Fréttablaðið - 23.11.2017, Page 12
Sjáumst á kvöldvaktinni.
ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is
Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi
Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“
á Facebook
Það er opið til 21 alla fimmtudaga fram að jólum. Komdu við í Öskju og kynntu þér úrvalið.
Með hverjum seldum nýjum Mercedes-Benz fylgir veglegur kaupauki: Vetrar– og sumardekk
ásamt alþrifum hjá Aðalbóni í heilt ár.
Líbanon Saad Hariri, forsætisráð-
herra Líbanon, afhenti Michel Aoun
forseta afsagnarbréf sitt í gær. Hariri
tilkynnti um afsögn sína í upphafi
mánaðar þegar hann var staddur
í Sádi-Arabíu en hafði ekki getað
afhent afsagnarbréfið þar sem hann
dvaldi um stund þar í landi áður en
hann hélt til Frakklands og þaðan
heim til Líbanons.
„Ég afhenti hæstvirtum forseta
afsagnarbréf mitt en hann bað mig
um að fresta afsögn minni tíma-
bundið á meðan hann íhugar ástæð-
ur afsagnarinnar. Ég tjáði samþykki
mitt fyrir þessari ákvörðun og vona
að hún leiði til ábyrgra viðræðna um
framhaldið,“ sagði Hariri sem ljóst
er að mun gegna forsætisráðherra-
embættinu enn um sinn.
Ástæðurnar sem Aoun hyggst
kanna hafa verið ræddar í þaula allt
frá því Hariri flutti ávarp sitt í sádi-
arabísku höfuðborginni Riyadh.
Stjórnmálaskýrendur víða um heim
sem og heimildarmenn fjölmiðla
innan líbönsku ríkisstjórnarinnar
fullyrða að Sádi-Arabar hafi í raun
neytt Hariri til að segja af sér vegna
þess hve litlum árangri hann hafði
náð í baráttunni gegn Hezbollah-
samtökunum. Heimildarmaður
CNN sagði til að mynda að orðalag
ávarpsins væri gjörólíkt orðalagi
Hariri og því væri líklegt að Sádi-
Arabar hefðu skrifað ávarpið.
Einnig hafa Sádi-Arabar verið
ásakaðir um að hafa haldið Hariri
í Sádi-Arabíu gegn vilja hans. Þótt
bæði Sádi-Arabar og Hariri sjálfur
hafi neitað þessum ásökunum
töldu forseti og utanríkisráðherra
Frakklands nauðsynlegt að skerast í
leikinn og ræða við málsaðila. Full-
vissaði Jean-Yves Le Drian í heim-
sókn sinni til Sádi-Arabíu að Hariri
væri frjáls ferða sinna.
Rótin að þessum vanda Líbanons
liggur í því að ríkið er nú miðpunkt-
ur eins konar kalds stríðs Írans og
Sádi-Arabíu sem keppa nú um völd
og áhrif á svæðinu. Íran styður Hez-
bollah en Sádi-Arabar hafa aftur á
móti lengi stutt Líbanon, einkum
Framtíðarhreyfinguna sem Hariri er
í forsvari fyrir. thorgnyr@frettabladid.is
Forsætisráðherrann
fær ekki að segja af sér
Forsætisráðherra Líbanons hefur loks afhent afsagnarbréf sitt. Rúmar tvær vikur
eru síðan hann tilkynnti um afsögn en Sádi-Arabar eru sagðir hafa neytt hann
til að segja af sér. Forsetinn neitaði að samþykkja afsögnina og vildi fá frest.
Saad Hariri í Líbanon í gær. NordicpHotoS/AFp
HoLLand Alþjóðlegi stríðsglæpa-
dómstóllinn í málefnum fyrrverandi
Júgóslavíu, sem staðsettur er í Haag,
dæmdi Ratko Mladic, hershöfðingja
Bosníu-Serba í Bosníustríðinu, í lífs-
tíðarfangelsi fyrir þjóðarmorð, glæpi
gegn mannkyninu og aðild að verstu
ódæðum stríðsins. Mladic, sem hefur
verið kallaður „Slátrari Bosníu“, leiddi
hermenn sína meðal annars í þjóðar-
morðinu í Srebrenica.
Mladic var sakfelldur fyrir tíu af
ellefu ákæruliðum en var ekki við-
staddur dómsuppkvaðningu. Var
það vegna þess að honum var vikið
úr dómsal fyrir að öskra á dómarana.
Mladic neitar enn sök í málinu og
sagðist ætla að áfrýja.
Á meðal þess sem kom fram í
máli dómsforsetans, Alphons Orie,
var upptalning á þeim glæpum sem
hermenn Mladic gerðust sekir um
undir hans stjórn. Meðal annars
fjöldanauðganir bosnískra kvenna,
fangelsun Bosníumanna og svelti
og barsmíðar á föngum, skotárásir
á óbreytta borgara og eyðilegging
heimila og moska Bosníumanna. – þea
Mladic í ævilangt fangelsi
ÞýskaLand Angela Merkel, kanslari
Þýskalands, reynir enn að mynda
meirihlutastjórn þar í landi þrátt
fyrir að slitnað hafi upp úr stjórnar-
myndunarviðræðum flokks hennar,
Kristilegra demókrata, við Frjáls-
lynda demókrata og Græningja.
Forsetinn Frank-Walter Stein-
meier hefur fundað með formönn-
um allra flokka á þingi í von um að
leysa úr stjórnarkreppunni sem upp
er komin en eina mögulega meiri-
hlutamynstrið fyrir utan það sem
nefnt var hér á undan er samsteypu-
stjórn Kristilegra demókrata og Jafn-
aðarmannaflokksins. Flokkarnir
unnu saman á síðasta kjörtímabili.
Reyndar væri mögulegt að mynda
meirihluta með aðkomu þjóðernis-
hyggjuflokksins AfD en aðrir flokkar
hafa útilokað samstarf við AfD
þannig að sá möguleiki þykir ekki
líklegur.
Jafnaðarmenn vilja hins vegar
ekki vinna aftur með Kristilegum
demókrötum. Flokkurinn missti
fylgi í nýafstöðnum kosningum og
kanslaraefnið Martin Schulz hefur
sagt að kjósendur hafi hafnað Stór-
bandalaginu svokallaða. „Við erum
ekki eitthvert neyðaruppfyllingar-
efni fyrir Merkel,“ sagði Andrea
Nahles, formaður þingflokks Jafn-
aðarmanna, í gær.
Því er ólíklegt að Merkel takist að
mynda meirihlutastjórn. Þá er því
haldið fram að henni þyki minni-
hlutastjórnir ekki koma til greina
og líklegt er því að boðað verði til
kosninga á ný. – þea
Stefnir allt í kosningar
ratko Mladic,
hershöfðingi
Bosníu-Serba í
Bosníustríðinu.
2 3 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 F I m m T U d a G U r12 F r é T T I r ∙ F r é T T a b L a ð I ð
2
3
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:2
0
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
4
D
-A
C
F
4
1
E
4
D
-A
B
B
8
1
E
4
D
-A
A
7
C
1
E
4
D
-A
9
4
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
9
A
F
B
0
7
2
s
_
2
2
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K