Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2017, Síða 4
4 Helgarblað 29. september 2017fréttir
P
íratar eru eini íslenski
stjórnmálaflokkurinn sem
mun halda prófkjör í öll
um kjördæmum til þess að
ákveða hvernig frambjóðendum
verður raðað upp á lista flokksins.
Skammur tími er til stefnu fram
að kosningum og því treystu aðrir
flokkar sér ekki til þess að eyða tíma
sínum og orku í að skipuleggja um
fangsmikil prófkjör. Það sem gerir
Pírötum hins vegar kleift að efna til
prófkjörs er rafrænt kosningakerfi
þeirra sem nýtist vel í slík prófkjör
sem og til að kjósa um ýmsar til
lögur innan flokksins. Um leyni
legar kosningar er að ræða en svo
er þó ekki í raun. Slíkt er nánast
ógerningur þegar um tölvukerfi er
að ræða því einhver þarf að hafa
aðgang til þess að lagfæra mögu
legar villur eða bregðast við uppá
komum. Þeir sem hafa aðgang að
kerfinu geta séð hverjir eru bún
ir að kjósa og hvað þeir kusu. Þá
geta þessir aðilar breytt atkvæð
um flokksfélaga hugnist þeim það.
Þrátt fyrir það bera þeir Píratar,
sem DV hafði samband við, fullt
traust til kerfisins og segja það alls
ekki óöruggara en hefðbundnar
pappírs kosningar.
Allt hægt ef kunnáttan
er fyrir hendi
Höfundar kerfisins eru fimm,
Smári McCarthy, Helgi Hrafn
Gunnarsson og Björn Leví
Gunnarsson, sem allir hafa setið
eða sitja á þingi fyrir Pírata, og
Tómas Árni Jónsson og Bjarni
Rúnar Einarsson. Einn þeirra
staðfestir í skriflegu svari til DV að
kerfisstjórar hafi víðtækan aðgang
til að fikta við kerfið. „Þegar um er
að ræða kerfisaðgang að tölvum
þá geta viðkomandi einstaklingar
gert allt ef þeir hafa kunnáttuna til
þess,“ segir þingmaðurinn Björn
Leví Gunnarsson og einn höfunda
kerfisins. Hann segir að nýlega
hafi verið skipt um kerfisstjóra þar
sem fyrrverandi kerfisstjóri hafi
ákveðið að gefa kost á sér í próf
kjöri flokksins. Hann vísað á fram
kvæmdastjóra flokksins varðandi
betri upplýsingar um stöðu mála.
Að þessi möguleiki sé til staðar
hugnast ekki öllum. Einstaklingur,
sem vill ekki láta nafn síns getið,
fullyrðir að framkvæmdin sé ólýð
ræðisleg. „Þessi vafi gerir það að
verkum að kerfið er ónothæft. Það
er enginn að segja að þeir sem að
hafi þennan aðgang séu að aðhaf
ast neitt misjafnt. Að þetta sé hægt
gerir það að verkum að þetta fyrir
komulag á ekkert skylt við heiðar
legt kosningakerfi. Það liggur ekki
einu sinni fyrir hverjir það eru sem
hafa þennan aðgang og það skap
ar tortryggni milli þeirra frambjóð
enda, sem viti hverjir þetta eru, og
þeirra sem hafa ekki hugmynd um
það,“ segir viðmælandinn.
Einn kerfisstjóri og annar til vara
Í skriflegur svari frá Erlu
Hlynsdóttur, öðrum af fram
kvæmdastjórum Pírata, kemur
fram að á meðan kosning stend
ur yfir hafi enginn frambjóðandi
aðgang að þeim vélum sem hýsi
kosningakerfið. „Tveir kerfisstjórar
sjá til þess að bregðast við ef eitt
hvað skyldi fara úrskeiðis. Annar
þeirra er Bjarni Rúnar Einarsson,
tæknilegur ábyrgðarmaður kosn
inganna, hinn er Hrafnkell Brimar
Hallmundsson og er hann til vara
ef Bjarni skyldi forfallast,“ segir
Erla.
Sá varnagli er hins vegar sleginn
að allar aðgerðir kerfisstjóranna
eru rekjanlegar og því geti eftirlits
aðilar gengið úr skugga um að
ekkert misjafnt fari fram meðan á
kosningum stendur. „Það er haldið
utan um hugbúnaðinn sjálfan með
breytingastjórnunarkerfi sem heit
ir „git“. Það er því mjög auðvelt að
sjá hvort breytingar hafi verið gerð
ar á hugbúnaðinum miðað við þá
útgáfu sem er gefin út opinberlega,
hvenær þær breytingar hafi verið
gerðar og hvers eðlis þær eru,“ segir
Erla.
Að kosningunum loknum eru
atkvæði síðan gerð ónafngreinan
leg og þau geymd. „Það er því
hægt að endurtelja hvenær sem er
með þeirri hugbúnaðarútgáfu sem
menn kjósa,“ segir Erla enn fremur.
Aðspurð hvort að allir fram
bjóðendur í prófkjörum Pírata
séu meðvitaðir um hvaða einstak
lingar hafi aðgang að kosninga
kerfinu, segir Erla: „Þetta hefur
verið tilkynnt með óformlegum
hætti og allir áhugasamir um þess
ar upplýsingar hafa fengið þær.“
Frambjóðendur treysta kerfinu
DV heyrði hljóðið í nokkrum fram
bjóðendum flokksins í yfirstand
andi prófkjörum. Mjög misjafnt
var hvort frambjóðendur vissu
hverjir væru kerfisstjórar. Þrátt
fyrir það báru allir frambjóðendur
fullkomið traust til kerfisins.
„Ég þekki til þessara manna
sem eru kerfisstjórar og ég veit
að það er fræðilegur möguleiki
að fikta eitthvað við kerfið. Til
þess þarf aftur á móti mikla þekk
ingu, það er talsvert mikið ves
en og líkurnar á því að það hægi
á afgreiðslu eru það miklar að ég
hef hverfandi áhyggjur af þessu,“
segir Hans Jónsson, sem býður
sig fram í Norðausturkjördæmi.
Hans bendir á að í kosningum til
Alþingis séu innsigli og eftirliti
lengi verið ábótavant. „Að mínu
mati er þetta kosningakerfi okkar
Pírata að minnsta kosti jafn öruggt
og kerfið sem við treystum á við al
þingiskosningarnar,“ segir Hans.
„Þetta kosningakerfi fékk eld
skírn í fyrra þegar fara þurfti í aðr
ar kosningar í þessu kjördæmi út
af ásökunum um smölun og síðan
staðfestingarkosningar í kjölfarið
á því. Þá hefur það reynst Pírötum
vel við að kjósa um hin ýmsu mál
efni innan okkar raða,“ segir Ragn
heiður Steina Ólafsdóttir, sem
býður sig fram í Norðvesturkjör
dæmi. Hún gekk frekar nýlega til
liðs við flokkinn og þekkir ekki
til þeirra sem að hafa aðgang að
kerfinu. „Ég hef engar áhyggjur af
þessu og ber fullt traust til kerfis
ins. Ég efast ekki um að ég get auð
veldlega kallað eftir þessum upp
lýsingum,“ segir Ragnheiður. n
Kerfisstjórar geta breytt
úrslitum prófkjörs Pírata
n Ríkt eftirlit með aðgerðum kerfisstjóranna n Frambjóðendur treysta kerfinu
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
Björn Leví Gunnarsson Er einn af fimm
höfundum kosningakerfis Pírata.
Erla Hlynsdóttir Segir að mjög auðvelt
sé að sjá hvort breytingar hafi verið gerðar á
hugbúnaðinum.
Hans Jónsson Telur kerfið ekki síður
öruggt en hefðbundar pappírskosningar.
„Þegar um er að
ræða kerfis aðgang
að tölvum þá geta
viðkomandi einstaklingar
gert allt ef þeir hafa
kunnáttuna til þess.