Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2017, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2017, Side 24
Vikublað 14.–16. mars 201720 Menning H ugmynd kviknaði eftir að ég fór á námskeið um vinnslu leiksýninga í sögumannsstíl. Þar vorum við að vinna með sögur forfeðra og formæðra okkar. Ég fann sögu af því hvernig langamma mín og langafi kynntu- st og fóru að vera saman. Þá fór ég mikið að hugsa um hvernig allt virðist vera svo einfalt og auðvelt í gömlum ástarsögum – ólíkt því hvernig mér sýndist þetta vera í dag. Í kjölfarið fór ég að velta fyrir mér hvort þetta hefði í raun og veru verið svona auðvelt og hvort ástarsambönd hefðu þá breyst svona mikið í gegnum í tíðina,“ segir Jenný Lára Arnórsdóttir, leikkona og einn höfunda heimildasýningarinnar Elska - Ástarsögur Norðlendinga sem sýnd hefur verið við góðan orðstír í samvinnu við Menningarfélag Akur- eyrar. Sýningin er unnin beint upp úr viðtölum við fimm norðlensk pör, á mismunandi aldri, með mismunandi bakgrunn og lífsskoðanir, sem eiga það þó öll sameiginlegt að vera í far- sælum ástarsamböndum. Ásamt Jennýju leikur Jóhann Axel Ingólfsson í verkinu og það er Agnes Wild sem leikstýrir. Hvað lætur sambandið virka? „Eins og margir í kringum mig hafði ég verið að brasa við að vera í samböndum, og þau gengu mjög misvel hjá fólki. Svo er ég sjálf skiln- aðarbarn og hafði því aldrei verið með neina sérstaka fyrirmynd að samböndum sem virkuðu. Ég var því mikið að velta fyrir mér hvað það væri sem gerði það að verkum að ákveðin sambönd virkuðu en önnur ekki,“ segir Jenný. „Ég ákvað að leita að fólki í öllum aldurshópum, bæði eldra fólki sem hefur verið í sambandi í áratugi og ungum pörum um tvítugt – við þekkj- um öll einhver pör sem allir virðast vissir um að muni endast saman. Það var enginn sem bauð sig fram að fyrra bragði en ég fékk margar ábendingar. Ég hafði samband og ef fólk sam- þykkti að taka þátt fór ég í heimsókn og við spjölluðum um sambandið, allt frá upphafi og til dagsins í dag. Ég spurði um erfiðustu tímabilin í sam- bandinu, mestu gleðistundirnar og allt þar á milli. Við snertum á svip- uðum hlutum í öllum viðtölunum þannig að það eru ákveðnir þræðir sem tengja þau saman í sýningunni. Við byrjum á því að heyra hvernig pörin kynntust, heyrum svo um það erfiðasta sem þau hafa upplifað og svo framvegis.“ Þú segir að þú hafir verið að velta þessu fyrir þér vegna eigin erfiðleika með að tolla í samböndum. Komst þú að einhverju persónulegu í þessu ferli? „Fyrir svona þremur árum hélt ég vinnustofu hjá Leikfélagi Akureyrar, og þá byrjaði ég að vinna úr fyrstu viðtölunum fyrir alvöru. Þá fór ég að velta því fyrir mér hvað væri sameig- inlegt með þessu fólki. Það var þarna sem ég komst að því að ég sjálf væri líklega ekki nógu þolinmóð í sam- böndunum,“ segir Jenný Lára og hlær. Þolinmæði, svigrúm og traust „Mér fannst allir eiga það sameigin- legt að þeir sýndu þolinmæði, fólk gaf hvert öðru svigrúm og leyfði hinum aðilanum að vera hann sjálfur. Svo er traust auðvitað alltaf mikilvægt,“ segir hún. „Að velta þessu fyrir mér breytti miklu fyrir mig persónulega því þremur mánuðum seinna hitti ég manninn minn – og við erum ennþá saman í dag.“ Eitt af því sem þú sagðist hafa verið að velta fyrir þér er hvort ástarsam- bönd hafi á einhvern hátt verið ein- faldari á tímum langömmu þinnar og langafa. Komstu að einhverri niður- stöðu hvað það varðar? „Ég held að þau hafi ekki verið einfaldari, en það er eins og fólk hafi kannski verið meira tilbúið til að tak- ast á við vandamálin, frekar en að hlaupa bara í burtu frá þeim.“ Sýningin fékk góðar undirtektir þegar hún var sýnd í nóvember í fyrra í Hofi og var því ákveðið að halda eina aukasýningu í Samkomuhúsinu á föstudag. „Viðtökurnar hafa verið mjög góð- ar. Þetta er algjör „feel-good“ sýning og áhorfendur ganga út með bros á vör og hamingju í hjartanu. Þótt þetta sé frekar tilraunakennt leikhús þá virðist þetta höfða til margra og okk- ur heyrist hinn almenni áhorfandi vera mjög ánægður. Hins vegar hefur ekki tekist að fá gagnrýnendur á sýn- inguna – það getur verið svolítið erfitt hér fyrir norðan, sérstaklega þegar maður er í sjálfstæðum leikhóp sem er bara að sýna í samstarfi við Leik- félagið.“ Elska - Ástarsögur Norðlendinga verður sýnt í Samkomuhúsinu á Akur eyri Laugardaginn 18. mars. n M enningarverðlaun DV verða veitt í 39. skipti við hátíðlega athöfn í Iðnó á morgun, miðvikudaginn 15. mars, klukkan 17.00. Boðið verður upp á léttar veitingar og tón- list. 45 verkefni, hópar og einstak- lingar sem sköruðu fram úr í menningarlífinu árið 2016 eru tilnefndir til verðlaunanna í níu flokkum; kvikmyndum, leiklist, dansi, tón- list, myndlist, arkitektúr, hönnun, bókmenntum og fræðum, en auk þess veitir forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sérstök heiðursverð- laun og lesendaverðlaun dv.is verða afhent. Enn stendur yfir net- kosning á dv.is þar sem lesendum gefst tæki- færi til að kjósa þá tilnefningu sem þeim líst best á – sú tilnefning sem hlýtur flest atkvæði í netkosningunni sem lýkur á miðnætti hreppir lesendaverðlaun dv.is. Hægt er að skoða allar tilnefningarnar og taka þátt í kosningunni á www. dv.is/fbkosning/menningarverdlaun- dv-2016 n Menningarverðlaun DV afhent í Iðnó á morgun Níu flokkar, lesendaverðlaun og heiðursverðlaun Lærði um ástina við gerð leikritisins n Jenný Lára Arnórsdóttir er hugmyndasmiður og aðalleikkona heimildaleikritsins Elska n Byggt á ástarsögum fimm norðlenskra para „Að velta þessu fyrir mér breytti miklu fyrir mig persónu- lega því þremur mánuð- um seinna hitti ég mann- inn minn – og við erum ennþá saman í dag Ást er … Jenný Lára og Jóhann Axel í hlutverk- um sínum í Elsku, en verkið er unnið upp úr raunverulegum ástarsögum fimm norðlenskra para. Mynd daníel StarraSon Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Mynd daníel StarraSon Eyravegi 23, Selfossi - S: 555 1314 - hannyrdabudin.is Póst-sendum um allt land Garn í sjöl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.