össur Skarphéðinsson sannar enn að hann er með skemmtilegri pennum. Í Facebook-færslu sinni sem hefur yfirskriftina Syndlausir Framsóknarmenn spyr hann: „Eru Elsa Lára, Sigmundur Davíð, Sigurður „okkar“ Hannesson og allir hinir vammlausu í Framsókn búin að gleyma 450 milljarða afslættinum sem þau gáfu vogunarsjóðunum með því að falla á einu augna- bliki frá samþykkt Alþingis um út- gönguskatt og taka í staðinn upp svokölluð „stöðugleikaframlög“?“ Framsóknarmennirnir sem hann beinir spjótum sínum að hafa gefið í skyn að ríkisstjórnin gangi erinda vogunarsjóða. Össur rifjar síðan upp hvernig tryllt gleði braust út í hópi kröfuhafa þegar þeir beygðu ríkisstjórn Sigmundar Davíðs til þeirrar niðurstöðu. Sigmundur og ofsjónir Annar vaskur pistlahöfundur, Björn Bjarnason, gerir viðbrögð Framsóknar við afnámi gjaldeyris- hafta að umtalsefni í pistli og segir: „Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son reynir nú að ná vopnum sínum og segir að hann hefði ekki samið við vogunarsjóði á þann hátt sem gert var í tengslum við afnám haftanna. Gefur hann sér einhverjar tölur í því sambandi en aðrir nefna aðrar tölur. Tæki hann af sér flokkspóli- tísku gleraugun áttaði hann sig á að hann sér ofsjónum yfir ábata vogunarsjóðanna.“ Maður er ekkert að leita eftir vorkunn Jóhann Berg Guðmundsson knattspyrnumaður reynir að jafna sig af meiðslum. – DV Ég var átta ára, ég treysti þér! Hjörleifur, sem var nauðgað af föður sínum í æsku, sendi honum bréf. – DV N ý ríkisstjórn, sem virtist ætla að verða helst til verklítil, hristi af sér slenið og aflétti höftum og er það vel gert. Sú gjörð er eðlilegt framhald af verk- um ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem rétt er að hrósa fyrir að hafa viðhaldið efna- hagslegum stöðugleika. Vonandi heldur núverandi ríkisstjórn jafn vel á spöðunum. Vantraust á stjórnmálamönnum er grasserandi hér á landi, líkt og svo víða annars staðar, en ósann- girni má ekki taka öll völd. Þjóðin er búin að vinna sig upp úr hruninu og þar lögðu stjórnmálamenn úr hin- um ýmsu flokkum sitt af mörkum til góðs. Það þarf hins vegar að halda áfram að standa vaktina svo ekki verði hér skyndileg kollsteypa sem veki verðbólgudrauginn til lífs á ný. Hin mikla styrking krónunnar hefur verið slæm fyrir útflutnings- atvinnugreinarnar en komið al- menningi vel. Fulltrúar ríkisstjórnar- innar hafa verið afskaplega duglegir að lýsa yfir áhyggjum vegna hinna vondu áhrifa sem styrking gjaldmið- ilsins hefur á þessar greinar. Að sama skapi hafa þeir ekki verið viðlíka dug- legir að tala máli hins almenna neyt- anda sem sannarlega á að njóta góðs af góðærinu. Auðvitað eiga hagur út- flutningsatvinnugreinar og hagur al- mennings í landinu að fara saman. Stundum er þó talað eins og þarna séu tveir hópar sem geti alls ekki náð saman þar sem hagsmunir þeirra séu svo ólíkir. Jafnvel má tala um vantraust almennings í garð atvinnulífsins. Það er til dæmis algengt að litið sé á talsmenn útflutningsat- vinnugreinanna sem full- trúa hins illa auðmagns og þeir taldir ófúsir að láta almenning njóta hagn- aðarins. Almenningur hefur líka sterklega á tilfinningunni að stjórnmálamennirnir vilji hygla sérhagsmunahópum á kostnað venjulegs fólks. Þetta er að hluta til stjórnmálamönnunum sjálfum að kenna, því í málflutningi sínum tengja þeir ekki nægilega saman hag almennings og atvinnugreina. Full- trúar útflutningsatvinnugreinanna mættu síðan muna að þeim yrði lítt ágengt án öflugs starfsfólks sem þeim er skylt að gera vel við. Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, mæltist vel eftir að tilkynnt var um afnám hafta. „Fyrst og fremst þurfum við að hafa í huga hagsmuni almennings í landinu og að hann standi heill eftir losun hafta,“ sagði hún. Þetta er hárrétt áhersla hjá Katrínu. Í málflutningi stjórn- málamanna gætir þess of sjaldan að þeir láti sig hag almennings varða. Fólk verður að finna að stjórnmála- mönnum standi ein- læglega ekki á sama um það. Það er ekki nóg að stjórn- málamenn muni bara eftir stór- fyrirtækjunum, þeir þurfa líka að muna eftir fólk- inu. n Að muna eftir fólkinu Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Myndin Útivinna Það virðist ætla að verða hlé á vorveðri síðastliðinna daga. Slydduhraglandi gerir vart við sig sem truflar þó ekki vinnandi fólk. mynD SiGtryGGur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.