Fréttablaðið - 26.10.2017, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 26.10.2017, Blaðsíða 2
Veður Vaxandi suðvestanátt í dag, víða kaldi síðdegis en allhvass vindur norðvestanlands. Skýjað um landið vestanvert, en bjartviðri austan til. Gengur í suðvestan hvassviðri eða storm norðan til í kvöld. sjá síðu 30 Grænar greinar á Skólavörðustíg Starfsmenn Reykjavíkurborgar voru í óðaönn að hengja upp jólaskraut þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði á Skólavörðustíg í gær. Ekki seinna vænna, enda styttist nú til jóla. Í dag eru aðeins 58 dagar þangað til hátíðin gengur í garð. Blessunarlega bíða galvaskir vinnumenn eins og þessir átekta þegar hátíðarnar nálgast og hjálpa okkur að finna jólaandann, enda lætur hann oft bíða eftir sér. Fréttablaðið/anton brink ÞÓR HF ÞÓR HF Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Vefsíða: www.thor.is HITABLÁSARAR Þessir einu sönnu gæða hitablásarar. Bjóðum úrval alvöru hitablásara bæði fyrir gas og diesel/steinolíu. Eigum líka hitastilla fyrir MASTER hitablásara. Viðurkennd viðgerða- og varahlutaþjónusta. Menntun Prófgögn í námi til lög- gildingar fasteigna- og skipasala við Háskóla Íslands, sem týndust í pósti í maí á leiðinni til Austurríkis, eru komin í leitirnar. Nemendur í áfanganum Fasteignakaupréttur og viðskiptabréfareglur hafa því fengið einkunn í áfanganum rúmum fimm mánuðum eftir að þeir þreyttu loka- próf. Fréttablaðið fjallaði um málið í lok júní og kom þá fram að gögnin hefðu ekki borist kennara námskeiðsins sem búsettur er í Austurríki. Þau voru ekki send sem rekjanlegur ábyrgðarpóstur og því ekki hægt að leggja mat á árangur nemenda og til- kynna um einkunnir í áfanganum. Nemendur sem blaðið ræddi við þá við töldu skólann hafa tekið sér of langan tíma til að komast til botns í málinu. Þeim hefði verið send stunda- skrá fyrir haustönn þó svo að ekki væri ljóst hvort þeir uppfylltu kröfu um fullnægjandi meðaleinkunn. Þeim var svo sendur tölvupóstur í gær um að prófin hefðu komið í leitirnar og kennarinn farið yfir þau. Hafa þeir nú val um hvort þeir vilji láta einkunn standa eða halda lokaeinkunninni „staðið“ sem þeir fengu þegar ekki hafði tekist að finna gögnin. – hg Prófin komin í leitirnar eftir klúður Bandaríkin Forsetaframboð Hill- ary Clinton og miðstjórn Demó- krata fjármögnuðu að hluta rann- sókn á tengslum Donalds Trump Bandaríkjaforseta við rússnesk yfirvöld. Afrakstur rannsóknarinnar varð umdeild skýrsla sem fylgismenn forsetans hafa kallað skáldskap en í henni er meðal annars fjallað um kynlíf forsetans með rússneskum vændiskonum. Demókratar réðu lögfræðistofuna Perkins Coie sem síðan réð rann- sóknarfyrirtækið Fusion GPS til þess að grafa upp upplýsingar sem gætu komið sér illa fyrir Trump. Fusion GPS réð Christopher Steele til þess að grafa upp upplýs- ingarnar. Áður hafði Steele unnið að því að grafa upp sambærilegar upplýsingar fyrir ónefndan Repúbl- ikana. – þea Fjármögnuðu Rússaskýrsluna dóMsMál Aðstandendur Arnars Jónssonar Aspar hafa kært til ríkis- saksóknara þá ákvörðun héraðs- saksóknara að fella niður rannsókn á hendur samferðamönnum Sveins Gests Tryggvasonar í heimsókn á Æsustaði í Mosfellsdal þann 7. júní síðastliðinn þar sem Arnar lést. Sveinn Gestur var einn ákærður fyrir alvarlega líkamsárás sem talin er hafa átt þátt í dauða Arnars en héraðssaksóknari felldi mál annarra sem fengu stöðu sakborninga í mál- inu niður 1. september síðastliðinn. Meðal þeirra sem fengu stöðu sakborninga í málinu auk Sveins Gests voru Jón Trausti Lúthersson og bræðurnir Marcin Wieslaw og Rafal Marek Nabakowski. „Það er verið að kæra þessa ákvörðun héraðssaksóknara og óska eftir því að ríkissaksóknari endurskoði hana,“ segir Þórhallur Haukur Þorvaldsson, hæstaréttar- lögmaður og réttargæslumaður ættingja Arnars. „Það hlýtur að blasa við að sá sem einn er ákærður hlýtur að byggja vörn sína meðal annars á þeim grundvelli að einhverjir aðrir hafi átt hlut að máli. Þess vegna töldum við mikilvægt að setja þessa kæru fram og láta á þetta reyna,“ segir Þórhallur aðspurður um ástæður þess að kæran er lögð fram. Í kærunni eru færð rök fyrir því að fleiri en Sveinn Gestur hafi gerst sekir um brot sem geti flokkast undir samverknað eða hlutdeild í þeirri líkamsárás sem Sveinn Gestur hefur verið ákærður fyrir og talin er hafa leitt Arnar til dauða. Sam- kvæmt ákvæðum almennra hegn- ingarlaga er það metið mönnum til refsiþyngingar hafi fleiri en einn framið refsivert brot í sameiningu. Hlutdeildarbrot getur einnig varðað sömu refsingu og aðalbrotið. Hafi hlutdeildin verið smávægileg má þó dæma vægari refsingu en lögð er við aðalbrotinu. Kæran var lögð fram 28. sept- ember síðastliðinn og ríkissak- sóknari hefur þrjá mánuði til að taka afstöðu í málinu. Niðurstaða hans getur orðið á þrjá vegu. Hann getur komist að þeirri niðurstöðu að málið hafi ekki verið rannsakað nægilega og fellt ákvörðun héraðs- saksóknara úr gildi á þeim forsend- um. Hann getur staðfest ákvörðun héraðssaksóknara og hann getur fellt ákvörðun héraðssaksóknara úr gildi og lagt fyrir hann að gefa út ákæru í málinu. Sjaldgæft er að hinu síðastnefnda sé beitt en dæmin eru þó til. Í júlí síðastliðnum fól ríkissaksóknari héraðssaksóknara að gefa út ákæru í nauðgunarmáli sem héraðssak- sóknari hafði áður fellt niður. adalheidur@frettabladid.is Fleiri ákærur vegna dauða Arnars Aspar mögulegar Ríkissaksóknari hefur til skoðunar ákvörðun héraðssaksóknara um að ákæra ekki aðra sakborninga en Svein Gest Tryggvason vegna dauða Arnars Aspar. Kæra réttargæslumanns ættingja Arnars er grundvöllur endurskoðunarinnar. Jón trausti er einn þeirra sem sátu í gæsluvarðhaldi vegna málsins. ríkissak- sóknari skoðar ákvörðun um að ákæra ekki fleiri. Fréttablaðið/Eyþór Prófin týndust fyrir fimm mánuðum þegar þau voru send til austurríki. Fréttablaðið/Eyþór Viljum tryggja að málsmeðferðin brotni ekki á því að Sveinn Gestur hafi ekki verið einn að verki. Þórhallur Haukur Þorvaldsson, hæstaréttar- lögmaður 2 6 . o k t ó B e r 2 0 1 7 F i M M t u d a G u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð 2 6 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :5 4 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 1 0 -D 8 1 4 1 E 1 0 -D 6 D 8 1 E 1 0 -D 5 9 C 1 E 1 0 -D 4 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.