Fréttablaðið - 04.12.2017, Side 36
Alþjóðadagur fatlaðra var í gær, 3. desember. Dagurinn var fyrst haldinn af Sam-einuðu þjóðunum árið 1992 og er haldinn til stuðnings
réttindum fatlaðs fólks alþjóðlega.
Sameinuðu þjóðirnar telja að einn af
hverjum sjö fæðist með eða fái einhvers
konar fötlun á lífsleiðinni. Á Íslandi má
gera ráð fyrir að á milli 4.000 og 5.000
einstaklingar séu með fötlun, þar af 34
prósent börn.
Í dag veitir Öryrkjabandalag Íslands
Hvatningarverðlaun sín, í ellefta sinn.
Verðlaunin eru veitt þeim sem hafa
með verkum sínum stuðlað að eins sam-
félagi fyrir alla og endurspegla nútíma-
legar áherslur um þátttöku, sjálfstæði
og jafnrétti fatlaðs fólks. Verðlaunin eru
veitt í þremur flokkum, það er flokki ein-
staklinga, flokki fyrirtækja/stofnana og
flokki umfjöllunar/kynningar. Verndari
verðlaunanna er forseti Íslands, Guðni
Th. Jóhannesson. Hönnuður verðlauna-
gripsins er Þórunn Árnadóttir vöru-
hönnuður. Niðurstöður dómnefndar
verða kunngerðar við hátíðlega athöfn á
Hilton Reykjavík Nordica í dag klukkan
14-16.
Vilja skapa jákvæða ímynd
„Við höfum reynt að halda pínulítið upp
á daginn, og eins með Hvatningarverð-
launin þá notum við þau til að vekja
athygli á góðum verkum í samfélaginu
okkar og þeim fyrirtækjum sem hafa
lagt eitthvað gott til málanna. Þau eiga
að efla frumkvæði til nýrra verkefna og
hugmyndavinnu í málaflokknum og
skapa jákvæða ímynd fyrir fatlað fólk.
Þau eiga að vera hvatning til að gera
enn betur í samfélaginu og endurspegla
okkar einkunnarorð, eitt samfélag fyrir
alla,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir,
formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Margra ára barátta fyrir NPA
„Alþjóðadagur fatlaðra er tileinkaður
fötluðu fólki, baráttu þess og lífi þess.
Þetta er einn partur af því að geta verið
sýnileg út á við og að það sé munað
eftir þessum hópi. Hann er mjög mikil-
vægur,“ segir Þuríður Harpa.
„Núna getum við notað hann til að
varpa ljósi út frá einhverju baráttumáli.
Fyrir öryrkja og fatlaða á Íslandi eru það
númer eitt, tvö og þrjú kjör öryrkja og
fatlaðs fólks og þessar skelfilegu skerð-
ingar sem eru að koma á þennan þjóð-
félagshóp sem getur enga björg sér veitt,“
segir hún. „Við erum búin að berjast fyrir
NPA í mörg ár. Þetta er algert mannrétt-
indatól. Fyrir þann sem lendir í því að
vera hreyfihamlaður eða með hvers kyns
hömlun sem er, þá skiptir þetta gríðar-
lega miklu máli, hvort hann hafi þetta
tæki til að geta tekið þátt í samfélaginu.
Þetta skiptir bara öllu máli. Hvort þú
liggur í rúminu hjálparlaus heilu helg-
arnar eða vikurnar. Eða hvort þú færð að
fara út á þínum forsendum.“
Samningurinn mikilvægur
Þuríður víkur einnig að mikilvægi samn-
ings Sameinuðu þjóðanna um réttindi
fatlaðs fólks. Hann var fullgiltur á Íslandi
á síðasta ári. Samningurinn er alþjóða-
samningur sem felur í sér skyldur aðild-
arríkja til þess að tryggja réttindi fatlaðs
fólks. Þuríður segir að hún hefði viljað
sjá lögfestingu sáttmálans í stjórnar-
sáttmála nýrrar ríkisstjórnar. „Ef þú ert
búinn að lögfesta, þá hefurðu aðeins
meiri pressu á að innleiða lög, en ef þú
ert ekki búinn að lögfesta, þá er engin
pressa. Þá gera bara stjórnvöld þetta ein-
hvern veginn. Ég hefði viljað sjá að þeir
hefðu ætlað sér að lögfesta og ef það á
að innleiða að það væri tímarammi á
þessu.“ lovisa@frettabladid.is
Alþjóðadagur fatlaðra í
tuttugasta og fimmta sinn
Dagurinn er haldinn til stuðnings réttindum fatlaðs fólks á alþjóðavísu. Öryrkjabanda-
lagið veitir Hvatningarverðlaun í ellefta sinn í dag í tilefni dagsins. Þuríður Harpa, formað-
ur ÖBÍ, ræðir mikilvægi dagsins. „Þetta er einn partur af því að geta verið sýnileg út á við.“
Þuríður er formaður Öryrkjabandalagsins. Hún segir mikilvægt að skapa jákvæða ímynd um fatlað fólk út á við. FréttAblAðið/HANNA
Við erum búin að
berjast fyrir NPA í mörg
ár. Þetta er algert mannréttinda-
tól. Fyrir þann sem lendir í því
að vera hreyfihamlaður eða með
hvers kyns hömlun sem er, þá
skiptir þetta gríðarlega miklu
máli, hvort hann hafi þetta tæki
til að geta tekið þátt í samfélag-
inu. Þetta skiptir bara öllu máli.
Hvort þú liggur í rúminu hjálp-
arlaus heilu helgarnar eða
vikurnar. Eða hvort þú færð að
fara út á þínum forsendum.
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður
Öryrkjabandalags Íslands
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
Inga S. Ingvarsdóttir
Borgarbraut 65a, Borgarnesi,
lést á hjúkrunarheimilinu Brákarhlíð
fimmtudaginn 30. nóvember. Útför
hennar fer fram laugardaginn 9. desember
kl. 14.00 frá Borgarneskirkju. Þeim sem vildu minnast
hennar er bent á minningarsjóð Brákarhlíðar.
Jón Þórðarson
Þórður H. Jónsson Sigríður Gígí Jónsdóttir
Gunnar Jónsson Helga Halldórsdóttir
Garðar Jónsson lára Hagalín björgvinsdóttir
Sesselja Jónsdóttir Árni Hilmarsson
Finnbogi Jónsson Kristín Ósk Halldórsdóttir
barnabörn og langömmubörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi, langafi, bróðir
og mágur,
Valdimar Sigfússon
múrari,
lést sunnudaginn 19. nóvember.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju
miðvikudaginn 6. desember kl. 13.00.
Valgerður G. Hannesdóttir
brynjar Már Valdimarsson Anna Christine Aclipen
Heiða Kristín Valdimarsdóttir Noah Mabifa
systkini, makar, barnabörn og barnabarnabarn.
Úrvalslið Reykjavíkur í handbolta lék gegn Baník Karviná frá
Tékkóslóvakíu þennan dag árið 1965 og hafði betur. Leikurinn
var sá fyrstu sem fram fór í Íþróttahöllinni í Laugardal. Um það
bil tvö þúsund áhorfendur fylgdust spenntir með leiknum.
Þáverandi borgarstjóri, Geir Hallgrímsson, opnaði Höllina
fyrir leikinn, en hún var svo vígð formlega þann 6. desember
1965.
Opnun Laugardalshallar markaði þáttaskil í íþróttaiðkun
innanhúss hér á landi, auk þess sem sýningar- og tónleikahald
fékk veglegri umgjörð en nokkru sinni fyrr hér á landi.
Höllin var teiknuð af Gísla Halldórssyni arkítekt árið 1959
og reist af Reykjavíkurborg og Íþróttabandalagi Reykjavíkur.
Meðal stórra viðburða í Höllinni má nefna tónleika Led
Zepp elin árið 1970, skákeinvígi Fischers og Spasskíjs 1972 og
heimsmeistaramótið í handbolta árið 1995. Þá voru tónleikar
þýsku sveitarinnar Rammstein mikið fyrir augað, en hún kom
fram í Laugardalshöllinni árið 2001.
Þ ETTA G E R ð i ST : 4 . D E S E m b E R 1 9 6 5
Fyrsti leikurinn í
Laugardalshöllinni
laugardalshöll. FréttAblAðið/Pétur
Merkisatburðir
1791 Fyrsta tölublað The Observer, fyrsta sunnudags-
dagblaðs heims, er gefið út.
1954 Kvikmyndin Salka Valka eftir sögu Halldórs Laxness
er frumsýnd í Nýja bíói og Austurbæjarbíói í Reykjavík.
1981 Stytta af heilagri Barböru er afhjúpuð á messudegi
hennar í kapellunni í Kapelluhrauni við Straumsvík.
2006 Wii-leikjatölvan frá Nintendo er sett á markað.
4 . d e s e m b e r 2 0 1 7 m Á N U d A G U r20 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð
tímAmót
0
4
-1
2
-2
0
1
7
0
4
:2
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
6
4
-1
D
B
C
1
E
6
4
-1
C
8
0
1
E
6
4
-1
B
4
4
1
E
6
4
-1
A
0
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
8
s
_
3
_
1
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K