Fréttablaðið - 14.11.2017, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 14.11.2017, Blaðsíða 12
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@frettabladid.is Samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi fiskeldisstöðva má reikna með að frá hverju tonni í laxeldi komi skólp sem er á við „klóak- rennsli frá 8 manns“. Til að setja þessa tölu í sam- hengi þá væri „klóakrennsli“ frá 30.000 tonna eldi í Ísafjarðardjúpi á við 240.000 manna byggð. Hver vill fá slíkan ófögnuð við bæjardyrnar hjá sér? Nýlega bárust fréttir af því að Arnarlax verður að færa til kvíar sínar í Patreksfirði vegna meng- unar sem stafar frá þeim. Fyrirtækið hafði hugsað sér að fá alþjóðlega votttun fyrir ábyrgu og sjálfbæru fiskeldi í sjó en uppfyllti ekki nauð- synleg skilyrði. Við botnsýnatöku Náttúrustofu Vestfjarða við Hlaðseyri í Patreksfirði kom í ljós mikil uppsöfnun úrgangs við kvíarnar. Það sem er verra er að þessi úrgangur virðist fara með sjávar- straumum inn fjörðinn en ekki út til hafs. Að öllu óbreyttu mun því úrgangurinn safnast saman innar í firðinum og valda enn meiri mengun þar. Þessi mengun er þegar farin að hafa alvarleg áhrif á lífríki við Patreksfjörð eins og kemur fram í skýrslu Náttúrustofu Vestfjarða: „Þegar botndýra- samfélög í þessari athugun eru borin saman við þau sem fundust við athuganir sem gerðar voru áður en fiskeldi byrjaði sést að margar tegundir finnast ekki lengur á fiskeldissvæðinu.“ Furðu lítið hefur farið fyrir umræðum um að fiskeldi í opnum sjókvíum er verulega mengandi iðnaður. Við skulum hafa í huga að ofangreindar tölur Landssambands fiskeldisstöðva um „klóak- rennsli frá 8 manns“ eru mjög varfærnar. Alþjóð- leg umhverfissamtök vísa til rannsókna sem sýna að skólpið frá hverju tonni samsvarar frárennsli 9 til 20 manns. Þó ekki sé farið hærra en í 16 manns á þeim skala þá yrði skólpmengunin frá 71 þúsund tonna eldi – eins og Hafrannsóknastofnun telur rétt að leyfa – á við það sem rennur til sjávar frá rúmlega 1,1 milljón manns. Það er hrollvekj- andi framtíðarsýn. Eins og klóakrennsli frá 1,1 milljón manns Ingólfur Ásgeirsson flugstjóri og einn af stofnendum The Icelandic Wildlife Fund Þessi mengun er þegar farin að hafa alvarleg áhrif á lífríki við Patreksfjörð eins og kemur fram í skýrslu Náttúrustofu Vestfjarða. Stjórnmála- menn sem þora ekki að taka erfiðar ákvarðanir og þora ekki í samstarf með flokkum sem þeir eru á öndverðum meiði við í pólitík komast seint til áhrifa. Ábyrg afstaða Vinstri græn samþykktu í gær að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Stjórnar- myndunarviðræður til vinstri höfðu verið reyndar og ekkert útlit fyrir að hægt væri að taka þær upp að nýju. Því er eðlilegt fyrir VG að láta á það reyna til þrautar hvort hagstæður málefnasamningur næst í samtali við fyrrnefnda flokka, í stað þess að sitja áhrifalaus í stjórnarandstöðu enn eitt kjör- tímabilið. Stóru orðin Það er líka ábyrg afstaða að vilja mynda starfhæfa ríkisstjórn og afstýra stjórnar- kreppu. Fyrirfram er ekkert annað að sjá en að samstarf fyrrgreindra flokka geti gengið vel. En það blasir þó við að nokkrir þingmenn þurfa að éta ofan í sig eitt og annað sem þeir hafa áður sagt. Einn þeirra er þingmaður VG, Kolbeinn Óttarsson Proppé, sem sagði fyrir kosningar: „Okkur gefst nú einstakt tækifæri til að sýna í verki hver skoðun okkar er á stjórnarháttum Sjálfstæðis- flokksins. Flokkurinn hefur meira eða minna haldið um valdataumana síðustu áratugi og skapað þá menningu sam- tryggingar og leyndarhyggju sem við getum nú gengið á hólm við.“ jonhakon@frettabladid.is VIÐ SÉRHÆFUM OKKUR Í ASÍSKRI MATARGERÐ. HOLLUR OG LJÚFFENGUR MATUR. Vietnamese restaurant Laugavegi 27 og Suðurlandsbraut 8 sími: 588 6868 pho.is R íkisstjórn Framsóknarflokks, Sjálf-stæðisflokks og Vinstri grænna hefði mjög breiða skírskotun í þjóðfélaginu enda yrði hún mynduð þvert á hið pólitíska landslag. Hún yrði líkleg til að skapa sátt í þjóðfélaginu og tryggja stöðugt stjórnarfar í ljósi þeirra óvenjulegu tíma sem eru uppi í íslenskum stjórnmálum. Flokkarnir þrír hefja stjórnarmyndarviðræður með gott veganesti enda eru þeir sammála um mikilvæg- ustu málin. Þar má nefna fjárfestingu í innviðum eins og heilbrigðiskerfi, skólum og uppbyggingu vegakerf- isins. Hér má líka nefna mikilvægi þess að skapa sátt á vinnumarkaði og hver aðkoma ríkisins eigi að vera í komandi kjaraviðræðum. Þá er enginn ágreiningur um forgangsröðun í ríkisfjármálum þótt efla þurfi inn- viðafjárfestingu. Formenn þessara flokka skynja allir mikilvægi þess að halda þurfi áfram að greiða niður skuldir með það fyrir augum að lækka vaxtabyrði ríkisins. Þá er líklegt að flokkarnir verði samstíga um endurskoðun peningastefnunnar enda er miklu meiri hugmyndafræðilegur samhljómur á milli þeirra í peningamálum en fráfarandi ríkisstjórnar. Katrín Jakobsdóttir hefur á síðustu árum talað af þekkingu um ríkisfjármál og hagstjórn. Það fer ekki fram hjá neinum sem hlýðir á málflutning hennar að þar talar reynslumikill alþingismaður með þekk- ingu á efnahagsmálum. Í þessu sambandi má rifja upp að hún birti árið 2014 ítarlega bókagagnrýni um Capital in the Twenty-First Century, eitt umtalaðasta hagfræðirit sem komið hefur út í heiminum á undan- förnum áratug. Katrín veit að hún þarf á einhverjum tímapunkti að hrökkva eða stökkva. Ætlar hún að vera í stjórnar- andstöðu allt sitt pólitíska líf? Eða þorir hún að axla ábyrgð og taka óvinsælar ákvarðanir? Stjórnmála- menn sem þora ekki að taka erfiðar ákvarðanir og þora ekki í samstarf með flokkum sem þeir eru á öndverðum meiði við í pólitík komast seint til áhrifa. Hart er sótt að Katrínu úr röðum grasrótar Vinstri grænna vegna tíðinda gærdagsins. Þeir flokks- menn VG sem æsa sig mest ættu að spyrja sig hvers vegna þeir taka þátt í pólitík. Taka þeir þátt til þess að standa á hliðarlínunni og gagnrýna eða vilja þeir hafa áhrif og vera hreyfiafl breytinga? Katrín kemur til með að leiða þessa ríkisstjórn verði hún að veruleika. Hvernig er hægt að komast að þeirri niðurstöðu fyrirfram að stefna VG verði undir? Hefur grasrót VG ekki meiri trú á formanni sínum en þetta? Það sem Katrín Jakobsdóttir sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær gæti verið vísbending um hvers konar málflutnings er að vænta frá henni sem forsætis- ráðherra: „Núna erum við búin að kjósa tvö ár í röð og ég tel að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmál- unum kalli á að við hugsum út fyrir rammann og jafnvel skoðum samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við okkur (…) og við setjum þá hagsmuni lands og þjóðar ofar okkar eigin flokkshagsmunum.“ Þetta er málflutningur stjórnmálamanns sem getur sameinað þjóðina og blásið henni kjarki í brjóst. Þvert á línuna 1 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 Þ r I Ð J U D A G U r12 s k o Ð U n ∙ F r É T T A b L A Ð I Ð SKOÐUN 1 4 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :5 2 F B 0 4 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 3 3 -9 D 2 8 1 E 3 3 -9 B E C 1 E 3 3 -9 A B 0 1 E 3 3 -9 9 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 0 s _ 1 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.