Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2017, Síða 49
fólk - viðtal 25Helgarblað 29. september 2017
ingunni náðu ekki framgangi
innan VR, mér var ýtt út í horn. Ég
sinnti stjórnarstarfinu með fullri
vinnu og var með stóra fjölskyldu.
Þetta tók á. Eftir átta ár fannst mér
kominn tími til að annaðhvort
hætta eða bjóða mig fram í for-
mannskjöri. Það væri svo félags-
manna að ákveða hvort þeir kysu
mig eða höfnuðu mér.“
Þú talar um pólitíkina sem var í
VR, hvernig var sú pólitík?
„Þarna tókust hægri öflin og
þau vinstri á. Þegar ég kom inn
í stjórnina árið 2009 hafði Krist-
inn Örn Jóhannes son fellt Gunnar
Pál Pálsson í formannskjöri. Mér
fannst alltaf mjög líklegt að Krist-
inn Örn hefði komið frá Samfylk-
ingararmi verkalýðshreyfingar-
innar án þess að hafa beinar
sannanir fyrir því. Mjög snemma
á kjörtímabili Kristins var hóp-
ur innan stjórnarinnar búinn að
stilla Stefáni Einari Stefánssyni
upp sem eftirmanni hans, þannig
að það var ljóst að það átti alltaf
að fara á móti Kristni. Síðan varð
formannskosning og Stefán marði
kjörið. Síðan hófst sami leikurinn
aftur og stuðningsmenn Ólafíu
Rafnsdóttur, sem sátu inni í stjórn-
inni og voru tengdir ASÍ og Sam-
fylkingunni, fóru að plotta gegn
Stefáni. Þar sem ég var á hliðar-
línunni var mér stundum boðið
að taka þátt í leiknum, eins og til
dæmis að koma Stefáni frá, en ég
tók ekki þátt í því.
Þegar ég bauð mig fram gegn
Ólafíu vonaðist ég til að úrslitin
yrðu tvísýn. Það var reyndar
enginn sem reiknaði með að Ólaf-
ía, sem er þaulvanur kosninga-
stjóri, myndi falla, menn töldu
að hún væri það sterk. En ég held
að hún hafi vanmetið aðstæð-
ur alveg gríðarlega. Hún vanmat
ekki bara mig heldur vilja fólks-
ins sem vildi breytingar. Það kom
mér nokkuð á óvart að sigra, ekki
síst með jafn miklum yfirburðum.
Þessi úrslit sögðu mér að það væri
eftirspurn eftir því sem ég væri að
gera.“
Ekki á leið í framboð
Það vakti athygli að þú skyldir
lækka laun þín um leið og þú varst
orðinn formaður VR.
„Það fyrsta sem ég gerði áður
en ég tók við var að fara á fund
launanefndar sem sér um kaup
og kjör og lækka laun mín um
300.000 krónur. Fyrir mér er mik-
ið prinsippmál að skammta sér
ekki meira en maður er tilbúinn
að skammta öðrum. Ef maður
getur ekki haft þau prinsipp í
þessari stöðu þá á maður að finna
sér eitthvað annað að gera.“
Ert þú ekki tengdur einhverjum
stjórnmálaflokki eða hreyfingum?
„Nei.“
Þú hefur verið orðaður við
Flokk fólksins og ert meðal ræðu-
manna á fundi þeirra um helgina.
„Ég hef talað á fundi
Sjálfstæðis manna í Kópavogi, hef
áður talað á fundi Flokks fólksins
og hef talað á fundi sósíalista og
hjá Alþýðufylkingunni. Ég mun
tala á öllum fundum sem ég er
beðinn um að koma á, sérlega ef
þeir eru pólitískir. Ég vil að bar-
áttumálin smitist inn í pólitíkina
þannig að þau komist til fram-
kvæmda.“
Ertu þá ekki á leið í framboð?
„Nei, það er alveg öruggt að
ég er ekki á leið í framboð. Ég
er í starfi þar sem verkefnin eru
æði mörg. Mér fyndist ég vera
að svíkja félagsmenn mína ef ég
myndi allt í einu hætta.“
Réttarkerfi ríka fólksins
Hvaða breytingar viltu helst sjá?
„Mér misbýður spillingin í líf-
eyrissjóðakerfinu og samspil at-
vinnulífs og verkalýðshreyfingar.
Verkalýðshreyfingin er peninga-
legt stórveldi. Þar eru hundruð
manns í vinnu við að semja um
kaup og kjör og það eru tugir
milljarða í sjóðum sem búið er
að stofna í kringum hreyfinguna.
Miðað við það hvernig staða fólks
er í dag þá finnst mér verkalýðs-
hreyfingin hafa svikið fólkið með
aðgerðaleysi sínu.
Það þarf að virkja slagkraft
verkalýðshreyfingarinnar. Ég hef
oft spurt: Af hverju dró verka-
lýðshreyfingin sængina upp fyrir
haus þegar sótt var hart að al-
menningi út af gengis- og vaxta-
málunum? Af hverju lagðist Gylfi
Arnbjörnsson gegn því að vísi-
talan yrði tekin tímabundið úr
sambandi eftir hrun til að hlífa
heimilunum? Ég mun aldrei fyrir-
gefa forystu ASÍ og forseta ASÍ
aðgerðaleysið gagnvart almenn-
ingi í landinu eftir hrunið.
Í eftirmála hrunsins hefur
það gerst að Íbúðalánasjóður er
að selja hundruð eða þúsundir
íbúða inn í leigufélög sem síðan
okra á fólki og henda því út ef það
er ekki tilbúið til að skrifa undir
hvað sem er. Þetta væri ekki hægt
nema vegna þess að mótstaðan
er engin. Þegar kemur að einum
stærsta húsnæðisvanda Íslands-
sögunnar þá eru menn að karpa
um pólitík á hraða snigilsins og
enginn tekur ákvörðun um að
gera eitthvað. Barnafjölskyldur
flytja á milli hverfa þrisvar til fjór-
um sinnum á jafnmörgum árum.
Fólk sem býr við húsnæðis-
óöryggi nær ekki endum saman.
Það lifir í kvíða og það eykur enn
á kvíðann þegar stjórnmálamenn
stíga fram og segja að hér sé góð-
æri og fordæmalaus kaupmáttur.
Þetta fólk á enga möguleika á að
taka þátt í góðærinu og þekkir
ekki þennan kaupmátt. Við vitum
öll hvaða áhrif það hefur á börn
að rífa upp rætur hvað eftir ann-
að.
Þegar fólk lendir í niðursveifl-
um eða áföllum í lífinu þá hefur
það ennþá minna úr að spila til
að verja sig eða sækja rétt sinn.
Sjúkrasjóður VR er kominn yfir
þolmörk og miklir peningar fara í
greiðslu sjúkradagpeninga vegna
örorku, þunglyndis og kvíða-
tengdra mála. Hjá starfsendur-
hæfingarsjóði sem verkalýðs-
hreyfingin rekur, er fordæmalaus
fjölgun mála sem snúa að kvíða
og þunglyndi. Af hverju? Það er
svo margt sem er að í okkar sam-
félagi. Mörg fyrirtæki standa illa
og fólk býr við atvinnuóöryggi,
veit ekki hvort vinnustaðnum
verður lokað á morgun eða hinn.
Það er ískaldur raunveruleiki að
fólk verður veikt og hefur ekki efni
á því.
Fólk er þremur afborgunum af
lánum eða leigu frá því að missa
húsnæði. Fólk er þremur launa-
seðlum frá fjárhagslegu þroti og
alvarleg veikindi geta leitt til sárr-
ar fátæktar. Þess vegna skiptir svo
miklu máli að við sem erum í betri
stöðu en þeir verst settu berjumst
fyrir þéttara öryggisneti fyrir okkur
öll. Við gerum okkur ekki grein
fyrir því hversu stutt er á milli hlát-
urs og gráts í þessum efnum fyrr
en við lendum í því sjálf.
Ég fæ ótal símtöl frá fólki
sem hefur verið að berjast við
tryggingafélög og bankana árum
saman. Alltaf er í boði að skrifa
undir og semja um versta dílinn.
Við erum með réttarkerfi sem er
réttarkerfi ríka fólksins. Ef þú ert
einstaklingur sem er ekki efnaður
og þarft að sækja rétt þinn þá
gengurðu ekki inn á lögfræðistofu
og borgar 20–25 þúsund kall fyrir
tímann. Þeir efnameiri hafa því
betri aðgang að réttarkerfinu en
þeir efnaminni.
Síðan erum við með þessi
kerfi, eins og almannatrygginga-
kerfið og lífeyrissjóðakerfið, sem
beinlínis læsa fólk inni í sárri
fátækt út af frítekjumörkum
og skerðingum. Það er búið að
svipta fólkið okkar sjálfsbjargar-
viðleitni, sem er ömurlegt. Við
eigum ekki að sætta okkur við
að vera með kerfi sem er ekki að
vinna fyrir okkur. Ég tala ekki um
að vera með kerfi sem við skiljum
ekki því það eru mjög fáir sem
skilja þetta kerfi.“
„mun aldrei
fyrir gefa forystu as͓
„Á Alþingi er
meirihluti
og minnihluti sem
eru hjarðir sem
fylgja fyrirfram
ákveðinni línu.
Mér finnst Alþingi
vera óvirkur
vinnustaður.
Ragnar Þór Ég fæ
ótal símtöl frá fólki sem
hefur verið að berjast
við tryggingafélög og
bankana árum saman.
MyndiR BRynja