Fréttablaðið - 04.12.2017, Blaðsíða 2
Veður
Hæg vestlæg átt og úrkomulítið.
Snýst í norðvestanátt með éljum
fyrir norðan um kvöldið, en rofar til
syðra og kólnar í veðri. sjá síðu 22
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | VR.IS
Þú átt rétt á
matar- og kaffitíma
- líka í desember!
Dagur á bólakaf
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri stakk sér til sunds í Sundhöll Reykjavíkur sem var opnuð í gær eftir endurbætur á áttatíu ára afmælisári laugarinn-
ar. Framkvæmdirnar hafa tekið um eitt og hálft ár og fyrr á þessu ári var sundlauginni lokað fyrir almenning meðan uppbygging átti sér stað. Í til-
efni dagsins mættu starfsmenn og velunnarar Sundhallarinnar á opnunina, en það var borgarstjórinn sem buslaði manna fyrstur. Fréttablaðið/jóik
Viðskipti „Viðskiptavinirnir hafa
ekki fundið fyrir þessu og bílstjór-
arnir ekki tapað tekjum. Við tókum
bara upp gamla kerfið sem er tal-
stöðin,“ segir Guðmundur Börkur
Thorarensen, framkvæmdastjóri
BSR, um afleiðingar kerfishruns
vefhýsingarfyrirtækisins 1984 á
dögunum. Vefsíða, samskiptakerfi
og snjallforrit leigubílafyrirtækisins
urðu fyrir barðinu á hruninu og enn
sér ekki fyrir endann á þeim vand-
ræðum.
Heimasíða BSR er ekki enn komin
í gagnið, tölvupóstur fyrirtækisins
lá niðri í viku og rúmlega mánuði
síðan er kerfið ekki enn komið upp.
„Appið er ekki komið upp ennþá
og Reontech, fyrirtækið sem bjó til
þetta afgreiðslukerfi fyrir okkur í
síma, er að vinna í því að setja það
upp að nýju og það auðvitað kostar
peninga. Þetta var ekki draumurinn
okkar,“ segir Guðmundur Börkur í
samtali við Fréttablaðið en fyrir-
tækið lagði mikið undir við að
koma upp snjallsímaforritinu fyrir
nokkrum árum. Hann segir að afrit
hafi verið til en kerfið þurfi að stilla
og setja upp á ný sem sé töluverð
vinna.
Þá voru góð ráð dýr og neyddust
bílstjórar BSR til að taka upp gömlu
talstöðvarsamskiptin, sem menn
höfðu talið vera orðin barn síns
tíma á snjalltækjaöldinni.
„Við spóluðum aðeins aftur í
tímann og fórum að nota kerfið sem
notað hafði verið áratugina á undan.
Það er aðeins meiri vinna að nota
talstöðina. Það þreytir bæði fólkið
á símanum og bílstjórana. Það er
meira áreiti en að fá þetta bara í
símann. En við höfum getað sinnt
viðskiptavinum okkar áfram,“ segir
Guðmundur Börkur og er bjartsýnn
á að tæknimálin verði fljótt komin
í samt lag.
1984 er enn að rannsaka orsakir
hins dularfulla kerfishruns sem
hafði víðtæk áhrif á þúsundir við-
skiptavina hýsingarfyrirtækisins. Í
tilkynningu á vef fyrirtækisins segir
að í forgangi sé þó að koma lausnum
viðskiptavina upp á ný en að gríðar-
legu verki sé lokið en enn sé nóg
eftir. Haft var eftir framkvæmda-
stjóra fyrirtækisins í Morgun-
blaðinu á dögunum að á þriðja tug
fyrirtækja hefðu sagt upp samningi
sínum við fyrirtækið, en í ljósi þess
að fyrirtækið hýsti yfir sjö þúsund
vefi og 23 þúsund tölvupóstnot-
endur væri hann hrærður yfir því
hve lágt hlutfallið væri í raun.
mikael@frettabladid.is
Bílstjórar BSR tóku
upp talstöðvarnar á ný
eftir kerfishrun 1984
Kerfishrun vefhýsingarfyrirtækisins 1984 olli því að leigubílafyrirtækið BSR
þurfti að taka upp talstöðvarsamskipti á ný. Snjallforrit BSR liggur enn niðri og
kostnaður fylgir því að koma samskiptakerfinu aftur í gagnið. Framkvæmda-
stjórinn segir endurkomu talstöðvanna fylgja mikið áreiti fyrir starfsfólkið.
Guðmundur börkur thorarensen, framkvæmdastjóri bSr, segir kerfishrun
1984 hafa kallað á að fyrirtækið spólaði aftur um nokkur ár í samskiptakerfi.
Fréttablaðið/SteFán
Fjölmiðlar Sjónvarpsstöðin Hring-
braut keypti á dögunum þrotabú
sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN sem
úrskurðuð var gjaldþrota um miðj-
an síðasta mánuð. Þetta staðfestir
Sigmundur Ernir Rúnarsson, dag-
skrár- og þróunarstjóri sjónvarps
hjá Hringbraut. Framtíð ÍNN og
hvort stöðin fari í loftið á ný ráðist
á næstunni.
„Við höfum allt opið í þeim
efnum. Fyrst og fremst ætlum við að
huga að Hringbraut næstu misseri,
efla dreifikerfið og það sakar ekki að
vera komin með þessa rás sem ÍNN
var með.“
ÍNN var ein þeirra eigna sem
Frjáls fjölmiðlun keypti út úr Press-
unni á dögunum en stöðin var
úrskurðuð gjaldþrota 15. nóvember
síðastliðinn. Útsendingar hafa legið
niðri um hríð.
„ÍNN í þeirri mynd sem hún var í
verður ekki rekin undir okkar hatti,“
segir Sigmundur Ernir. Aðspurður
hvort það þýði að stofnandinn Ingvi
Hrafn Jónsson sé ekki væntanlegur
aftur á skjáinn segir hann:
„Ég á bágt með að trúa því.“ – smj
Nýir eigendur
segja framtíð
ÍNN óráðna
Sigmundur ernir segir að fari Ínn
aftur í loftið verði það með öðru
sniði en áður. Fréttablaðið/anton
Það sakar ekki að
vera komin með
þessa rás sem ÍNN var með.
Sigmundur Ernir Rúnarsson
lögreglumál Íslenskur karlmaður
á þrítugsaldri var í gær úrskurðaður
í tólf daga gæsluvarðhald. Hann er
grunaður um að hafa stungið tvo
menn með hnífi á Austurvelli í fyrri-
nótt. Brotaþolarnir, albanskir karl-
menn, voru fluttir á bráðamóttöku.
Þegar Fréttablaðið fór í prentun,
seint í gærkvöldi, var öðrum mann-
inum enn haldið sofandi og var
hann í lífshættu. Hinn maðurinn
slasaðist minna.
Vitni gátu gefið lýsingar sem
leiddu til handtöku hins grunaða í
Garðabæ nokkru eftir árásina. Hann
var vistaður í fangageymslu.
Stuðst er við myndbandsupp-
tökur við rannsókn málsins en
lögreglan hefur beinan aðgang að
myndavélum á Austurvelli. Unnið er
að því að fá myndbandsupptökur úr
öryggismyndavélum veitingastaða í
nágrenninu. – ósk
Tólf daga
gæsluvarðhald
4 . d e s e m b e r 2 0 1 7 m á N u d a g u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð
0
4
-1
2
-2
0
1
7
0
4
:2
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
6
4
-1
8
C
C
1
E
6
4
-1
7
9
0
1
E
6
4
-1
6
5
4
1
E
6
4
-1
5
1
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
3
_
1
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K