Fréttablaðið - 23.11.2017, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 23.11.2017, Blaðsíða 50
 Í fyrra var það Hnotubrjóturinn eftir tsjajkovskÍ  sem sýndur var og að þessu sinni þyrnirós eftir sama Höfund.Nú er að verða árviss viðburður á Akur-eyri að her atvinnu-dansara komi frá Evrópu til að setja upp stórsýningu í Hofi með Sinfóníuhljómsveit Norður lands. Í fyrra var það Hnotu- brjóturinn eftir Tsjajkovskí  sem sýndur var og að þessu sinni Þyrni- rós eftir sama höfund.“ Þetta segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, framkvæmdastjóri sveitarinnar, kátur um ballettsýninguna sem verður flutt í Hofi næsta sunnudag og mánudag. „Það eru kannski ekki sömu dans- arar og komu í fyrra en sami flokkur, St. Petersburg Festival Ballet. Svona nokkuð  er hægt af því að það er gríðarlega mikill áhugi á sinfón- ískri tónlist og líka ballett hér fyrir norðan,“ útskýrir hann. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands er skipuð hljóðfæraleikurum víða að en kjarninn er fyrir norðan, að sögn Þorvaldar. „Hvert verkefni hjá sveitinni er sérstakt og í þau er ráðið sérstaklega. Við grípum tækifærin þegar þau gefast og getum búið til verkefni þegar okkur sýnist af því að rekstrarformið er svona. Þess vegna hefur fólk verið að sjá okkur í Lord of the Rings og War of the Worlds og nú erum við að æfa Phantom of the Opera sem sýnt verður í febrúar. Við höfum líka verið að spila inn á kvik- myndir, í samvinnu við Atla Örvars- son tónskáld, það er orðinn hluti af starfsemi hljómsveitarinnar. Þann- ig hefur það verið síðan ég byrjaði 2015 og nú höfum við spilað inn á tíu myndir, þar af fjórar Hollywood- myndir.“ Auk þess að vera framkvæmda- stjóri bregður Þorvaldur Bjarni stundum tónsprotanum á loft framan við sveitina. En núna kemur stjórnandinn frá Rússlandi.  „Það er hluti af því sem gerir þetta svo spennandi að eftir að Menningarfé- lagið byrjaði að reka hljómsveitina höfum við verið að fá topp stjórn- endur, Daníel Bjarnason, Petri Sak- ari og núna er það Vadim Nikitin.“ Grípum tækifærin þegar þau gefast sinfóníuhljómsveit norðurlands tekur að sér enn eitt stórverkefnið á næstu dögum er hún leikur með ball- ettinum í st. Pétursborg í sýningunni þyrnirós. sveitin lék fyrir fullu húsi sextán sinnum í röð á árinu. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands tekur að sér hvert stórverkefnið eftir annað. MyNd AuðuNN NíelSSoN Þorvaldur Bjarni segir Norðlendinga meira en í meðal- lagi músíkalska. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is En hvernig ganga æfingar fyrir sig fyrst mannskapurinn býr bæði norðan og sunnan heiða?  „Við erum með ágætt form á þeim. Æfum fyrir sunnan með þeim sem eru þar, svo kemur stjórnandinn norður og æfir hér og daginn fyrir tónleika er loka- hnykkurinn tekinn með öllum þátt- takendum. Hér er fólk orðið vant að vinna hratt.“ Fullbókað er á sýningarnar á Þyrnirós. „Ég er búinn að vera í við- burðabransanum lengi og get fullyrt að aðsóknin á tónleika hér er alveg með eindæmum, sérstaklega sin- fóníska tónleika. Það var uppselt á alla tónleika Sinfóníu Norðurlands í fyrra og fullt var á sextán tónleikum í röð á þessu ári. Maður þarf bara að klípa sig. Hljómsveitin er náttúrlega að taka þátt í stórum sýningum eins og Lord of the Rings, þá voru þrennir tónleikar og bara í septem- ber á þessu ári tók sveitin þátt í átta viðburðum, sem er magnað og frá- bært fyrir hljóðfæraleikarana,“ segir Þorvaldur Bjarni. „Hof hefur haft gríðarlega góð áhrif á allt menn- ingarlíf hér.“ Japan er land sterkra hefða og þá ekki síst þegar kemur að menn- ingu og listum en í kvöld gefst ein- stakt tækifæri til þess að kynnast fornri leikhefð sem kallast Rakugo. Gunnella Þorgeirsdóttir er lektor og greinarformaður í japönsku við Háskóla Íslands og hún segir að Rakugo sé gamansamur ein- leikur að fornri leikhefð. „Við erum afskaplega heppin að fá þennan meistara til landsins því upphaf- lega þá áttum við að fá venjulegan leikara en þar sem það hafði aldrei áður komið hingað Rakugo-leik- ari þá ákváðu þeir að hafa þetta meistara. Að verða meistari í þess- ari grein tekur reyndar fjölda ára og er aðeins á fárra færi. Rakugo er gamanleikjaform þar sem einn einstaklingur situr allan tímann og það eina sem hann hefur með sér er blævængur og smáhand- klæði. Alltaf þetta sama og aldrei neitt annað en síðan leikur hann allar persónur og notar leikmun- ina til þess að túlka allt mögulegt, mat, flugvélar og hreinlega hvað sem er. Þetta er mörg hundruð ára gömul hefð og fyrstu dæmin um þetta komu þegar búddismi var að breiðast út í Japan en þá var þetta notað til þess að koma trúarsögun- um til almennings með dæmi- og skemmtisögum. Það er sterk hefð fyrir því að Rakugo höfði ávallt til áhorfenda með glettilegri innsýn í mannlegt líf.“ Meistarinn sem um ræðir heitir Yanagiya Kyōtarō og er á meðal þeirra fremstu í röð slíkra leikara. Verkið er flutt á japönsku en Gunn- ella segir að áhorfendur þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að skilja ekki leikinn. „Það verður varpað upp texta, að því ég held á bæði ensku og íslensku, en auk þess þá er þetta mikið látbragð þannig að það þarf ekki alltaf að skilja tungu- málið til þess að skilja grínið. Þetta er mikið látbragð og dálítið eins og „stand-up“ nema bara „sitting- down“. Sýningin fer fram í Veröld – húsi Vigdísar, hefst klukkan sex annað kvöld og er aðgangur ókeypis. Gunnella hvetur fólk til þess að mæta tímanlega til þess að tryggja sér sæti. – mg Sitjandi uppistand í Veröld Rakugo-meistarinn yanagiya Kyōtarō verður í Veröld – húsi Vigdísar í kvöld. 2 3 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 F I m m T U D A G U r38 m e n n I n G ∙ F r É T T A b L A ð I ð menning 2 3 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :2 0 F B 0 7 2 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 4 D -8 F 5 4 1 E 4 D -8 E 1 8 1 E 4 D -8 C D C 1 E 4 D -8 B A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 7 2 s _ 2 2 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.