Fréttablaðið - 26.10.2017, Blaðsíða 14
799 kr.stk.
Grasker, Halloween
Verð áður 999 kr. stk.
Grikk
eða gott?
- 20%
Dreifing:
Ýmus ehf. - Sími 5331700
Dalbrekku 2, 200 Kópavogur
ymus@ymus.is - www.ymus.is
Fyrirbyggjandi vörn gegn eyrnabólgu
og nauðsynlegt fyrir þá sem eru með
rör í eyrum eða viðkvæm eyru.
Til í þremur stærðum.
Njóttu þess að fara
í sund / sjósund
Verndaðu eyrun með Ear Band-It Ultra
eyrnaböndum og eyrnatöppum
Eignarhaldsfélagið Glitnir HoldCo
fær hlutdeild í hagnaði íslenskra
fjárfesta af sölu evrópska drykkja-
framleiðandans Refresco Group
samkvæmt afkomuskiptasamningi
sem gerður var við félagið í vor. Þetta
herma heimildir Fréttablaðsins.
Samningurinn var gerður gagngert
vegna væntinga um að drykkjafram-
leiðandinn yrði seldur í einu lagi.
Íslenskir hluthafar í Refresco
Group fá á þriðja tug milljarða króna
í sinn hlut við yfirtöku fjárfestingar-
sjóðanna PAI Partners og British
Columbia Investment Managament
Corporation á drykkjaframleiðand-
anum. Þeir hafa hagnast ríkulega á
fjárfestingu sinni í Refresco.
Tilkynnt var um yfirtökuna í
gærmorgun. Fjárfestingarsjóðirnir
hyggjast kaupa allt hlutafé í drykkja-
framleiðandanum fyrir um 20 evrur á
hlut. Gert er ráð fyrir að kaupin gangi
í gegn á fyrsta fjórðungi næsta árs.
Ef tekið er mið af heildarkaupverði
fjárfestingarsjóðanna á Refresco, sem
nemur um 1,62 milljörðum evra, þá
fær eignarhaldsfélagið Ferskur Hold-
ing, sem er stærsti einstaki hluthafi
Refresco með 14,53 prósenta eignar-
hlut, 235 milljónir evra, eða sem
nemur 29,2 milljörðum króna, í sinn
hlut. Ferskur Holding er meðal ann-
ars í eigu eignarhaldsfélagsins Stoða,
áður FL Group, Kaupþings og
dótturfélags Arion banka.
Virði 8,9 prósenta
eignarhlutar Stoða
í Refresco – sem er í
gegnum áðurnefnt
félag, Ferskur Holding
– var 12,7 milljarðar
í lok síðasta árs, 15,8
milljarðar í lok júní-
mánaðar en er 17,9
milljarðar miðað við
samþykkt yfirtökugengi.
Hefur hluturinn þannig
hækkað um 41 prósent í
virði frá áramótum.
Eins og Fréttablaðið
hefur greint frá
eignuðust
e i n k a -
Fær hlutdeild í hagnaði
íslenskra fjárfesta
Samkvæmt afkomuskiptasamningi fær eignarhaldsfélagið Glitnir HoldCo
hlutdeild í hagnaði af sölu Refresco. Íslenskir hluthafar fá á þriðja tug milljarða
króna í sinn hlut við yfirtökuna. Hafa hagnast ríkulega á fjárfestingu sinni.
Refresco Group er eitt stærsta átöppunarfyrirtæki safa og gosdrykkja í Evrópu. FRéttablaðið/EPa
Jón Sigurðsson,
stjórnarmaður
í Refresco
29,2
milljarðar króna
er virði hlutar
Fersks Holding í
Refresco miðað
við yfirtökugengi.
hlutafélögin S121 og S122, sem eru í
eigu tryggingafélagsins TM og hóps
íslenskra fjárfesta, 50,2 prósenta
hlut í Stoðum í apríl síðastliðnum.
Keyptu þeir hlutinn af Glitni, sem
var fyrir viðskiptin stærsti hluthafi
Stoða, og nokkrum erlendum fjár-
málastofnunum.
Ekki hafa fengist upplýsingar
um hvað var greitt fyrir hlutinn,
en miðað við gengi bréfa Refresco
á hlutabréfamarkaðinum í Amst-
erdam á þeim tíma þegar kaupin
gengu í gegn er líklegt kaupverð um
sjö til átta milljarðar króna. Sam-
kvæmt heimildum Fréttablaðsins
gerði fjárfestahópurinn sérstakan
afkomuskiptasamning við Glitni
HoldCo sem tryggði félaginu hlut-
deild í framtíðarhagnaði af sölu
Refresco. Var samningurinn gerður
gagngert vegna væntinga um að
drykkjaframleiðandinn yrði yfir-
tekinn. Umsvifamiklir fjárfestingar-
sjóðir hafa sýnt Refresco mikinn
áhuga um nokkurt skeið.
Eignarhlutur TM í Stoðum, sem
metinn var á tæpa 1,8 milljarða
króna í lok júnímánaðar, er lang-
samlega stærsta fjárfestingareign
tryggingafélagsins. Miðað við yfir-
tökugengi Refresco er virði hlutarins
nú um 2,2 milljarðar króna og má því
ætla að gengishagnaður félagsins sé
yfir 20 prósent á aðeins fáeinum
mánuðum.
Auk TM samanstendur fjárfesta-
hópurinn af félögunum Helgafelli,
Eini, Esjuborg og GGH. Helgafell er í
jafnri eigu Bjargar Fenger, Ara Fenger
og Kristínar Vermundsdóttur, en Jón
Sigurðsson, fjárfestir og fyrrverandi
forstjóri FL Group, sem setið hefur
í stjórn Refresco frá árinu 2009,
stýrir fjárfestingum félagsins. Einir
er fjárfestingarfélag Einars Arnar
Ólafssonar, fyrrverandi forstjóra
Skeljungs, og þá er Esjuborg í jafnri
eigu félaga Jóhanns Arnars Þórarins-
sonar, stærsta eiganda veitingarisans
FoodCo, og Örvars Kjærnested, fjár-
festis og stjórnarmanns í TM.
Einkahlutafélagið GGH er í
eigu félaga sem tengjast Magnúsi
Ármann, fjárfesti og fyrrverandi
stjórnarmanni í FL Group, og föður
hans, Ágústi Má Ármann.
Fyrir utan félögin S121 og S122
eru Arion banki og Landsbankinn
stærstu hluthafar Stoða. Arion
banki á 16,4 prósenta hlut og Lands-
bankinn 13,4 prósent, að því er fram
kemur í árshlutareikningi Stoða. Þá
á Íslandsbanki 1,7 prósent.
Arion banki heldur enn fremur á
10,5 prósenta hlut í Fersk Holding
í gegnum dótturfélag sitt EAB 1. Sá
hlutur var metinn á 16,1 milljón
evra, sem jafngildir tæpum tveimur
milljörðum króna, í lok síðasta árs
og er matið byggt á framlegð og
EBITDA-margföldurum Refresco,
að því er fram kemur í ársreikningi.
Sé miðað við kaupverð sjóðanna á
Refresco er virði eignarhlutar Arion
banka í gegnum Ferskur Holding
komið upp í 24,7 milljónir evra.
Stoðir áttu lengi vel um 40 pró-
senta hlut í Refresco, en eftir að
fyrirtækið sameinaðist Gerber
Emig í nóvember 2013 eignuðust
Stoðir um þriðjungshlut í sameinuðu
félagi. Félagið var skráð á hlutabréfa-
markað í Amsterdam í mars 2015 og
fór þá hlutur félagsins niður í um 16
prósent. Er hann nú um 8,9 prósent.
kristinningi@frettabladid.is
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrir-
tækið Standard & Poor’s (S&P)
hækkaði í gær lánshæfiseinkunnir
stóru viðskiptabankanna þriggja.
Telur fyrirtækið horfurnar stöð-
ugar. Endurspeglar það mat vænt-
inga S&P um sterka fjárhagsstöðu
bankanna.
Í tilkynningu frá matsfyrirtækinu
kemur fram að íslenskt efnahagslíf
standi nú traustum fótum. Byggir
hækkunin að mestu á batnandi
rekstrarumhverfi íslenska banka-
kerfisins í kjölfar afnáms gjald-
eyrishafta og lækkandi skuldastöðu
fyrirtækja og heimila.
Er lánshæfismat bankanna –
Arion banka, Íslandsbanka og
Landsbankans – BBB+ til lengri
tíma og A-2 til skamms tíma.
H ö s ku l du r H . Ó l a f s s o n ,
bankastjóri Arion banka, segir
hærra lánshæfismat rökrétt skref
og fyllilega í takt við þá jákvæðu
þróun sem hafi átt sér stað hjá
bankanum.
„Við finnum vel fyrir auknum
áhuga erlendra fjárfesta, bæði
á Arion banka og íslensku
efnahagslífi, og mun hækkun
lánshæfismats auka þann áhuga
enn frekar,“ segir hann. – kij
Hækkar lánshæfiseinkunnir
íslensku viðskiptabankanna
Hlutabréf í smásölufélaginu Högum
hríðféllu um 7,8 prósent í verði í gær
eftir að félagið birti uppgjör fyrir
annan fjórðung rekstrarársins. Hag-
fræðideild Landsbankans bendir á
að uppgjörið hafi verið undir vænt-
ingum, þá fyrst og fremst vegna hærri
rekstrarkostnaðar, en ekki vegna
minni sölu.
Sala á fjórðungnum dróst saman
um 12,6 prósent og nam 18.121
milljón króna en hagfræðideildin
hafði reiknað með 13 prósenta sam-
drætti. Þá var rekstrarkostnaður um
189 milljónum hærri en sérfræðingar
bankans höfðu gert ráð fyrir og var
því rekstrarhagnaður fyrir afskriftir,
fjármagnsliði og skatta um 112 millj-
ónum undir spá bankans. – kij
Uppgjör
Haga undir
væntingum
maRkaðuRinn
2 6 . o k t ó b e r 2 0 1 7 F I M M t U D A G U r14 F r é t t I r ∙ F r é t t A b L A ð I ð
2
6
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:5
4
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
1
0
-E
6
E
4
1
E
1
0
-E
5
A
8
1
E
1
0
-E
4
6
C
1
E
1
0
-E
3
3
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
5
6
s
_
2
5
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K