Fréttablaðið - 13.11.2017, Page 44

Fréttablaðið - 13.11.2017, Page 44
Þegar ykkur langar til að líða aðeins betur er lausnin sú að kíkja reglulega inn í vetur Við getum aðstoðað ly a.is Klikkaði gaurinn frá Detroit Bandarískur rappari frá bílaborg- inni Detroit. Danny hefur ávallt farið sínar eigin leiðir og verið ófeiminn við að nota áhrif frá alls konar tónlistarstefnum í rappinu sínu. Á annarri plötu hans XXX voru lög þar sem hann fékk lánað frá grime-inu breska, löngu áður en það varð lenska hjá amerískum röppurum og síðan hefur hann einnig verið mjög duglegur við að nota danstónlist, en Detroit er ein- mitt fæðingarborg teknótónlistar- innar. Nýjasta platan hans, Atrocity Exhibition, sem kom út í fyrra, er gefin út af Warp Records – útgáfu- fyrirtæki sem er þekkt fyrir að gefa út rjómann í raftónlistarheiminum, nöfn eins og til að mynda Aphex Twin, Boards of Canada, Brian Eno og Hudson Mohawk, svo aðeins örfáir séu nefndir. Ung á uppleið Hin 24 ára gamla breska Nadia Rose er rappari frá borginni Croydon sem gaf út sína fyrstu og einu plötu á árinu, EP plötuna Highly Flamm- able. Þrátt fyrir að hafa ekki gefið neitt svakalega mikið út er Nadia búin að eiga þrjú ákaflega vinsæl lög – Station, BOOM og D.F.W.T. og eru miklar vonir bundnar við þessa ungu stjörnu úr grime senunni. Katalónski Rihönnu aðdáandinn „Spænska Rihanna“ ætlar að blessa okkur Íslendinga með nærveru sinni á Sónar. Þessi katalónska söngkona kemur beina leið frá Barcelona og er einungis 20 ára. Framtíð íslenskrar raftónlistar Nokkrir íslenskir tónlistarmenn sem hafa gert það gott í heimi raf- tónlistar um allan heim eru nú bókaðir á Sónar; Bjarki, Volruptus og EVA808. „Skemmtilegast þykir okkur að fá þessa tónlistarmenn saman til landsins, því þau hafa nær ekkert spilað á Íslandi undanfarin ár og aldrei saman,“ segir Steinþór Helgi Arsteinsson, einn af skipuleggj- endum hátíðarinnar. „Bjarki sló fyrst í gegn með teknó- smellinum I Wanna Go Bang og hefur síðan þá gefið út haug af plöt- um, fyrst hjá Trip, sem er eitt fram- sæknasta plötufyrirtæki heims og stýrt af Ninu Kraviz – en síðan undir eigin merkjum, bbbbbb. Hann hefur verið að spila á öllum stærstu festivölum heims, allt frá Roskilde til Melt og er án vafa talinn einn af virtustu danstónlistarmönnum í heiminum í dag.“ „Volruptus er lista- maður sem gefur út á bbbbbb label-i hans Bjarka og er að slá algjörlega í gegn, til að mynda með laginu Alien Transmissions. Lög með Volrup- tus hafa heyrst í settum hjá öllum stærstu dj-um heims undanfarið og nýlega kom síðan út ný plata með Fyrstu Sónar listamennirnir í hús Tilkynnt hefur verið um fyrsta holl listamanna sem fram koma á Sónar hátíðinni sem haldin er í mars. Þar má finna þekkt og upprennandi erlend nöfn en líka Íslendinga sem hafa gert það gott. Stefán þór Hjartarson stefanthor@frettabladid.is EVA808 DAnny Brown VolruptuS 1 3 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 m Á n U D A G U r24 l í f i ð ∙ f r É T T A b l A ð i ð Lífið 1 3 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :4 0 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 3 2 -5 6 0 C 1 E 3 2 -5 4 D 0 1 E 3 2 -5 3 9 4 1 E 3 2 -5 2 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 1 2 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.