Fréttablaðið - 13.11.2017, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 13.11.2017, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 6 7 . t ö l u b l a ð 1 7 . á r g a n g u r M á n u d a g u r 1 3 . n ó v e M b e r 2 0 1 7 FrÍtt VERTU LAUS VIÐ LIÐVERKI www.artasan.is H V ÍT A H Ú S IÐ / A ct av is 7 1 1 0 3 0 Betolvex B-12 Fæst án lyfseðils Fréttablaðið í dag skoðun Vilhjálmur H. Vilhjálms- son skrifar um dóm MDE 10 sport Ólafía Þórunn Kristins- dóttir hefur tryggt sér áfram- haldandi þátttökurétt á LPGA- mótaröðinni. 14 tÍMaMót Sigurlína Davíðsdóttir prófessor er 75 ára. 16 lÍFið Dóri DNA gefur út sína aðra ljóðabók í dag og segir að fólk eigi að lesa hana eins og það horfir á klám. 26 stjórnMál Frá því ríkisstjórnin sprakk í september hafa ráðherrar nýtt átta milljónir króna af svoköll- uðu skúffufé sínu. Þrír ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa þó ekki snert á fénu á þessum vikum. „Ég taldi það ekki rétta ákvörðun að nýta fé sem þetta þegar vitað var að stjórnin væri fallin og vitað væri að flokkarnir væru á leið í kosningabaráttu,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. – sa / sjá síðu 4 Ráðherrar nýta skúffupeninga Guðlaugur Þór Þórðarson utan- ríkisráðherra. plús 2 sérblöð l Fólk l  Fasteignir *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Svandís Svavarsdóttir, formaður þingflokks Vinstri grænna, og Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, ganga út í kvöldsvalann eftir langan fund þingflokksins þar sem rætt var um hvort fara eigi í formlegar viðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk um myndun ríkisstjórnar. Enginn botn fékkst í málið sem Katrín segir að verði rætt áfram í dag. Fréttablaðið/SteFán stjórnMál Þingflokkur VG komst ekki að niðurstöðu á löngum fundi í gær um það hvort hefja ætti form- legar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk um myndun ríkis- stjórnar. Fundinum verður fram- haldið klukkan eitt í dag. Á fundinum kynntu Katrín Jakobs dóttir, formaður flokksins, og Svandís Svavarsdóttir, formað- ur þingflokksins, niðurstöður úr óformlegum viðræðum flokkanna. „Eftir fjögurra tíma fund ákváðum við að fresta fundi. Við erum að fara yfir afrakstur óformlegra við- ræðna. Þingmenn þurftu að spyrja spurninga og pæla í þessu. Því er ég að gefa þingflokknum færi á að sofa á þessu og skoða málið í róleg- heitum. Síðan verður þetta bara að koma í ljós á morgun,“ segir Katrín sem kveðst vongóð um að hægt sé að landa góðum málefnasamningi við áðurnefnda tvo flokka. „Þingflokkurinn stendur frammi fyrir því mati hvort það telji að það sem við höfum kynnt sé líklegt til árangurs í formi viðræðna. Því gaf ég fólki svigrúm til að meta stöðuna til morguns,“ heldur Katrín áfram. „Ég tel að það sé hægt að leggja í þá vegferð að kanna þetta. Mitt mat er að við getum náð góðum málefnasamningi. Ég fer í þetta út frá málefnum, ekki persónulegum sigrum,“ undirstrikar formaður VG. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir þingflokksfundinn í gær sýna svo ekki verður um villst hvílík andstaða sé innan VG um þessa ríkisstjórnarmyndun. „Andstaðan innan flokksins blasir við og því gæti þetta verið erfitt kjörtímabil. Þessi langi fundur gefur einnig til kynna að flokkurinn viti ekki í hvorn fótinn hann eigi að stíga,“ segir Eiríkur Bergmann. – sa Katrín segir líkur á góðum samningi Þrátt fyrir maraþonfund gátu Vinstri græn ekki komist að niðurstöðu um stjórnarmyndunar- viðræður við Framsókn- ar- og Sjálfstæðisflokk. Áfram verður fundað eftir hádegi í dag. 1 3 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :4 0 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 3 2 -2 E 8 C 1 E 3 2 -2 D 5 0 1 E 3 2 -2 C 1 4 1 E 3 2 -2 A D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 1 2 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.