Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2017, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2017, Side 17
Helgarblað 29. september 2017 fréttir 17 Stjórnmálaleiðtogar svara um kannabis 1. Mun ykkar flokkur styðja frumvarp Pawels Bartoszek eða sambærilegt frumvarp um lögleiðingu kannabis sem gæti komið fram? 2. Hver er ykkar stefna varðandi ræktun, sölu og vörslu kannabisefna? 3. Hefur þú prófað kannabis einhvern tímann á lífsleiðinni? Alþýðufylkingin Þorvaldur Þorvaldsson 1. „Ég hef ekki kynnt mér það nægilega vel en við höfum stutt tillögur um skaðaminnkun sem Píratar lögðu fram á sínum tíma.“ 2. „Fyrst og fremst að afglæpa­ væða neysluna en beita sér gegn dreifingu efnanna. Við munum hugsanlega móta ítar­ legri stefnu á næstunni.“ 3. „Nei, reyndar ekki. Ég kynntist þessu þegar ég var ungur maður og fannst þetta ekki áhugavert. Ég leiddi þetta hjá mér þegar ég lenti í slíkum að­ stæðum og lét mig hverfa.“ Björt framtíð Óttarr Proppé 1. „Ég styð afglæpavæðingu og skaðaminnkandi úrræði. Mér finnst þetta frumvarp ganga of langt eins og það er sett fram.“ 2. „Skaðaminnkandi úrræði eru mikilvæg og afglæpavæð­ ing er hluti af því að koma í veg fyrir einangrun neytenda kannabisefna.“ 3. „Já ég hef prufað kannabisefni þegar ég var yngri og bjó í Banda­ ríkjunum. Oftar en einu sinni en ekki mjög oft því ég var aldrei mjög hrifinn af þessu.“ Dögun Pálmey Gísladóttir 1. „Nei. Út frá heilbrigðissjónar­ miði myndi það ekki koma til greina af minni hálfu en ég get ekki talað fyrir alla.“ 2. „Þetta er fíkniefni, þetta er misnotað og það er mjög erfitt að koma á eftirliti með rækt­ un og sölu. Lögleiðing myndi sennilega telja fólki trú um að það yrði eftirlit með þessu en ég sé það ekki gerast. Misnotkun­ in myndi halda áfram og þjóðfélagið bíða skaða af.“ 3. „Nei, ég hef ekki gert það.“ Flokkur fólksins Inga Sæland 1. „Nei.“ 2. „Þetta varðar við lög. En aft­ ur á móti get ég ekki séð neitt því til fyrirstöðu að leyfa þeim sem eru taugasjúklingar eða alvarlega veikir að nýta sér lækningarmátt þessarar jurt­ ar. Við myndum vilja hafa þetta lyfseðilsskylt.“ 3. „Nei.“ Framsóknarflokkurinn Sigurður Ingi Jóhannsson 1. „Við höfum ekki tekið afstöðu til frumvarps sem við höfum ekki séð, það er hvernig það myndi líta út í raun og veru. Hluti forvarna er að horfa opnum aug­ um á vandann en okkar fyrsta skoðun er ekki sú að vandinn verði leystur með því að auka aðgengið.“ 2. „Þegar kemur að lýðheilsumálum, eins og til dæmis áfengismálum, þá höfum við talað fyrir því að það þurfi miklu meira fjármagn í fræðslu fyrir börn, unglinga og foreldra, og forvarnir. Við höfum lesið skýrslur og hlustað á sérfræðinga sem hafa bent á miklar afleiðingar aukningar kannabisneyslu á síð­ ustu árum, eins og til dæmis geðrof. Þetta hefur ekki ver­ ið rannsakað nóg.“ 3. „Nei, það hef ég ekki gert.“ Samfylkingin Logi Einarsson 1. „Við erum á móti lögleiðingu kannabisefna. Mér finnst það skrítin skilaboð, nú þegar birtist fjöldi frétta af ungu fólki sem glímir við geðræn vandamál vegna hassneyslu, að leggja þetta frumvarp fram núna.“ 2. „Við viljum milda refsistefnu þannig að refsing við vörslu neysluskammta sé ekki þung eða jafnvel engin. Fyrst og fremst þarf að leggja pening í forvarnir og við erum tilbúin að koma að mótun stefnu sem dregur úr notkun.“ 3. „Já, ekki oft.“ Píratar Birgitta Jónsdóttir 1. „Ég get ekki svarað fyrir þingflokkinn. Ég er ekki á leiðinni í framboð.“ 2. „Stefna Pírata í þessum málum er að þetta verði gert í áföngum og við viljum byrja á afglæpavæð­ ingu. Fólk lendir í vandræðum út af sakaskránni, til dæmis með að fá vinnu. Við erum á móti blóð­ sýnatöku á vinnustöðum og höfum lagt áherslu á að lögleiða lyfjahamp. Persónulega er ég hlynnt því að sem mest sé löglegt.“ 3. „Já, það hefur áður komið fram. Ég reykti kannabis þegar ég var unglingur en það fer mjög illa í mig. En ég er heldur ekki hrifin af áfengi. Mér finnst best að vera með skilningarvitin í lagi.“ Viðreisn Benedikt Jóhannesson 1. „Ég hef tekið þá prinsipp­ afstöðu að svara aldrei skoðana­ könnunum af þessu tagi. Þegar verið er að spyrja um þingmál þá svara ég því í þinginu.“ 2. „Ég man nú ekki til þess að það hafi verið sérstaklega fjall­ að um þessi mál í stefnuskrá flokksins.“ 3. „Nei.“ Sjálfstæðisflokkurinn Bjarni Benediktsson 1. „Nei, mér finnst algjörlega frá­ leitt að ræða þetta mál núna.“ 2. „Ég vísa í stefnu flokksins, við höfum ekki verið að leggja þetta til.“ 3. „Nei.“ Vinstri græn Katrín Jakobsdóttir 1. „Ég hef ekki lesið þetta frum­ varp en við höfum beitt okkur fyrir afglæpavæðingu en ekki lögleiðingu.“ 2. „Sú stefna að eiga við fíkni­ efnavandann með stríðstóni og harðri refsistefnu hefur beðið skipbrot. Við teljum mik­ ilvægara að horfa til afglæpa­ væðingar, en með lögleiðingu væri verið að taka málið talsvert lengra.“ 3. „Nei.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.