Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2017, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2017, Síða 16
16 Helgarblað 29. september 2017fréttir F jórir þingmenn Viðreisnar og Pírata, með Pawel Bartoszek í fararbroddi, lögðu fram frum- varp um lögleiðingu kanna- bisefna sem vakið hefur töluverða athygli. Áður hafa Píratar lagt fram þingsályktunartillögur um afglæpa- væðingu kannabis, það er að ekki verði refsað fyrir vörslu neyslu- skammta. Þetta frumvarp, sem ekki var tekið á dagskrá á þessu þingi, gekk hins vegar mun lengra. Í frum- varpinu fólst að ræktun, sala og neysla kannabis yrði gerð lögleg, með vissum skilyrðum þó. Einungis yrði heimilt að selja efnin í sérstök- um verslunum sem mættu ekki hafa vínveitingaleyfi, ekki mætti auglýsa efnin og þau yrðu seld í látlausum umbúðum með viðvörun um skað- semi. Aldurstakmark til kaupa yrði 20 ár líkt og áfengiskaupaaldur- inn. Efnin yrðu skattlögð um 2.000 krónur á hvert gramm af virka efn- inu THC, hvort sem um væri að ræða hass, marijúana, kökur, te eða rafrettuvökva. n P awel sendi frumvarpið inn til nefndarsviðs í byrjun ágúst og bjóst þá við því að það yrði tekið á dagskrá en síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Fyrir þingrof sagði hann: „Núna hef ég raunhæfar væntingar um það. Við munum einungis semja um ákveðin mál hérna í þinginu sem sátt er um að klára og ég þykist vita að þetta mál sé ekki eitt af þeim.“ Hann býst þó fastlega við því að leggja það fram á ný nái hann endurkjöri í kom- andi alþingiskosningum. „Ég tel að þetta sé sú útgáfa af skaðaminnkun og afglæpavæð- ingu sem gengur best upp og þetta er sú skoðun sem margir eru að komast að.“ Nefnir hann sérstak- lega Kofi Annan, fyrrverandi að- alritara Sameinuðu þjóðanna, sem hefur barist fyrir þessari leið. „Leiðin til þess að snúa við blaðinu í þessu eiturlyfjastríði eru reglu- væddir og löglegir markaðir. Þetta eru þær forvarnaraðgerðir sem við vitum að virka hvað best þegar kemur að vímugjöfum eins og til dæmis áfengi, það er hátt verðlag, aldursmörk og aðgengi. Við get- um ekki stýrt neinu af þessu ef sala og framleiðsla er áfram í höndum svarta markaðarins.“ Þess vegna gangi afglæpavæðing ekki nógu langt. Pawel segist ekki hafa fengið mikið af viðbrögðum frá öðrum þingmönnum en töluverð utan úr samfélaginu. Hann telur þó að þetta frumvarp samrýmist stefnu Viðreisnar. „Það hefur ekki farið fram umræða um þetta innan Við- reisnar í heild sinni. Ég hef hins vegar unnið þetta mjög þétt með ungliðum flokksins og ég þykist vita að sá hluti grasrótarinnar fylgir mér nokkuð fast að málum.“ Hann lítur ekki á frumvarp- ið sem skref í átt að óskilyrtri lög- leiðingu kannabisefna í framtíð- inni. „Það er ekki það sem við erum að horfa til. Ég vil ekki að þetta verði selt í Hagkaupum, guð forði okkur frá því, ef við tölum um frjálsa sölu, til dæmis með hluti eins og kaffi sem er vægur vímu- gjafi. Þetta er ekki skref í átt til þess að kannabis verði selt eins og kaffi nema síður sé.“ Aðspurður segist Pawel sjálf- ur hafa prófað að reykja kannabis. „Já, ég hef gert það 2–3 sinnum en það er langt síðan. Áfengi er minn tebolli og ég neyti þess reglulega, sumir myndu segja of reglulega.“ H elgi Gunnlaugsson, pró- fessor í félagsfræði við Há- skóla Íslands, hefur gert rannsóknir á þessu sviði. Meðal annars skoðanakann- anir fyrir Félagsvísindastofnun árin 1997, 2002, 2013 og 2017 og aukningin er veruleg á þessu tímabili. Árið 1997 höfðu 18 pró- sent svarenda á aldrinum 18–67 prófað kannabisefni einhvern tímann á lífsleiðinni en nú er hlutfallið 35 prósent. Helgi tel- ur ástæðuna tvíþætta, annars vegar ótvíræða aukningu og hins vegar það að fólk sé óhræddara við að viðurkenna þetta. „Kanna- bis er komið meira inn í þessa flóru vímuefna sem fólk neytir og orðið viðurkenndara sem hluti af afþreyingarskammti þjóðarinn- ar.“ Við frekari greiningu má sjá að notkun kannabis er lang- mest í yngsta hópnum, 29 ára og yngri, þar hefur helmingur prófað. Einnig hafa nokkuð fleiri karlmenn en konur neytt efnis- ins. Um 10 prósent þjóðarinnar hafa neytt þess tíu sinnum eða oftar og 5 prósent hafa neytt þess á síðustu sex mánuðum. Eftir 40 ára aldur fer neyslan hverf- andi og mælist vart hjá hópnum eldri en 60 ára. Helgi segir að út frá þessu megi álykta að neyslan eldist af fólki. „Eldri aldurshóparnir hafa meiri áhyggjur af fíkniefnabrot- um og fíkniefnaneyslu. Þau hafa áhyggjur af börnunum sínum og barnabörnum. Þetta er ekki eins mikið hjá yngri kynslóðinni þar sem neyslan er stunduð. Unga fólkið hefur meiri áhyggjur af of- beldisbrotum og kynferðisbrot- um.“ Þetta leiði af sér að mun meiri vilji sé til að afglæpavæða kannabis í yngri hópunum á meðan þeir eldri gefi ekkert eftir. Helgi segir að þegar fólk er tekið með kannabis, jafnvel 0,1 gramm blandað í tóbak, fái það sekt upp á tugi þúsunda og geti lent á sakaskrá. Brotið helst á sakaskránni í þrjú ár og er að- gengilegt fyrir opinbera aðila í allt að tíu ár. Þetta hafi miklar af- leiðingar fyrir fólk þegar kemur að atvinnuleit, námsumsóknum og fleiru. Hann er þó ekki tilbúinn að kvitta upp á lögleiðingu á þess- um tímapunkti. „Ég held að við ættum frekar að vinna þessi mál í samstarfi við aðrar þjóð- ir, hinar Norðurlandaþjóðirnar og Evrópuþjóðirnar. Ég veit ekki hvort við séum tilbúin til að taka þetta skref ein og sér, þjóð sem er nýbúin að lögleiða bjór.“ Þ ann 2.–4. október verður haldin ráðstefna um fíkn, í tilefni 40 ára afmælis SÁÁ, á Hilton hótelinu. Þar verða málefni tengd kannabis og lögleiðingu þess rædd sérstak- lega á þriðjudeginum 3. október. Valgerður Rúnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ, segir samtökin hallast að afglæpa- væðingu. „Það er stefna SÁÁ að það eigi ekki að gera glæpamenn úr þeim sem eru veikir af fíkn. En ef aðgengi eykst, þá eykst neyslan. Aðgengi getur einnig breytt viðhorfi fólks þannig að það telji vímugjafann ekki varasaman. Hér eru vandamál með lögleg fíkni- efni, áfengi, tóbak og önnur lyf.“ Hún segir reglulega neyslu kannabis hafa mikil áhrif á starf- semi líkamans og heilans. „Reglu- leg notkun er líkamlega ávana- bindandi. Ef neytandi hættir skyndilega fær hann fráhvarf sem einkennist af svefntruflunum, kvíða, svita og fleiru. Það tekur taugakerfið langan tíma að jafna sig. Fólk ætti að geta jafnað sig vel þó að það séu til vísbendingar um langvarandi áhrif á vitræna getu og annað slíkt. Erfiðasta vanda- málið er hins vegar að sigrast á fíkninni sjálfri.“ Kannabis hefur verið mikið til umræðunni í tengslum við geð- sjúkdóma og ekki að ósekju. Val- gerður segir: „Kannabisreykingar tengjast mjög sterkt geðrænum einkennum. Þú getur verið með mikil einkenni sem líkjast alvar- legum geðsjúkdómum einungis vegna neyslunnar. Einkenni kvíða, athyglisbrests, ofsóknarbrjálæðis, óraunveruleikatilfinningar og jafnvel geðrofs. Síðan eru einnig tengsl við undirliggjandi geðsjúk- dóma, neysla kannabis getur auk- ið á einkennin og breytt þeim.“ Hún segir óreglulega notkun hafa minni áhrif en geti þó raskað þeim sem eru viðkvæmir fyrir. Helgi Gunnlaugsson „Kannabis er komið meira inn í þessa flóru vímuefna sem fólk neytir og orðið viðurkenndara sem hluti af afþreyingarskammti þjóðar- innar.“ Valgerður Rúnarsdóttir „Þú getur verið með mikil einkenni sem líkjast alvarlegum geðsjúkdómum einungis vegna neyslunnar.“ Pawel vill lögleiða kannabis: n Almennt viðurkenndari vímugjafi n Taugakerfið lengi að jafna sig „Vil ekki að þetta verði selt í Hag- kaupum, guð forði okkur frá því“ Afglæpavæðing gengur ekki nógu langt Tvöföldun á 20 árum Einkenni kvíða, ofsóknarbrjálæðis og geðrofs Pawel Bartoszek Hyggst leggja kannabismálið fram á ný nái hann endurkjöri á þing. Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.