Fréttablaðið - 14.11.2017, Blaðsíða 10
landsbankinn.is
Aðstoð og nánari upplýsingar má fá hjá Þjónustuveri Landsbankans í síma 410 4000 eða
með því að senda tölvupóst á netfangið info@landsbankinn.is. Þjónustuverið verður opið
helgina 18. til 19. nóvember kl. 11.00 til 18.00. Mánudaginn 20. nóvember og þriðjudaginn
21. nóvember verður Þjónustuverið opið kl. 9.00 til 21.00.
410 4000Landsbankinn
Vegna innleiðingar á nýju innlána- og greiðslukerfi Reiknistofu
bankanna og Landsbankans þarf að skerða þjónustu í netbönkum
Landsbankans helgina 18. – 19. nóvember. Þjónusta í netbönkum
og útibúum verður einnig skert fram eftir degi mánudaginn
20. nóvember. Þurfi viðskiptavinir að ljúka mikilvægum bankaerind-
um fyrir mánudaginn 20. nóvember mælum við með að þeir sinni
þeim fyrir helgi til að forðast óþægindi.
Skerðing á þjónustu
Landsbankans
18. – 20. nóvember
Endurnýjun á tölvukerfunum er eitt stærsta hugbúnaðarverkefni
sem RB og Landsbankinn hafa ráðist í. Það einfaldar og uppfærir
tækniumhverfi bankans og er ódýrara í rekstri og sveigjanlegra
en eldri kerfi. Landsbankinn biðst velvirðingar á óþægindum
sem skerðingin á þjónustu veldur en hún er nauðsynleg til að
innleiðing nýja tölvukerfisins gangi sem best fyrir sig.
Þjónusta verður skert í netbanka
einstaklinga og netbanka fyrirtækja.
Hægt verður að millifæra í netbanka
en upphæðir verða ekki sýnilegar
á reikningsyfirlitum og ráðstöfun
þeirra því takmörkuð.
Hægt verður að greiða með debet-
og kreditkortum en truflanir geta
orðið á notkun debetkorta sunnu-
daginn 19. nóvember.
Möguleikar á innborgun á kreditkort
verða takmarkaðir.
Ekki verður hægt að stofna, breyta
eða eyða reikningum í netbanka
umrædda daga.
Nánari upplýsingar um áhrif
á þjónustu eru á vef Landsbankans,
landsbankinn.is.
Það helsta sem þarf að hafa í huga:
1 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 Þ r I Ð J U D A G U r10 f r é t t I r ∙ f r é t t A b L A Ð I Ð
StórIÐJA Umhverfisstofnun gaf í
gær út starfsleyfi fyrir PCC Bakki
Silicon hf. til reksturs á kísilveri á
Bakka við Húsavík. Fyrirtækið hefur
framleiðslu á hrákísli til áframfram
leiðslu erlendis. Veitt er heimild
til framleiðslu á allt að 66 þúsund
tonnum af kísli á ári.
„Að fá starfsleyfið er merkur
áfangi fyrir fyrirtækið og nú er ekk
ert í vegi fyrir að gangsetja kísilverið
og hefja rekstur um leið og fram
kvæmdum og prófunum er lokið,“
segir Hafsteinn Viktorsson, forstjóri
PCC á íslandi. „Bæði Þeistareykir og
háspennulínur eru í lokaprufunum
og verða til á tíma.“
Aðeins ein umsögn barst um til
löguna um starfsleyfi og kom hún
frá Landvernd. Fyrirtækið svaraði
flestum af þeim vangaveltum sem
birtust í umsögn Landverndar. Í
einu tilviki gerði Umhverfisstofnun
lagfæringar á tillögu til starfsáætl
unar vegna umsagnar Landverndar.
Hafsteinn segir ekki langt þar til
hægt verði að keyra verksmiðjuna á
fullum afköstum. Hins vegar leggur
hann áherslu á að verksmiðjan fari
ekki í fullan rekstur fyrr en tryggt sé
að búnaðurinn virki fullkomlega.
„Áætlað er að uppkeyrsluferlið hefj
ist upp úr miðjum desember en þar
sem við erum þetta nálægt jólum og
áramótum má reikna með að ofn
eitt verði ekki gangsettur fyrr en í
byrjun janúar og ofn tvö 46 vikum
seinna,“ bætir Hafsteinn við. „Við
erum ekki að keppast við einhverja
dagsetningu, öll áhersla er lögð á að
allar prófanir sýni að öll kerfi og öll
tæki séu í lagi og tilbúin fyrir rekstur
áður en við setjum í gang.“
Kísilverið á Bakka er að 86 pró
sentum í eigu svissneska móður
félagsins. Hin tæp fjórtán prósentin
eru í eigu fyrirtækisins Bakkastakks.
Bakkastakkur er í eigu fimmtán líf
eyrissjóða hér á landi auk Íslands
banka.
Starfsleyfið tekur þegar gildi og
gildir til 8. nóvember 2033. Ákvörð
un Umhverfisstofnunar um útgáfu
starfsleyfis er kæranleg til úrskurð
arnefndar umhverfis og auðlinda
mála. sveinn@frettabladid.is
PCC fær starfsleyfi
Umhverfisstofnunar
Forstjóri PCC á Íslandi er ánægður með að þessum áfanga er náð. Fimmtán
lífeyrissjóðir hér á landi koma að fjármögnun kísilversins á Bakka. Full afköst
snemma á næsta ári. Svissneska móðurfélagið á 86 prósent í verksmiðjunni.
Gert er ráð fyrir að fyrsti ofninn verði ræstur í byrjun janúar. Fréttablaðið/Gaukur
Hafsteinn
Viktorsson.
ÍrAK Björgunarmenn leita í rústum
að fólki sem var inni í húsum sem
hrundu í jarðskjálftanum á landa
mærum Íraks og Írans í gær. Meira
en 400 týndu lífi og yfir 7 þúsund
eru sárir eftir skjálftann. Þúsundir
til viðbótar eru án heimilis.
Skjálftinn, 7,3 að stærð, reið yfir
seint á sunnudag. Mest tjón varð í
Kermansahhéraði í Íran en héraðið
er afar strjálbýlt. Óttast er að mörg
þorp í fjalllendi héraðsins hafi jafn
ast nær algjörlega við jörðu.
Sjálfboðaliðar Rauða hálfmánans
fóru á þá staði sem urðu verst úti
með neyðarvistir. Litlar líkur eru
taldar á að þeir sem lentu undir
brakinu muni bjargast.
„Ásamt okkur hafa fjölskyldur
hinna innilokuðu aðstoðað okkur
við leitina. Allar aðgerðir hér eru
erfiðar og ganga hægt,“ segir sjálf
boðaliðinn Ali Sadeghi við Al
Jazeera.
Um 150 eftirskjálftar riðu yfir eftir
þann stóra. Skjálftinn kom víða af
stað skriðum sem skemmdu meðal
annars vegi. Það hafði í för með sér
að erfitt var fyrir viðbragðsaðila að
komast á þau svæði sem verst urðu
úti.
Þá er óttast að hin írakska Dar
bandikhanstífla, sem stendur
skammt frá upptökum skjálftans,
kunni að gefa sig. Skjálftinn gerði
stjórnkerfi stíflunnar óvirkt um
stund auk þess sem titringurinn olli
skemmdum á stíflunni sjálfri. Stutt
er síðan stíflan var lagfærð með
gríðarlegum tilkostnaði. – jóe
Hæpið að fleiri finnist á lífi
Starfsmenn rauða hálfmánans bera særðan mann úr rústum. Fréttablaðið/EPa
1
4
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:5
2
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
3
3
-A
2
1
8
1
E
3
3
-A
0
D
C
1
E
3
3
-9
F
A
0
1
E
3
3
-9
E
6
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
0
s
_
1
3
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K