Fréttablaðið - 23.11.2017, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 23.11.2017, Blaðsíða 12
Sjáumst á kvöldvaktinni. ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook Það er opið til 21 alla fimmtudaga fram að jólum. Komdu við í Öskju og kynntu þér úrvalið. Með hverjum seldum nýjum Mercedes-Benz fylgir veglegur kaupauki: Vetrar– og sumardekk ásamt alþrifum hjá Aðalbóni í heilt ár. Líbanon Saad Hariri, forsætisráð- herra Líbanon, afhenti Michel Aoun forseta afsagnarbréf sitt í gær. Hariri tilkynnti um afsögn sína í upphafi mánaðar þegar hann var staddur í Sádi-Arabíu en hafði  ekki getað afhent afsagnarbréfið þar sem hann dvaldi um stund þar í landi áður en hann hélt til Frakklands og þaðan heim til Líbanons. „Ég afhenti hæstvirtum forseta afsagnarbréf mitt en hann bað mig um að fresta afsögn minni tíma- bundið á meðan hann íhugar ástæð- ur afsagnarinnar. Ég tjáði samþykki mitt fyrir þessari ákvörðun og vona að hún leiði til ábyrgra viðræðna um framhaldið,“ sagði Hariri sem ljóst er að mun gegna forsætisráðherra- embættinu enn um sinn. Ástæðurnar sem Aoun hyggst kanna hafa verið ræddar í þaula allt frá því Hariri flutti ávarp sitt í sádi- arabísku höfuðborginni Riyadh. Stjórnmálaskýrendur víða um heim sem og heimildarmenn fjölmiðla innan líbönsku ríkisstjórnarinnar fullyrða að Sádi-Arabar hafi í raun neytt Hariri til að segja af sér vegna þess hve litlum árangri hann hafði náð í baráttunni gegn Hezbollah- samtökunum. Heimildarmaður CNN sagði til að mynda að orðalag ávarpsins væri gjörólíkt orðalagi Hariri og því væri líklegt að Sádi- Arabar hefðu skrifað ávarpið. Einnig hafa Sádi-Arabar verið ásakaðir um að hafa haldið Hariri í Sádi-Arabíu gegn vilja hans. Þótt bæði Sádi-Arabar og Hariri sjálfur hafi neitað þessum ásökunum töldu  forseti og utanríkisráðherra Frakklands nauðsynlegt að skerast í leikinn og ræða við málsaðila. Full- vissaði Jean-Yves Le Drian í heim- sókn sinni til Sádi-Arabíu að Hariri væri frjáls ferða sinna. Rótin að þessum vanda Líbanons liggur í því að ríkið er nú miðpunkt- ur eins konar kalds stríðs Írans og Sádi-Arabíu sem keppa nú um völd og áhrif á svæðinu. Íran styður Hez- bollah en Sádi-Arabar hafa aftur á móti lengi stutt Líbanon, einkum Framtíðarhreyfinguna sem Hariri er í forsvari fyrir. thorgnyr@frettabladid.is Forsætisráðherrann fær ekki að segja af sér Forsætisráðherra Líbanons hefur loks afhent afsagnarbréf sitt. Rúmar tvær vikur eru síðan hann tilkynnti um afsögn en Sádi-Arabar eru sagðir hafa neytt hann til að segja af sér. Forsetinn neitaði að samþykkja afsögnina og vildi fá frest. Saad Hariri í Líbanon í gær. NordicpHotoS/AFp HoLLand Alþjóðlegi stríðsglæpa- dómstóllinn í málefnum fyrrverandi Júgóslavíu, sem staðsettur er í Haag, dæmdi Ratko Mladic, hershöfðingja Bosníu-Serba í Bosníustríðinu, í lífs- tíðarfangelsi fyrir þjóðarmorð, glæpi gegn mannkyninu og aðild að verstu ódæðum stríðsins. Mladic, sem hefur verið kallaður „Slátrari Bosníu“, leiddi hermenn sína meðal annars í þjóðar- morðinu í Srebrenica. Mladic var sakfelldur fyrir tíu af ellefu ákæruliðum en var ekki við- staddur dómsuppkvaðningu. Var það vegna þess að honum var vikið úr dómsal fyrir að öskra á dómarana. Mladic neitar enn sök í málinu og sagðist ætla að áfrýja. Á meðal þess sem kom fram í máli dómsforsetans, Alphons Orie, var upptalning á þeim glæpum sem hermenn Mladic gerðust sekir um undir hans stjórn. Meðal annars fjöldanauðganir bosnískra kvenna, fangelsun Bosníumanna og svelti og barsmíðar á föngum, skotárásir á óbreytta borgara og eyðilegging heimila og moska Bosníumanna. – þea Mladic í ævilangt fangelsi ÞýskaLand Angela Merkel, kanslari Þýskalands, reynir enn að mynda meirihlutastjórn þar í landi  þrátt fyrir að slitnað hafi upp úr stjórnar- myndunarviðræðum flokks hennar, Kristilegra demókrata, við Frjáls- lynda demókrata og Græningja. Forsetinn Frank-Walter Stein- meier hefur fundað með formönn- um allra flokka á þingi í von um að leysa úr stjórnarkreppunni sem upp er komin en eina mögulega meiri- hlutamynstrið fyrir utan það sem nefnt var hér á undan er samsteypu- stjórn Kristilegra demókrata og Jafn- aðarmannaflokksins. Flokkarnir unnu saman á síðasta kjörtímabili. Reyndar væri mögulegt að mynda meirihluta með aðkomu þjóðernis- hyggjuflokksins AfD en aðrir flokkar hafa útilokað samstarf við AfD þannig að sá möguleiki þykir ekki líklegur. Jafnaðarmenn vilja hins vegar ekki vinna aftur með Kristilegum demókrötum. Flokkurinn missti fylgi í nýafstöðnum kosningum og kanslaraefnið Martin Schulz hefur sagt að kjósendur hafi hafnað Stór- bandalaginu svokallaða. „Við erum ekki eitthvert neyðaruppfyllingar- efni fyrir Merkel,“ sagði Andrea Nahles, formaður þingflokks Jafn- aðarmanna, í gær. Því er ólíklegt að Merkel takist að mynda meirihlutastjórn. Þá er því haldið fram að henni þyki minni- hlutastjórnir ekki koma til greina og líklegt er því að boðað verði til kosninga á ný. – þea Stefnir allt í kosningar ratko Mladic, hershöfðingi Bosníu-Serba í Bosníustríðinu. 2 3 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 F I m m T U d a G U r12 F r é T T I r ∙ F r é T T a b L a ð I ð 2 3 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :2 0 F B 0 7 2 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 4 D -A C F 4 1 E 4 D -A B B 8 1 E 4 D -A A 7 C 1 E 4 D -A 9 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 A F B 0 7 2 s _ 2 2 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.