Fréttablaðið - 23.11.2017, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 23.11.2017, Blaðsíða 20
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@frettabladid.is Veruleg fjártjónshætta blasti við. Íslensk stjórnvöld skrifuðu undir Samning Sam-einuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika árið 1992. Hluti þeirrar íslensku náttúru sem fellur undir ramma hans eru húsdýrakynin sem bárust hingað með landnámsmönnum fyrir meira en þúsund árum; geitin, kýrin, sauðféð, forystuféð og íslenski hesturinn. Einstæðir og viðkvæmir stofnar Það er alþjóðlega viðurkennt að íslensku húsdýrakyn- in sem hafa lifað hér í einangrun eru einstök og framlag þeirra til erfðafræðilegs fjölbreytileika í veröldinni er ómetanlegt. Þau hafa aldrei komist í tæri við bróður- part þeirra sjúkdóma sem herja á dýr annars staðar og eru því mjög viðkvæm. Einungis 15% þeirra 119 dýra- sjúkdóma sem Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunin (OIE) fylgist með hafa fundist hér. Um 75% þessara sjúk- dóma er hins vegar að finna á meginlandi Evrópu. Árið 2016 brutust fyrrnefndir sjúkdómar 5.595 sinnum út í Evrópu (e. outbreaks). Eitt tilfelli greindist á Íslandi það ár. Dýrasjúkdómar breiðast út með ýmsum hætti en innflutningur á hráu kjöti er einn af þeim þáttum sem auka áhættuna. Við Íslendingar höfum brugðist við með innflutningsbanni og erum þar í hópi eyríkja eins og t.d. Nýja-Sjálands sem taka mjög hart á áhættuþáttum vegna dýrasjúkdóma. Bæði ríki hafa gert sér grein fyrir því að nýir sjúkdómar geta haft mjög alvarleg áhrif á einangraða og viðkvæma dýrastofna. Verðmæti komandi kynslóða Kæruleysi getur haft óafturkræf áhrif á náttúru, samfélög og efnahag. Hættan er raunveruleg en síðustu hundrað ár hafa um eitt þúsund húsdýrastofnar dáið út sam- kvæmt Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna. Sumir vegna sjúkdóma sem bárust með innflutningi á dýrum eða dýraafurðum. Hverfi dýrategundir verður það ekki tekið til baka. Íslensk náttúra, menningarlandslag og líf- fræðilegur fjölbreytileiki eru raunveruleg verðmæti sem ekki ætti að spila með. Skammsýni má ekki koma í veg fyrir að við getum skilað einstæðri náttúru og erfðaauð- lind Íslands til komandi kynslóða. Óafturkræf náttúruspjöll Svavar Halldórsson framkvæmda- stjóri Markaðs- ráðs kindakjöts og Icelandic lamb Dýrasjúk- dómar breiðast út með ýmsum hætti en innflutning- ur á hráu kjöti er einn af þeim þáttum sem auka áhætt- una. Á síðustu árum hafa fyrrverandi stjórn-endur fallinna fjármálafyrirtækja verið dæmdir fyrir umboðssvik vegna óábyrgra lánveitinga fyrir hrunið.Umboðssvik eru hegningarlagabrot og koma fram í auðgunarbrotakafla laganna. Brotið felst í því að maður sem hefur aðstöðu á hendi, þannig að annar aðili verði bundinn af ráðstöfun hans, misnotar þessa aðstöðu og samfara þessari misnotkun er veruleg fjártjónshætta. Það er eingöngu hægt að refsa mönnum fyrir brot gegn ákvæðum í auðgunarbrotakafla hegningarlaga ef brotin eru framin í auðgunarskyni. Jónatan Þórmundsson segir í fræðigrein sinni um umboðssvik frá 2007 að það sé „fortakslaust“ skilyrði að sýna þurfi fram á auðgunarásetning ef sakfella eigi mann fyrir umboðssvik. Þrátt fyrir kröfu laganna sjálfra um auðgunarásetning og afstöðu fræðimannsins hefur lögskýring Hæstaréttar Íslands á umboðssvikum verið fljótandi. Í Exeter-málinu (Hrd. 442/2011) var sakfellt fyrir umboðssvik. Ekki er fjallað sérstaklega um auðgunar- ásetning í forsendum Hæstaréttar en í málinu nutu ákærðu hins vegar fjárvinnings af broti því þeir losnuðu undan persónulegum ábyrgðum vegna lánveitingar. Í Vafningsmáli (Hrd. 88/2013) var líka ákært vegna lánveitingar. Þar var talið að skilyrðum um misnotkun aðstöðu og auðgunarásetning væri fullnægt. Hins vegar ekki talið sannað að veruleg fjártjónshætta væri fyrir hendi og því sýknað. Í dómi Hæstaréttar í Imon-mál- inu (Hrd. 456/2014) var sakfellt fyrir umboðssvik en í dómnum segir: „Hlutu ákærðu að hafa gert sér grein fyrir að með því að veita lán á þessum forsendum við þær aðstæður, sem ríktu á fjármála- og verðbréfamörkuðum á þessum tíma og lýst hefur verið að framan, væru þau að víkja á freklegan hátt frá því sem af þeim var krafist í störfum þeirra fyrir Landsbanka Íslands hf. Með því móti misnotuðu þau aðstöðu sína.“ Síðan fjallar Hæstiréttur um skilyrðið um auðgunarásetning en segir: „Nægir í því sambandi að sýnt sé fram á að háttsemin hafi valdið verulegri fjártjónshættu fyrir þann sem bundinn varð af henni.“ Hér virðist Hæstiréttur ganga út frá því að veruleg fjártjónshætta dugi. Ekki verður annað séð en að þarna hafi rétturinn slakað á kröfunni um auðgunar- ásetning. Morgunblaðið birti á laugardag samtal Davíðs Odds- sonar og Geirs H. Haarde frá 6. október 2008 þegar tekin var ákvörðun um að lána Kaupþingi banka 500 milljónir evra. Fram kemur að Davíð hafi vitað að peningarnir sem stóð til að lána myndu tapast. „Ég býst við því að við fáum ekki þessa peninga til baka,“ sagði Davíð. Þarna var ákveðið að lána nær allan tiltækan gjaldeyrisforða íslenska ríkisins, þótt menn teldu öruggt að peningarnir myndu tapast, gegn veði í dönskum banka á tímum alþjóðlegrar fjármálakreppu. Veruleg fjártjónshætta blasti við. Héraðssaksóknari skoðaði útprentun af símtalinu á sínum tíma og taldi ekki ástæðu til að aðhafast. Annað hvort er lögskýring Hæstaréttar Íslands á umboðssvikum röng eða það skiptir máli hver á í hlut þegar héraðssak- sóknari tekur ákvörðun um saksókn efnahagsbrota. Sitt er hvað Jón og séra Jón. Umboðssvik Atvinnuleitendur Nú styttist væntanlega í að ný ríkisstjórn taki til starfa og þá þurfa þeir ráðherrar sem ekki hlutu kjör á Alþingi að fara að huga að því hvað þeir vilja gera í framhaldinu. Það sama á við um aðstoðarmenn þeirra. Sumir eru alveg rólegir en aðrir eru farnir að horfa meira fram á við. Þannig mátti til dæmis sjá að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugs- dóttir, aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar, var á meðal umsækjenda um stöður saksókn- ara hjá Ríkissaksóknara sem auglýstar voru á dögunum. Hinn aðstoðarmaður Þorsteins, Karl Pétur Jónsson, hefur nú sótt um starf skrifstofustjóra menningar- mála hjá Reykjavíkurborg. Þor- steinn virðist hins vegar sjálfur vera farinn að búa sig undir starf stjórnarandstöðuþingmanns. Nýr formaður En það eru fleiri stjórnmála- menn en ráðherrar og pólitískir ráðgjafar þeirra sem eru að yfirgefa pósta sína þessa dagana. Ilmur Kristjánsdóttir, for- maður velferðarráðs Reykja- víkurborgar, hefur ákveðið að draga sig í hlé frá störfum og í hennar stað verður Elín Oddný Sigurðardóttir formaður. Gerð sjónvarpsþáttanna Ófærð 2 stendur yfir og á óskipta athygli Ilmar, sem er eins og flestir vita ekki bara stjórnmálamaður heldur líka afbragðs leikkona. jonhakon@frettabladid.is 2 3 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 F I m m T U D A G U r20 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð I ð SKOÐUN 2 3 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :2 0 F B 0 7 2 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 4 D -6 C C 4 1 E 4 D -6 B 8 8 1 E 4 D -6 A 4 C 1 E 4 D -6 9 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 7 2 s _ 2 2 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.