Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2017, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2017, Qupperneq 32
Vikublað 14.–16. mars 2016 20. tölublað 107. árgangur Leiðbeinandi verð 554 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Álftarárás á Álftanesi? Svala hrósar happi n Svala Björgvins stóð uppi sem sigurvegari í Söngvakeppni Sjónvarpsins síðastliðið laugar- dagskvöld en hún flutti þá lag- ið Paper af miklu öryggi. Svala greindi frá því á Facebook-síðu sinni á mánudag að hún hrósaði happi yfir að keppnin fór fram um helgina en ekki á mánu- daginn. Ástæðan var sú á mánu- dagsmorgun vaknaði hún „með stærstu bólu ever á hökunni“. Hefði bólan látið sjá sig á laugar- daginn væri hætt við að hún hefði stolið sviðsljósinu. Svala hef- ur ákveðið að nefna bóluna Nínu. Böðum túristana n „Ég var mögulega óvinsælasta manneskjan á Laugarvatni áðan þegar ég tók að mér endurgjalds- laust að fræða ferðamenn um baðvenjur áður en haldið er til laugar,“ segir Viktoría Hermanns- dóttir, fréttakona á RÚV, á Face- book og bætir við að átakið hafi ekki vakið mikla lukku. Hún hafi gert þetta tilneydd „enda er það ógeðslegast í heimi þegar fólk fer óbaðað ofan í.“ Vill Viktoría að ferðaþjónustan fari í átakið „Böð- um túristana.“ Annar fjölmiðla- maður, Jóhann Hlíðar Harðar- son, segir að Íslendingar kunni aðeins eina reglu og hún sé að baða sig áður en farið er í sund. „Aðrar reglur kunna þeir alls ekki; þeir kunna ekki að nota stefnuljós, þeir kunna ekki að aka á tveggja akreina götum, þeir kunna ekki að fara í rúllu- stiga, þeir eru alveg að læra að standa í biðröð, en af því að þeir kunna að baða sig í sundlaugum, þá finnst þeim svo roooosalega skrýtið að aðrar þjóðir heims kunni ekki þá reglu. Öðrum þjóð- um finnst skrýtið að Íslendingar líti á þessa reglu sem mikilvæg- ustu reglu alheimsins og virði ekki aðrar reglur.“ „KviKindið var Snar!“ Ísól Björk og tvö börn hennar urðu fyrir árás álftar á Álftanesi um helgina H ún gekk fyrst hægt að okkur en kom svo bara á fullri ferð,“ segir Ísól Björk Karls- dóttir í samtali við DV. Hún varð fyrir árás álftar þegar sem hún var á gangi með börnin sín á Álftanesi um helgina. Ísól greindi frá atvikinu á Facebook en álftir geta verið mjög grimmar. Börn Ísólar, fjögurra og fimm ára gömul, voru með í för og var þeim að sögn henn- ar mjög brugðið. „Þau urðu mjög hrædd, sérstaklega dóttir mín en álftin réðst mikið á hana.“ Álftir geta verið mjög varasamar við óðul eða unga sína en álftin verpir yfirleitt seint í apríl eða maí. Fullorðin álft er átta til tólf kíló að þyngd og hef- ur vænghaf upp á 2,2 til 2,4 metra. Ísól segir á Facebook að hún muni hugsa sig tvisvar um áður en hún stingi upp á því næst að fara með börnin í göngutúr til að skoða endurnar á tjörninni. Um hafi verið að ræða þá stærstu álft sem sögur fari af. „Hvæsandi og argandi, baðandi út vængjunum beit hún Rebekku í puttana og reif svo af henni húfuna. Kvikindið var snar!“ skrifar hún. Ísól segir að fleiri álftir hafi verið skammt hjá en aðeins þessi eina réðst til atlögu. Hún viðurkennir að atvikið sé svolítið hlægilegt, eft- ir á að hyggja, en að henni hafi ekki verið skemmt meðan árásin stóð yfir. n baldur@dv.is Hraust Ísól tókst að flæma álftina á brott eftir nokkra stund. Ásdís rán opnar umboðsskrifstofu E ins og flestir vita þá þarf all- ar týpur í sjónvarp og auglýs- ingar ekki bara „professional“ leikara eða módel. Þetta gef- ur fólki tækifæri til þess að sýna sjálft hæfileika sína,“ segir athafnakonan og fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdótt- ir en hún hefur nú kom- ið á laggirnar nýrri síðu, talentbook.is og hyggst leiða saman fagfólk og áhugafólk innan aug- lýsinga-, tísku- og kvik- myndageirans. Í samtali við DV segir Ás- dís að ekki sé beinlínis um hefðbundna umboðs- skrifstofu að ræða. „Þetta er hugmynd sem ég er búin að vera að vinna að og þróa síð- ustu mánuði. Þetta er ekki almenn umboðsskrif- stofa heldur frekar „casting tool“ eða gagnagrunnur af fólki á hinum ýmsu sviðum í auglýsinga-, tísku- og kvik- myndaheiminum. Þarna koma allir saman undir einu þaki og bjóða fram þjónustu sína og hæfileika, hvort sem það eru módel, leikarar, áhugaleikar- ar, fólk í auglýsingar, krakkar, fitness- og íþróttafólk, ljósmyndarar, förðunar eða hárgreiðslufólk eða skemmtikraftar. Fyrirtæki, leikstjórar og aðrir geta svo á fljót- legan og auðveldan hátt skráð sig og leitað að réttu andlitunum og öðru hæfileikafólki í sín verkefni, sett inn auglýsingar og leitað eftir fólki eða haft sam- band við meðlimi,“ segir Ásdís jafn- framt en hún rak áður um- boðsskrifstofu fyrir fyrirsæt- ur á Íslandi og í Svíþjóð og er því öll- um hnútum kunnug inn- an geirans. Hún segir síðuna ætlaða bæði áhuga- og fagfólki innan bransans og getur hver sem er stofnað þar að- gang. „Það eru flokkar fyrir áhugaleik- ara og fólk í auglýsingar sem koma að góðum notum fyrir þá sem eru að byrja og langar í reynslu. Fyrir lengra komna er þetta líka gott „exposure“ þar sem verður mikið af erlendum og innlendum aðilum að leita á síðunni. Á módelskrifstofum þá týnast oft margir í fjöldanum og fá ekki nægja athygli. Þannig að þetta er ekkert annað en frábært verkfæri fyrir alla í þessum iðnaði.“ Hún hyggst á næstu mánuðum byggja upp og þróa fyrirtækið og kveðst vonast til að fyrir tæki verði ófeimin við að nýta sér þjónustuna. „Það á eftir að taka sinn tíma þar sem þetta er allt sérhannað frá grunni og flókinn og mikill gagnagrunnur og tölvukerfi sem liggur að baki síðunni. En það á vonandi á eftir að koma að góðum notum fyrir sem flesta.“ n LJóSmynd/Saga Sig. mynd deniS mutLu auður Ösp guðmundsdóttir audur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.