Fréttablaðið - 04.12.2017, Side 6

Fréttablaðið - 04.12.2017, Side 6
HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is Við hjálpum þér að bæta lífsgæðin Rexton™ heyrnartækin opna nýjar leiðir í samskiptum og auka lífsgæðin. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu. Hátt í þrjú þúsund skíðaunnendur lögðu leið sína á Verbier-skíðasvæðið í svissnesku Ölpunum og fengu þar ókeypis aðgang að hlíðunum. Skíða- menn þurftu reyndar að koma klæddir sem ýmist jólasveinninn eða dýrðlingurinn heilagur Nikulás til að fá ókeypis inn. Það vafðist hins vegar ekki fyrir þessari konu eða ríflega 2.600 öðrum sem nutu sín prúðbúnir í brekkunni og fögnuðu upphafi skíðatímabilsins. Fréttablaðið/EPa Svissneskir jólasveinar í svigi Þýskaland Lögregla segir sprengju, sem fannst á jólamarkaði í þýsku borginni Potsdam á föstudag, ekki tengjast hryðjuverkastarfsemi. Þeir sem báru ábyrgð á sprengjunni hafi ætlað að kúga fé út úr þýsku hrað- sendingarþjónustunni DHL. Jólamarkaður í miðborg Potsdam var rýmdur síðdegis á föstudag eftir að yfirvöld fundu grunsamlegan böggul sem lögreglan óttaðist að væri heimagerð sprengja. Pakkinn grunsamlegi hafði verið sendur í apótek nálægt markaðnum. Starfsmaður tilkynnti málið til lög- reglu og var böggullinn gegnum- lýstur. Hann innihélt nagla í þús- undatali, vír og rafhlöður. Við rannsókn fannst enn fremur QR-kóði sem lögregla skannaði. Þá kom í ljós að þeir sem höfðu sent sprengjuna í apótekið hugð- ust kúga milljónir evra út úr DHL, sem sá um sendinguna. Yrði ekki af greiðslu sögðust þeir ætla að virkja sprengjuna. Yfirvöld segja fullljóst að pakk- inn hafi ekki verið ætlaður jóla- markaðnum og að ekki hafi verið um hryðjuverk að ræða. Mikill viðbúnaður er í Þýskalandi vegna ótta um hryðjuverkaárásir. Í desember í fyrra létust tólf í hryðju- verkaárás á jólamarkað í Berlín þegar maður ók vörubíl inn í mann- þyrpingu á markaðnum. – kó Fjárkúgun en ekki hryðjuverk stokkseyri Nokkurrar óánægju hefur gætt meðal íbúa á Stokkseyri sem segja Strætó ekki virða hraða- takmarkanir. Strætó kemur átta sinnum á virkum dögum á Stokks- eyri. „Ástandið hefur verið ansi slæmt mjög lengi og ekkert lagast þó það sé búið að kvarta við Strætó. Íbúarnir sem búa við göturnar sem strætóinn keyrir hafa miklar áhyggj- ur af hraða bílanna, sérstaklega þar sem gangandi vegfarendur eru og ekki síst þar sem börn eru. Við lítum málið mjög alvarlegum augum,“ segir Guðný Ósk Vilmundardóttir, formaður hverfaráðs Stokkseyrar. Ráðið sendi inn athugasemd til bæjarráðs Árborgar vegna hraða strætisvagnanna. Í svari ráðsins kemur fram að athugasemdir við aksturslag Strætó sem hafa borist sveitarfélaginu séu sendar Strætó jafnharðan. Guðný Ósk segir að meirihluti farþega vagnanna séu börn og ungl- ingar á Stokkseyri sem séu að fara í tómstundir á Selfossi og því gangi það ekki að vagnarnir séu keyrðir jafn hratt og raun ber vitni. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, kannaðist upphaflega ekki við málið, en lét skoða það nánar. „Við skoðuðum gögnin fyrir nokkr- ar ferðir í gegnum Stokkseyri og í einhverjum tilvikum virðast vagn- arnir fara aðeins yfir 30 kílómetra hámarkshraðann sem er á Eyrar- braut. Við lítum það náttúrulega mjög alvarlegum augum ef bílstjór- arnir okkar eru að keyra of hratt og við væntum þess að allir bíl- s t j ó r a r Strætó aki sómasamlega og séu til fyrirmyndar í umferðinni. Vagn- arnir okkar komast ekki hraðar en 90 kílómetra á klukkustund þegar þeir aka á þjóðvegum landsins, en hins vegar er mikilvægt að bílstjórar gleymi sér ekki þegar komið er inn í þéttbýlið og nauðsynlegt er sýna aukna varkárni,“ segir hann. Guðmundur Heiðar segir að tekið verði á málinu. „Við munum setja okkur í samband við ökumenn á leið 75 og fara betur yfir málið með þeim.“ mhh@frettabladid.is Íbúar segja Strætó fara of hratt Íbúar á Stokkseyri eru ekki sáttir við Strætó. Segja vagnana keyra alltof hratt í gegnum þorpið sem skapi stórhættu fyrir íbúa. Upplýsingafulltrúi Strætó lítur málið alvarlegum augum og segir að tekið verði á því. Meirihluti farþega vagn- anna eru börn og unglingar. Bandaríkin Lík þriggja ára stúlku frá Norður-Karolínu í Bandaríkj- unum fannst í læk um 40 kíló- metra frá heimili hennar í Jack- sonville í gær. Fósturfaðir hennar var handtekinn vegna málsins á föstudag. Mariuh Woods hafði verið sakn- að í eina viku þegar lík hennar fannst en móðir stúlkunnar kvaðst síðast hafa séð hana eftir að hún háttaði hana á sunnudagskvöld fyrir rúmri viku.  Umfangsmikil leit hófst að stúlkunni strax á mánudagsmorgun í síðustu viku. Earl Kimrey, kærasti móður- innar, var síðan handtekinn á föstudagskvöldið. Hann er grun- aður um að hylma yfir dauðsfall og hindra framgang réttvísinnar. Hann er enn í haldi lögreglu og á yfir höfði sér frekari ákærur í mál- inu. – smj Litla stúlkan fannst látin Böggullinn innihélt nagla í þúsundatali, vír og rafhlöður. 4 . d e s e m B e r 2 0 1 7 m Á n U d a G U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 0 4 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :2 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 6 4 -4 0 4 C 1 E 6 4 -3 F 1 0 1 E 6 4 -3 D D 4 1 E 6 4 -3 C 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 3 _ 1 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.