Alþýðublaðið - 20.01.1925, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.01.1925, Blaðsíða 3
ALÞIf&UlLAmÐ ingunum, þá áttu beir, ef nokkru drengskÐpareðíi hefðl vetið tli að dreifa hjá þeim, að standa við Ioforð sfn, en ekkí reyna tii þesa að eyða þeim með fagur- mælgi og níyrkraverkum. Það íestist svartur blettur við þann mánn, sem brýtur Io orð sín, hversu auðvlrðileg sem þau ©ru, og í eyium hans hijómar a t af orðið gnðníöingur, Hafnfiizkir verkamenn! Risið sem einn maður gegn slíku ódrenglyndi. Látið ekkl orðið >heitrofi< festest vlð ía- iendinga. Vaknið til þess að sjá, að þið eruð teymdir sem asnar á eyr- unum út í svikaforað af lævís- legustu griðniðingum. Veritas. Sið landa sp. (Frh.) 20. Ut yfir Englaudshaf. Eiris og áíur er sagt, vildi ég haga ferðalagi mínu svo, að ég kæmi sem viðast og sæi sem flest án þess að tefja ferðina óhæfilega, og því var það, að ég lagði leið mína vestur til Englands frá Ham- borg. Gullfoss átti að fara frá Hull 17. september, og þar hugsaði óg mér að ná í hann. Eg tók mór því fari frá Hamborg til Grinssby með em>ku skipi, sem heitir >De-ws- bury< og er í íörum milli Eng- lands og meginlandsina í sambandi við járnbrautir Mið-Englands (Great Central Railway). Átti skip þetta að fará frá Hamborg klukkan þrjú síðdegis mánudaginn 15. septem- ber. Ég var mjög ánægður yfir þessu. því að með því móti myndi ég geta notið útsýnar í björtu niður eftir Elfinni, og klukkan tvö var óg albúinn til burtfarar á til- settum stað, en fékk þá að vita, að skipið færi ekki fyrr en klukk- an flmm, Ég varð því enn að eyða rúmurn tveim tímum í landi og hefði tekið því með jafnaðargeði út af fyrir s,ig. En þegar ég var kominn út í skipið klukkan fimm og búinn að inna af hendi öli lögskil við tollr og lög-gæzlu Hamborgara, fékk óg að vita, að það færi ekki fyrr en klukkan sjö, og þá var mór nóg boðið, því að þar með var búið að eyða fyrir mér til einskis fimm klukkustund- um, sem óg hefði ella getað notað mér til fróðleiks og skemtunar, ef mór hefði verið sagt rótt til um burtfarartíma skipsins, og i ofaná- lag var loku fyrlr það skotið, að óg gæti notið dagsútsýnar á sigl- ingunni niður eftir Eifinni, sem mór hafði verið sagh að væri mjög fögur í góðu veðri, og þenna dag var gott veður. Ea við þetta varð nú að sitja, þótt leiðinlegt væri að hanga þarna. Éað eitt bar skemti- legt við, að stýrimaður skipsins u í Hafnarfirðl ósk?j$t íbá<3, tvo til þrjú herbargi og ©idhús á □eðri hæð eða í góðu'o kjallara. Upp!. í Strandgötu 17 Hatnar- firði. ðtbreiðið Aiþfðubfaðið hwnr hm hið eruð og hwert ssm þ!ð feKl! varð í fullkomnum vandræðum, er hann vildi rita nafn mitt og þjóðerni í farþegaskrá skipsins. Moð nafnið gekk sæmilega, því að óg stafaði það fyrir honum, en þegar hann spurði um þjóbernið og óg sagðist vera íslenzkur, var hann alveg frá. >íslenzkur — hvað er það?< spuiði hann. >Frá íslandi.< >Hvað er ísland.< Nú vandaðist máiib. Ég er ekki til- takanlega sleipur í ensku, en reyndi þó að gera honum skiljanlegt, að ísland væri eyríki norðvestur í Atlantshafi, en hann gat ekki áltað sig á því. Alt í einu virtist eitthváð rifjast upp fyrir honum, og hann sagði:_iÓ! Pað er í Dan- mörku. Þór eruð danskur<. >Nei, íslenzkur<. >Sænskur þá<. >Nei. ísleDZkur<. >En norskur?< >Nei. Islenzkur<. >Jæja. Ég skil það ekki. Sktiflð þér það þá sjálfur,< og hann ýtti skránni til mín; ég skrifaði síðan með eigin hendi >icelandie< í þjóðernisdálkinn, en hann starði á mig og hristi höfuðiö. (Frh.) Edgar Rice Burroughs: Vilti Tarzan. Um nóttina lá hann undir bergskúta. í býti næsta dag’ hélt hann áfram, — gaf ser þó tíma til að veiða i matinn. E11 hann var frábrugðinn öðrum dýrum i þvi, að hann lá aldrei á meltunni. Skothriðin var hin sama fram undan. Hann veitti þvi athygli, að hún var áköfust i dögun og rótt eftir rökkurbyrjun, en á næturnar hætti hún. Á öðrum degi siðdegis rakst hann á hersveit á leið til vigstöðvanna. Svo var að sjá, sem hún hefði verið í ránsferð, þvi að hún rak með sér kvikfó, og svert- ingjar háru byrðar matvæla. Burðarmennirnir voru hlekkjaðir saman, og hermennirnir voru svertingjar i herklæðum Þjóðverja. Foringjarnir voru hvitir. Enginn sá Tarzan. Þó var hann hér 0g þar á meðal þeirra i tvær stundir. Hann athugaði merkið á búningum þeirra og sá, að það var ekkl hið sama og það, er hann tók af einum fallna hermanninum við bæ hans. Þá hélt hann leiðar sinnar. Hann hafði hitt Þjóðverja 0g eigi drepið þá. Það var þess vegna, að höfuðætlun hans var ekki sú enn þá; — fyrst og fremst varð hann að finna þann, sem myrti konu hans. Þaðan i frá ætlaði hann að stytta öllum Þjóðverjum aldur, er yrðu á vegi hans. Hann bjóst við, að þeir yrðu margir, þvi að hann ætlaði beinlinis að veiða þá, eins og villidýraveiðimenn veiða íuannætur, Þvt nær sem hann kom herstöðvunUm, þvi meira bar á hernunn Hann sá dráttarvélar og uxavagna og annað slíkt, er fylgir smáherjum, og særðir menn voru fluttir af vigvellinum. Hann hafði farið yfir járnbrautina fyrir nokkru og bjóst við, að þangað væru þeir fluttir og siðan til Tanga á ströndinni. Myrkt var, er fyrir honum urðu stórar herbúðir, faldar við rætur Par-fjalla. Þegar hann nálgaðist þær, varð hann þess var, að þeirra var illa gætt, og varðmenn- irnir voru litt varir um sig. Hann komst þvi lóttílega að tjaldabaki og hlustaði eftir, hvort hann yrði hvergi var morðingja konu sinnar. TIl skemtilestars þurfa allir sð kaupa »Tar*an œp gimsteinar Opar-borgar< og >Skógarsðgur af Tarzaiu xneð 12 myndum, — Fyrstu sögurnar enn fáanlegar. mmmmmmmmmwmmmmm

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.