Fréttablaðið - 26.10.2017, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 26.10.2017, Blaðsíða 32
Heidi Klum býður alltaf rjómanum af Hollywood til veislunnar sem haldin er 31. október ár hvert og að sjálfsögðu mæta allir í sínum bestu búningum. Sjálf hefur Heidi látið hafa eftir sér að það sé hrekkjavaka allt árið heima hjá henni og hún leggur gríðar- lega mikið upp úr því að búning- arnir hennar séu sem glæsi- legastir og frumlegastir. Hún hefur alltaf haldið búningnum sínum vandlega leyndum fram á síðustu stundu svo nú bíða margir óþreyjufullir til þriðju- dags þegar kemur í ljós hvaða búningur verður fyrir valinu hjá hrekkjavökuflipparanum Heidi. Þangað til er gaman að rifja upp nokkur af gervunum sem hún hefur tekið á sig gegnum tíðina. Fyrsta hrekkjavökuveislan var haldin aldamótaárið 2000 og þá mætti Heidi hin ljóshærða og ljósa yfirlitum sem svarthærð og svartklædd goth-draugadíva. Árið eftir var hugmyndaflugið og þorið meira en þá heiðraði Heidi hina frægu lafði Godivu sem reið hesti berrössuð gegnum þorp sitt á elleftu öld. Árið eftir var það teiknimyndahetjan Betty Boop og svo tóku við gullin gyðja, rauðhærð norn og vampíra. 2006 þurfti að fela óléttubumbu og Klum gerði það í eplabúningi sem snákur hringaði sig um og var þar með orðin hinn eini sanni forboðni ávöxtur. Árið eftir var hún kisa og þar á eftir blá, mikilfengleg og margarma hindúagyðjan Kali. Hjónin Klum og Seal voru svo tveir hrafnar árið 2009 sem okkur á norður- slóðum finnst ekki erfitt að þekkja sem Hugin og Munin þótt eitthvað hafi verið rætt um krákur og Edgar Allan Poe og árið eftir tók hún á sig gervi hinna vinsælu umskiptinga eða Transformers. 2011 var anna- samt ár hjá Klum en þá hélt hún tvö hrekkjavökuboð. Í öðru voru hún og Seal persónur úr Apa- plánetunni en í hinu mátti sjá Klum húðlausa á sjúkrabörum í búningi sem sýndi fullkomlega vöðvabyggingu mannsins. Árið 2012 var hrekkjavöku- gleðinni aflýst vegna ham- faranna í kjölfar fellibylsins Sandy en Klum sýndi samt búninginn sem var mikilfengleg Kleópatra. 2013 lét hún svo elda sig, þó ekki í potti heldur með hjálp förðunarfræðinga sem bættu um fjörutíu árum við aldur hennar. Árið eftir reis hún úr öskustónni sem ægifagurt fiðrildi og þar á eftir var það önnur teiknimyndapersóna sem fékk heiðurinn af Heidi Klum, nefnilega Jessica Rabbitt, eigin- kona Kalla kanínu. Í fyrra þótti Heidi Klum svo slá allt út með gjörningi en þá var risastórum kassa með áletruninni Made in Germany komið fyrir fyrir utan partístaðinn. Þegar kassinn var opnaður komu í ljós sex Heidiar Klum enda hét búningurinn Klón. Einhverjum þótti erfitt að greina þá einu réttu frá hinum en aðrir sögðu að eftirmyndirnar fimm væru eins og barbídúkkur af Barbru Streisand. Hvað sem því líður má ætla að Heidi Klum sé einmitt á þessari stundu að leggja síðustu hönd á eitthvert stórkostlegt búningalistaverk og það verður sannarlega spenn- andi að sjá hvað það verður. Kali, api, fiðrildi og klón Fyrirsætan og leikkonan Heidi Klum heldur heimsins frægustu hrekkjavökupartí og búningar henn- ar vekja heimsathygli enda færustu hönnuðir og förðunarfræðingar kallaðir til gervagerðarinnar. Árið 2008 hrundi fjármálakerfi heimsins og Heidi Klum brá sér í gervi refsigyðjunnar Kali. Heidi Klum og Seal, þáverandi eiginmaður hennar, bregða sér í gervi apanna á Apaplánetunni árið 2011. Huginn og Muninn eða kátar krákur? Heidi og Seal brýna goggana góðlátlega í hrekkjavökuboði sínu 2009. 2013 lét Heidi Klum svo elda sig, þó ekki í potti heldur með hjálp förð- unarfræðinga. Árið 2014 stal þetta fiðrildi algerlega senunni á Times Square en undir förðuninni leynist að sjálfsögðu Heidi Klum. Í fyrra þótti Heidi Klum slá sjálfa sig út, eða öllu heldur sjálfar sig en hún mætti sem sexfalt klón af sjálfri sér sem bar titilinn Made in Germany en Klum er einmitt fædd og uppalin í Þýskalandi. Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@365.is NÝ SENDING AF SVÖRTUM DRÖGTUM SÍÐUM PILSUM - ODDFELLOW KLÆÐNAÐI 10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 6 . o K TÓ B e R 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R 2 6 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :5 4 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 1 1 -0 9 7 4 1 E 1 1 -0 8 3 8 1 E 1 1 -0 6 F C 1 E 1 1 -0 5 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.