Fréttablaðið - 14.11.2017, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 14.11.2017, Blaðsíða 10
landsbankinn.is Aðstoð og nánari upplýsingar má fá hjá Þjónustuveri Landsbankans í síma 410 4000 eða með því að senda tölvupóst á netfangið info@landsbankinn.is. Þjónustuverið verður opið helgina 18. til 19. nóvember kl. 11.00 til 18.00. Mánudaginn 20. nóvember og þriðjudaginn 21. nóvember verður Þjónustuverið opið kl. 9.00 til 21.00. 410 4000Landsbankinn Vegna innleiðingar á nýju innlána- og greiðslukerfi Reiknistofu bankanna og Landsbankans þarf að skerða þjónustu í netbönkum Landsbankans helgina 18. – 19. nóvember. Þjónusta í netbönkum og útibúum verður einnig skert fram eftir degi mánudaginn 20. nóvember. Þurfi viðskiptavinir að ljúka mikilvægum bankaerind- um fyrir mánudaginn 20. nóvember mælum við með að þeir sinni þeim fyrir helgi til að forðast óþægindi. Skerðing á þjónustu Landsbankans 18. – 20. nóvember Endurnýjun á tölvukerfunum er eitt stærsta hugbúnaðarverkefni sem RB og Landsbankinn hafa ráðist í. Það einfaldar og uppfærir tækniumhverfi bankans og er ódýrara í rekstri og sveigjanlegra en eldri kerfi. Landsbankinn biðst velvirðingar á óþægindum sem skerðingin á þjónustu veldur en hún er nauðsynleg til að innleiðing nýja tölvukerfisins gangi sem best fyrir sig. Þjónusta verður skert í netbanka einstaklinga og netbanka fyrirtækja. Hægt verður að millifæra í netbanka en upphæðir verða ekki sýnilegar á reikningsyfirlitum og ráðstöfun þeirra því takmörkuð. Hægt verður að greiða með debet- og kreditkortum en truflanir geta orðið á notkun debetkorta sunnu- daginn 19. nóvember. Möguleikar á innborgun á kreditkort verða takmarkaðir. Ekki verður hægt að stofna, breyta eða eyða reikningum í netbanka umrædda daga. Nánari upplýsingar um áhrif á þjónustu eru á vef Landsbankans, landsbankinn.is. Það helsta sem þarf að hafa í huga: 1 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 Þ r I Ð J U D A G U r10 f r é t t I r ∙ f r é t t A b L A Ð I Ð StórIÐJA Umhverfisstofnun gaf í gær út starfsleyfi fyrir PCC Bakki­ Silicon hf. til reksturs á kísilveri á Bakka við Húsavík. Fyrirtækið hefur framleiðslu á hrákísli til áframfram­ leiðslu erlendis. Veitt er heimild til framleiðslu á allt að 66 þúsund tonnum af kísli á ári. „Að fá starfsleyfið er merkur áfangi fyrir fyrirtækið og nú er ekk­ ert í vegi fyrir að gangsetja kísilverið og hefja rekstur um leið og fram­ kvæmdum og prófunum er lokið,“ segir Hafsteinn Viktorsson, forstjóri PCC á íslandi. „Bæði Þeistareykir og háspennulínur eru í lokaprufunum og verða til á tíma.“ Aðeins ein umsögn barst um til­ löguna um starfsleyfi og kom hún frá Landvernd. Fyrirtækið svaraði flestum af þeim vangaveltum sem birtust í umsögn Landverndar. Í einu tilviki gerði Umhverfisstofnun lagfæringar á tillögu til starfsáætl­ unar vegna umsagnar Landverndar. Hafsteinn segir ekki langt þar til hægt verði að keyra verksmiðjuna á fullum afköstum. Hins vegar leggur hann áherslu á að verksmiðjan fari ekki í fullan rekstur fyrr en tryggt sé að búnaðurinn virki fullkomlega. „Áætlað er að uppkeyrsluferlið hefj­ ist upp úr miðjum desember en þar sem við erum þetta nálægt jólum og áramótum má reikna með að ofn eitt verði ekki gangsettur fyrr en í byrjun janúar og ofn tvö 4­6 vikum seinna,“ bætir Hafsteinn við. „Við erum ekki að keppast við einhverja dagsetningu, öll áhersla er lögð á að allar prófanir sýni að öll kerfi og öll tæki séu í lagi og tilbúin fyrir rekstur áður en við setjum í gang.“ Kísilverið á Bakka er að 86 pró­ sentum í eigu svissneska móður­ félagsins. Hin tæp fjórtán prósentin eru í eigu fyrirtækisins Bakkastakks. Bakkastakkur er í eigu fimmtán líf­ eyrissjóða hér á landi auk Íslands­ banka. Starfsleyfið tekur þegar gildi og gildir til 8. nóvember 2033. Ákvörð­ un Umhverfisstofnunar um útgáfu starfsleyfis er kæranleg til úrskurð­ arnefndar umhverfis­ og auðlinda­ mála. sveinn@frettabladid.is PCC fær starfsleyfi Umhverfisstofnunar Forstjóri PCC á Íslandi er ánægður með að þessum áfanga er náð. Fimmtán lífeyrissjóðir hér á landi koma að fjármögnun kísilversins á Bakka. Full afköst snemma á næsta ári. Svissneska móðurfélagið á 86 prósent í verksmiðjunni. Gert er ráð fyrir að fyrsti ofninn verði ræstur í byrjun janúar. Fréttablaðið/Gaukur Hafsteinn Viktorsson. ÍrAK Björgunarmenn leita í rústum að fólki sem var inni í húsum sem hrundu í jarðskjálftanum á landa­ mærum Íraks og Írans í gær. Meira en 400 týndu lífi og yfir 7 þúsund eru sárir eftir skjálftann. Þúsundir til viðbótar eru án heimilis. Skjálftinn, 7,3 að stærð, reið yfir seint á sunnudag. Mest tjón varð í Kermansah­héraði í Íran en héraðið er afar strjálbýlt. Óttast er að mörg þorp í fjalllendi héraðsins hafi jafn­ ast nær algjörlega við jörðu. Sjálfboðaliðar Rauða hálfmánans fóru á þá staði sem urðu verst úti með neyðarvistir. Litlar líkur eru taldar á að þeir sem lentu undir brakinu muni bjargast. „Ásamt okkur hafa fjölskyldur hinna innilokuðu aðstoðað okkur við leitina. Allar aðgerðir hér eru erfiðar og ganga hægt,“ segir sjálf­ boðaliðinn Ali Sadeghi við Al­ Jazeera. Um 150 eftirskjálftar riðu yfir eftir þann stóra. Skjálftinn kom víða af stað skriðum sem skemmdu meðal annars vegi. Það hafði í för með sér að erfitt var fyrir viðbragðsaðila að komast á þau svæði sem verst urðu úti. Þá er óttast að hin írakska Dar­ bandikhan­stífla, sem stendur skammt frá upptökum skjálftans, kunni að gefa sig. Skjálftinn gerði stjórnkerfi stíflunnar óvirkt um stund auk þess sem titringurinn olli skemmdum á stíflunni sjálfri. Stutt er síðan stíflan var lagfærð með gríðarlegum tilkostnaði. – jóe Hæpið að fleiri finnist á lífi Starfsmenn rauða hálfmánans bera særðan mann úr rústum. Fréttablaðið/EPa 1 4 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :5 2 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 3 3 -A 2 1 8 1 E 3 3 -A 0 D C 1 E 3 3 -9 F A 0 1 E 3 3 -9 E 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 1 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.