Morgunblaðið - 06.05.2017, Page 1

Morgunblaðið - 06.05.2017, Page 1
LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2017 Að hafa áhrif á gang mála, að vera í samskiptum við ólíkt fólk, að takast á við nýjungar og smá hasar ann- að slagið er uppskriftin að mínu draumastarfi. Hef verið svo heppinn að þessi atriði hafa einkennt það sem ég hef haft fyrir stafni alla tíð. Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi. DRAUMASTARFIÐ Kirkjuvörður/ húsvörður Óskum eftir að ráða kirkjuvörð/húsvörð við Akureyrarkirkju Um er að ræða vaktavinnu, fullt starf á móti núverandi kirkjuverði. Krafa er gerð um hæfni í mannlegum samskiptum, snyrti- mennsku og sjálfstæði í vinnubrögðum. Starfið veitist frá 1. júlí 2017, eða eftir nánarar samkomulagi. Nánari upplýsingar í síma 462-7700 milli kl. 9.00 og 13.00 virka daga. Umsóknir ásamt ferilskrá og upplýsingum um meðmælendur sendist til Akureyrar- kirkju, pósthólf 442, 602 Akureyri, merkt: „Kirkjuvörður“. Umsóknarfrestur er til 20. maí 2017. Sóknarnefnd Akureyrarkirkju Öxarfjarðarskóli - er heildstæður samrekinn leik- og grunnskóli með um alls 40 nemendur. Við leitum eftir smíðakennara og íslenskukennara á unglingastig sem er tilbúinn að taka þátt í þróun skólastarfs með öðrum starfsmönnum skólans. Við erum að innleiða uppeldisstefnuna Jákvæður agi. Við leggjum áherslu á fjölbreytta og sveigjanlega kennsluhætti, samvinnu og vellíðan starfsfólks og nemenda. Meðal kennslugreina eru: smíðar, íslensk og almenn bekkjarkennsla. Þekking á Byrjendalæsi og Læsi til náms er mikilvæg. Frekari upplýsingar veitir Guðrún S. Kristjánsdóttir skólastjóri í síma 465 2246 og 892 5226 og á netfangið gudrunsk@oxarfjardarskoli.is Umsóknarfrestur er til 31. maí 2017 Grunnskóli Raufarhafnar er samrekinn grunn- og leikskóli með alls um 15 nemendur þar sem verið er að innleiða uppeldisstefnuna Jákvæður agi. Skólinn nýtur mikils stuðnings frá samfélaginu og leggjum við áherslu á samvinnu, sveigjanleika sem og jákvæðni. Skólinn er í samvinnu við Rif rannsóknarstöð þar sem unnið er að ýmsum verkefnum tengdum náttúrunni. Við leitum að áhugasömum, fjölhæfum og jákvæðum kennara í bekkjarkennslu á yngsta og unglingastigi. Þekking á Byrjendalæsi er mikilvæg. Frekari upplýsingar veitir Birna Björnsdóttir skólastjóri í síma 464-9870 og 893-4698 og á netfangið birna@raufarhafnarskoli.is. Umsóknarfrestur er til 20. maí 2017 Lausar kennarastöður við grunnskóla Norðurþings: Norðurþing er öflugt sveitarfélag sem einkennist af fjölbreyttu mannlífi og miklum sköpunarkrafti manns og náttúru. ATVINNA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.