Fréttablaðið - 26.10.2017, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 26.10.2017, Blaðsíða 52
Öll viljum við jú breytingar. Staðreyndin er þó sú að þeir sem fara með umboðið eftir kosningadag, kjörnir fulltrúar í lýðræðisríki, hafa minna vald en hver kann að halda, sama hverju þeir kunna að ljúga að ykkur, enda svífandi, ósýnileg, alltumlykjandi hendi markað- arins, hvatvísinnar, mannlegrar skammsýni, græðgi og óreiðu það afl sem kemur til með að ráða för og, jú, treysta taumhald sitt enn frekar á heimsbyggðinni og steypa okkur öllum til glöt- unar. Á hverjum degi erum við nær glötun en samt höldum við í vonina – við þráum breytingar eins og barnið þráir mjólkina eða eins og hundur, hundskvikindi, sem étur hvað sem það finnur. Étur eins og það getur, meira og meira og belgist út hugsanalaust uns það hefur ekki undan sínu eigin ofáti og deyr aumkunarverðum dauða þar sem það liggur við dallinn og slefar. Og það sér ekki á dallinum því næsta dýr er mætt til að éta úr honum uns það fellur á hliðina og deyr sama aumkunarverða dauðdaga og annar hundur og annar og að endingu sjáum við ekki lengur dallinn fyrir hundshræjunum sem hafa hrúgast upp í kringum hann og alltumlykj- andi höndin sem skammtar fóðrið hellir ekki lengur í dallinn heldur grefur sín eigin afkvæmi, hrúgu á hrúgu ofan.“ Að endingu segir „setjum X við X“ en svo virðist sem Svikamylla ehf. standi um þessar mundir fyrir kosningabaráttu til að vekja athygli á „ósýnilegum, allsráðandi hunds- hræjadansi fulltrúalýðræðisins“ eins og segir í tilkynningunni. stefanthor@frettabladid.is Heilsan okkar Ragnhildur Guðrún Finnbjörnsdóttir, umhverfis- og auð- lindafræðingur og doktor í lýðheilsu- vísindum, svarar heilsuspurning- um lesenda. Þegar stjórnvöld hvöttu almenning til að keyra frek-ar á dísilbílum en bensín- knúnum, fyrir um áratug, er eitt þekktasta dæmi þess að nauð- synlegt er að skoða umhverfis- mál í víðu samhengi. Skattar voru lækkaðir á dísilolíu og dísil- knúnar bifreiðar til að hvetja til minni losunar á koldíoxíði í andrúmsloftið en koldíoxíð er gróðurhúsalofttegund. Losun gróðurhúsalofttegunda veldur loftslagsbreytingum á jörðinni sem leiða til súrnunar sjávar, veð- urfarsbreytinga, bráðnunar jökla, hækkunar sjávarborðs, röskunar vistkerfa ásamt fleiri neikvæðum áhrifum. Ísland hafði sett sér markmið um losun gróðurhúsaloftteg- unda og lækkun skatta á dísil var gerð til að ná því markmiði. Það sem menn voru ekki undirbúnir fyrir var að svifryk og köfnunar- efnisoxíð í andrúmsloftinu jókst eftir breytingarnar. Með því að minnka losun gróðurhúsaloft- tegunda vegna bruna bensíns varð okkur þannig ljóst að losun annarra óæskilegra efna jókst við aukinn bruna á dísilolíu en dísilbílar losa allt að hundraðfalt meira af svifryki og köfnunar- efnisoxíði heldur en bensínbílar. Svifryk og köfnunarefnisoxíð eru ekki gróðurhúsalofttegundir heldur menga þau andrúmsloftið í kringum okkur og rannsóknir hafa sýnt að þessi efni hafa heilsu- spillandi áhrif á mannfólkið. Sem dæmi má nefna að aukin svif- ryksmengun leiðir til fleiri heim- sókna og innlagna á spítala vegna hjarta-, æða- og lungnasjúkdóma auk þess sem efnið hefur verið tengt við hærri dánartíðni. Vegna þessa þarf val hvers og eins á orkugjafa bifreiðar að byggjast á eigin sannfæringu. Viltu minnka losun gróður- húsalofttegunda eða mengun í andrúmsloftinu? Eða viltu velja umhverfisvænni kost á borð við rafknúna bifreið eða tvinnbíl? Lesendum er bent á að senda sérfræðingum okkar spurningar tengdar heilsu og lífsstíl á heilsanokkar@frettabladid.is. Hvort er betra fyrir umhverfið að keyra bensín- eða dísilbíl? Niðurstaða: Bæði bensín- og dísilbílar eru slæmir fyrir umhverfið. Því þarf hver og einn að taka ákvörðun út frá sinni eigin sannfæringu. Sem dæmi má neFna að aukin SviFRykSmenGun leiðiR til FleiRi HeimSókna oG innlaGna á Spítala veGna HjaRta-, æða- oG lunGna- Sjúkdóma auk þeSS Sem eFnið HeFuR veRið tenGt við HæRRi dánaRtíðni. Laugardaginn 28. október ganga Íslendingar til kosninga en á skemmti-staðnum Húrra verður boðið upp á Neysluvöku þar sem fram koma Hat- ari, Cyber, Kuldaboli og russian.girls í tilefni útgáfu fyrstu EP-plötu Hatara sem einmitt nefnist Neysluvara. Að viðburðinum stendur fyrirtækið Svikamylla ehf. Blaðamaður hafði samband við félagið til að grennslast fyrir um hvernig Neysluvaka væri frá- brugðin hefðbundinni kosninga- vöku og fékk eftirfarandi tilkynn- ingu til baka frá ónafngreindum talsmanni Svikamyllu ehf.: „Nú í aðdraganda kosninga er mikilvægara en nokkru sinni að hver og einn taki upplýstar ákvarðanir, setji sig eftir fremsta megni inn í umræðu og málefni líðandi stundar, og nýti umboð sitt með hreinni samvisku. Þá skiptir ekki síður máli, að þeir sem taka við keflinu frá kjósendum nýti umboð sitt af heilindum, gangi til starfa með almannahag fyrir brjósti og missi ekki sjónar á þeim gildum, sem þeir lögðu upp með í kosningabaráttu. neysluvara til sölu á neysluvöku Neysluvakan er í boði svikamyllu ehf. sem hvetur fólk til að setja X við X. svo virðist sem svikamylla ehf. standi fyrir kosningabaráttu um þessar mundir. Svikamyllu ehf. Hljómsveitin Hatari gefur út sína fyrstu EP-plötu á laugar- daginn næstkom- andi. Sveitin mun koma fram á Neyslu- vöku sama dag með Cyber, Kuldabola og russian.girls. Bak við viðburðinn er hið dularfulla félag Svikamylla ehf. Uppáhaldslagið þessa stundina? Núna er ég með Want you back með HAIM á repeat, þær eru svo fáránlega miklir töffarar þessar systur! Best lag allra tíma? Svo stór spurning! Mér finnst Earth Song með M.J. eitt fallegasta lag allra tíma, reyndar bara allt með honum hann er á einhverju öðru leveli með lög og söng, hann spilaði ekki einu sinni á hljóð- færi! Lagið sem festist mest á heilanum? Hvolpa- sveitarlagið! lagið Karitas Harpa Davíðsdóttir 2 6 . o k t ó b e r 2 0 1 7 F I M M t U D A G U r40 l í F I ð ∙ F r É t t A b l A ð I ð Lífið 2 6 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :5 4 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 1 0 -F A A 4 1 E 1 0 -F 9 6 8 1 E 1 0 -F 8 2 C 1 E 1 0 -F 6 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.