Fréttablaðið - 26.10.2017, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 26.10.2017, Blaðsíða 14
799 kr.stk. Grasker, Halloween Verð áður 999 kr. stk. Grikk eða gott? - 20% Dreifing: Ýmus ehf. - Sími 5331700 Dalbrekku 2, 200 Kópavogur ymus@ymus.is - www.ymus.is Fyrirbyggjandi vörn gegn eyrnabólgu og nauðsynlegt fyrir þá sem eru með rör í eyrum eða viðkvæm eyru. Til í þremur stærðum. Njóttu þess að fara í sund / sjósund Verndaðu eyrun með Ear Band-It Ultra eyrnaböndum og eyrnatöppum Eignarhaldsfélagið Glitnir HoldCo fær hlutdeild í hagnaði íslenskra fjárfesta af sölu evrópska drykkja- framleiðandans Refresco Group samkvæmt afkomuskiptasamningi sem gerður var við félagið í vor. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Samningurinn var gerður gagngert vegna væntinga um að drykkjafram- leiðandinn yrði seldur í einu lagi. Íslenskir hluthafar í Refresco Group fá á þriðja tug milljarða króna í sinn hlut við yfirtöku fjárfestingar- sjóðanna PAI Partners og British Columbia Investment Managament Corporation á drykkjaframleiðand- anum. Þeir hafa hagnast ríkulega á fjárfestingu sinni í Refresco. Tilkynnt var um yfirtökuna í gærmorgun. Fjárfestingarsjóðirnir hyggjast kaupa allt hlutafé í drykkja- framleiðandanum fyrir um 20 evrur á hlut. Gert er ráð fyrir að kaupin gangi í gegn á fyrsta fjórðungi næsta árs. Ef tekið er mið af heildarkaupverði fjárfestingarsjóðanna á Refresco, sem nemur um 1,62 milljörðum evra, þá fær eignarhaldsfélagið Ferskur Hold- ing, sem er stærsti einstaki hluthafi Refresco með 14,53 prósenta eignar- hlut, 235 milljónir evra, eða sem nemur 29,2 milljörðum króna, í sinn hlut. Ferskur Holding er meðal ann- ars í eigu eignarhaldsfélagsins Stoða, áður FL Group, Kaupþings og dótturfélags Arion banka. Virði 8,9 prósenta eignarhlutar Stoða í Refresco – sem er í gegnum áðurnefnt félag, Ferskur Holding – var 12,7 milljarðar í lok síðasta árs, 15,8 milljarðar í lok júní- mánaðar en er 17,9 milljarðar miðað við samþykkt yfirtökugengi. Hefur hluturinn þannig hækkað um 41 prósent í virði frá áramótum. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá eignuðust e i n k a - Fær hlutdeild í hagnaði íslenskra fjárfesta Samkvæmt afkomuskiptasamningi fær eignarhaldsfélagið Glitnir HoldCo hlutdeild í hagnaði af sölu Refresco. Íslenskir hluthafar fá á þriðja tug milljarða króna í sinn hlut við yfirtökuna. Hafa hagnast ríkulega á fjárfestingu sinni. Refresco Group er eitt stærsta átöppunarfyrirtæki safa og gosdrykkja í Evrópu. FRéttablaðið/EPa Jón Sigurðsson, stjórnarmaður í Refresco 29,2 milljarðar króna er virði hlutar Fersks Holding í Refresco miðað við yfirtökugengi. hlutafélögin S121 og S122, sem eru í eigu tryggingafélagsins TM og hóps íslenskra fjárfesta, 50,2 prósenta hlut í Stoðum í apríl síðastliðnum. Keyptu þeir hlutinn af Glitni, sem var fyrir viðskiptin stærsti hluthafi Stoða, og nokkrum erlendum fjár- málastofnunum. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvað var greitt fyrir hlutinn, en miðað við gengi bréfa Refresco á hlutabréfamarkaðinum í Amst- erdam á þeim tíma þegar kaupin gengu í gegn er líklegt kaupverð um sjö til átta milljarðar króna. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins gerði fjárfestahópurinn sérstakan afkomuskiptasamning við Glitni HoldCo sem tryggði félaginu hlut- deild í framtíðarhagnaði af sölu Refresco. Var samningurinn gerður gagngert vegna væntinga um að drykkjaframleiðandinn yrði yfir- tekinn. Umsvifamiklir fjárfestingar- sjóðir hafa sýnt Refresco mikinn áhuga um nokkurt skeið. Eignarhlutur TM í Stoðum, sem metinn var á tæpa 1,8 milljarða króna í lok júnímánaðar, er lang- samlega stærsta fjárfestingareign tryggingafélagsins. Miðað við yfir- tökugengi Refresco er virði hlutarins nú um 2,2 milljarðar króna og má því ætla að gengishagnaður félagsins sé yfir 20 prósent á aðeins fáeinum mánuðum. Auk TM samanstendur fjárfesta- hópurinn af félögunum Helgafelli, Eini, Esjuborg og GGH. Helgafell er í jafnri eigu Bjargar Fenger, Ara Fenger og Kristínar Vermundsdóttur, en Jón Sigurðsson, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri FL Group, sem setið hefur í stjórn Refresco frá árinu 2009, stýrir fjárfestingum félagsins. Einir er fjárfestingarfélag Einars Arnar Ólafssonar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs, og þá er Esjuborg í jafnri eigu félaga Jóhanns Arnars Þórarins- sonar, stærsta eiganda veitingarisans FoodCo, og Örvars Kjærnested, fjár- festis og stjórnarmanns í TM. Einkahlutafélagið GGH er í eigu félaga sem tengjast Magnúsi Ármann, fjárfesti og fyrrverandi stjórnarmanni í FL Group, og föður hans, Ágústi Má Ármann. Fyrir utan félögin S121 og S122 eru Arion banki og Landsbankinn stærstu hluthafar Stoða. Arion banki á 16,4 prósenta hlut og Lands- bankinn 13,4 prósent, að því er fram kemur í árshlutareikningi Stoða. Þá á Íslandsbanki 1,7 prósent. Arion banki heldur enn fremur á 10,5 prósenta hlut í Fersk Holding í gegnum dótturfélag sitt EAB 1. Sá hlutur var metinn á 16,1 milljón evra, sem jafngildir tæpum tveimur milljörðum króna, í lok síðasta árs og er matið byggt á framlegð og EBITDA-margföldurum Refresco, að því er fram kemur í ársreikningi. Sé miðað við kaupverð sjóðanna á Refresco er virði eignarhlutar Arion banka í gegnum Ferskur Holding komið upp í 24,7 milljónir evra. Stoðir áttu lengi vel um 40 pró- senta hlut í Refresco, en eftir að fyrirtækið sameinaðist Gerber Emig í nóvember 2013 eignuðust Stoðir um þriðjungshlut í sameinuðu félagi. Félagið var skráð á hlutabréfa- markað í Amsterdam í mars 2015 og fór þá hlutur félagsins niður í um 16 prósent. Er hann nú um 8,9 prósent. kristinningi@frettabladid.is Alþjóðlega lánshæfismatsfyrir- tækið Standard & Poor’s (S&P) hækkaði í gær lánshæfiseinkunnir stóru viðskiptabankanna þriggja. Telur fyrirtækið horfurnar stöð- ugar. Endurspeglar það mat vænt- inga S&P um sterka fjárhagsstöðu bankanna. Í tilkynningu frá matsfyrirtækinu kemur fram að íslenskt efnahagslíf standi nú traustum fótum. Byggir hækkunin að mestu á batnandi rekstrarumhverfi íslenska banka- kerfisins í kjölfar afnáms gjald- eyrishafta og lækkandi skuldastöðu fyrirtækja og heimila. Er lánshæfismat bankanna – Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans – BBB+ til lengri tíma og A-2 til skamms tíma. H ö s ku l du r H . Ó l a f s s o n , bankastjóri Arion banka, segir hærra lánshæfismat rökrétt skref og fyllilega í takt við þá jákvæðu þróun sem hafi átt sér stað hjá bankanum. „Við finnum vel fyrir auknum áhuga erlendra fjárfesta, bæði á Arion banka og íslensku efnahagslífi, og mun hækkun lánshæfismats auka þann áhuga enn frekar,“ segir hann. – kij Hækkar lánshæfiseinkunnir íslensku viðskiptabankanna Hlutabréf í smásölufélaginu Högum hríðféllu um 7,8 prósent í verði í gær eftir að félagið birti uppgjör fyrir annan fjórðung rekstrarársins. Hag- fræðideild Landsbankans bendir á að uppgjörið hafi verið undir vænt- ingum, þá fyrst og fremst vegna hærri rekstrarkostnaðar, en ekki vegna minni sölu. Sala á fjórðungnum dróst saman um 12,6 prósent og nam 18.121 milljón króna en hagfræðideildin hafði reiknað með 13 prósenta sam- drætti. Þá var rekstrarkostnaður um 189 milljónum hærri en sérfræðingar bankans höfðu gert ráð fyrir og var því rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta um 112 millj- ónum undir spá bankans. – kij Uppgjör Haga undir væntingum maRkaðuRinn 2 6 . o k t ó b e r 2 0 1 7 F I M M t U D A G U r14 F r é t t I r ∙ F r é t t A b L A ð I ð 2 6 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :5 4 F B 0 5 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 1 0 -E 6 E 4 1 E 1 0 -E 5 A 8 1 E 1 0 -E 4 6 C 1 E 1 0 -E 3 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.