Morgunblaðið - 06.05.2017, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2017
Sveitarfélagið Hornafjörður / Hafnarbraut 27 / S: 4708000 / www.hornafjordur.is
Starfsfólk við grunn- og
leikskóla í Öræfum
Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir eftir starfsfólki í
eftirtalin störf í samreknum leik- og grunnskóla í Hof-
um eins og hálfs km. akstursfjarlægð frá Höfn þar sem
!
"
% &
# '( '
• Leikskólakennara.
• Stuðningsfulltrúa í leik- og grunnskóla.
Starf grunnskólakennara hefst 1. ágúst en störf leik-
( !
) frá 14. ágúst.
* +(
#
(
!
,
Umsóknarfrestur er til og með 15. maí 2017.
,
Umsóknir berist til Ragnhildar Jónsdóttur fræðslu-
stjóra á netfangið ragnhildur@hornafjordur.is
s. 470 8000 sem veitir nánari upplýsingar.
Pálína Þorsteinsdóttir núverandi skólastjóri veitir
jafnframt upplýsingar í tölvupósti,
palinath@hornafjordur.is eða í síma 478-1672.
Skólaskrifstofa
Austurlands
Sálfræðingar
Skólaskrifstofa Austurlands óskar eftir
að ráða tvo sálfræðinga í fullt starf
frá og með 1. ágúst 2017
Leitað er eftir jákvæðum og duglegum
einstaklingum. Reynsla af sálfræðistörfum
við leik- og grunnskóla eða annarskonar
sálfræðiþjónustu við börn er æskileg.
Starfssvæði Skólaskrifstofunnar eru allir
leik- og grunnskólar á Austurlandi.
Laun eru skv. kjarasamningi SNS og SÍ.
Umsóknarfrestur er til 26. maí 2017.
Umsóknir með upplýsingum sendist til
Skólaskrifstofu Austurlands, Búðareyri 4,
730 Reyðarfirði.
Nánari upplýsingar veitir:
Sigurbjörn Marinósson forstöðumaður í
síma 470 5050 eða 893 2330. Einnig má sjá
upplýsingar á www.skolaust.is
Kórstjóri óskast
Karlakórinn Þrestir er að leita að
kórstjóra til að taka við kórnum
næsta haust
Leitað er að líflegum einstaklingi, helst með
reynslu af kórstjórn sem væri tilbúinn að
móta og efla reynslumikinn kór.
Umsóknir sendist á Threstir@threstir.is
Umsóknarfrestur er til 21.05.
Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál
Starfsmaður óskast
SLÁTTU- OG GARÐAÞJÓNUSTA
SUÐURLANDS EHF
Sláttu- og garðaþjónusta Suðurlands ehf sem er
að hefja 25. starfsárið óskar eftir laghentum manni
til reksturs fyrirtækisins í sumar. Unnið er á Selfossi
og nágrenni.
- Góð trygging og árangurstengd laun
- Gott tækifæri fyrir duglegan mann
- Vélaréttindi kostur
- Möguleg eignaraðild á fyrirtækinu til lengri tíma
Allar frekari upplýsingar veitir:
Jónas Guðmundsson s: 824-0892
slattuthjonusta@gmail.com
Gæðastjóri
Dögun leitar að metnaðarfullum og jákvæðum
einstaklingi í starf gæðastjóra. Æskilegt er að
viðkomandi geti hafið störf fljótlega.
Gæðastjóri Dögunar ber ábyrgð á rekstri og þróun
gæða- og öryggiskerfa félagsins. Dögun sérhæfir
sig í veiðum og vinnslu á rækju og starfrækir mjög
fullkomna rækjuvinnslu á Sauðárkróki.
Starfssvið:
• Ábyrgð á gæða- og öryggismálum félagsins.
• Gæðaeftirlit og framkvæmd gæðastefnu
félagsins.
• Samskipti við erlenda viðskiptavini.
• Umsjón með úttektum viðskiptavina.
• Eftirlit með umgengni á vinnustaðnum.
• Upplýsingagjöf og fræðsla um gæðamál.
• Önnur tilfallandi verkefni.
Hæfniskröfur:
• Menntun sem nýtist í starfi.
• Reynsla og þekking á matvælavinnslu æskileg.
• Þekking á gæðamálum.
• Góð tölvukunnátta.
• Góð enskukunnátta.
• Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum.
• Þjónustulund og fagleg framkoma.
• Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi.
Vinsamlegast sendið umsókn á oskar@dogun.is.
Upplýsingar gefur Óskar í síma 892-1586 eða
Hilmar í síma 898-8370.
Dögun er staðsett á Sauðárkróki og gerir út skipið
Dag SK 17 og rekur eina fullkomnustu rækju-
vinnslu á Íslandi. Stærstu hluti framleiðslunnar fer
til viðskiptavina erlendis.
Blikksmíði ehf.
óskar eftir blikksmiðum eða vönum
mönnum í blikksmíðavinnu, einnig
aðstoðarmönnum.
Upplýsingar í síma 893 4640 eða á
blikksmidi@simnet.is
ÁSKRIFTASÍMI
569 1100
Félag framhaldsskólakenn-
ara tekur, í yfirlýsingu frá því
fyrr í vikunni, skýra afstöðu
gegn fyrirhugaðri samein-
ingu Tækniskólans og Fjöl-
brautaskólans við Ármúla.
Þar segir að rekstrarform
þessara skóla og áherslur
þeirra séu eru ólíkar. Tækni-
skólinn sé einkarekinn skóli
með framlagi frá ríkinu í eigu
nokkurra félagasamtaka og
hafi starfað frá 2008 en Fjöl-
brautaskólinn við Ármúla sé
ríkisskóli, stofnaður 1981.
„Á Íslandi hefur stefnan
verið sú að allir hafi jöfn
tækifæri til náms og að
menntun sé hluti af velferð-
arkerfinu en ekki vettvangur
markaðsvæðingar. Það er
verulegt áhyggjuefni ef ætl-
unin er að einkavæða
menntakerfið einn skóla í
einu, eins og þessi aðgerð ber
með sér,“ segja framhalds-
skólakennarar.
Nám við hæfi
Í ályktun sinni minna fram-
haldsskólakennarar jafn-
framt á að skólarnir séu op-
inberar stofnanir enda sé
hlutverk þeirra að stuðla að
alhliða þroska allra nemenda
og virkri þátttöku þeirra í
lýðræðisþjóðfélagi með því að
bjóða hverjum nemanda nám
við hæfi, óháð efnahag og fé-
lagslegri stöðu. Hætt sé við
að þessar hugmyndir fari for-
görðum ef þær eru að fullu
settar í hendur einkaaðila.
„Stór hópur nemenda og
fjöldi starfsfólks bíður nú í
óvissu um framtíð sína. Það
þolir enga bið að kalla þennan
hóp saman og upplýsa ítar-
lega um framhald málsins,“
segir í yfirlýsingu hvar kallað
er eftir skýrri aðgerðaáætlun
og rökstuðningi fyrir þessari
ákvörðun með tilliti til rekstr-
ar- og faglegra sjónarmiða.
Þroskaþjálfar
hafa áhyggjur
Sömu sjónarmið viðvíkj-
andi sameiningarmálinu og
hjá framhaldsskólakennurum
og félagi þeirra koma fram í
yfirlýsingu Þroskaþjálfa-
félags Íslands. Mikilvægt sé
að staða nemenda með fötlun,
sem eru á sérnámsbrautum
við þessa skóla, verði tryggð.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Tækniskólinn Höfuðstöðvar skólans eru á Skólavörðuholtinu.
Menntun sé ekki
markaðsvædd
Ætlaðri sameiningu FÁ og
Tækniskólans er mótmælt
Berglind Hálfdánsdóttir er
ungur vísindamaður Land-
spítala 2017. Í vikunni var
á sjúkrahúsinu samkoman
Vísindi á vordöum þar sem
helstu rannsóknarverkefni
sem unnið er þar að voru
kynnt og viðurkenningar
veittar. Berglind er fædd
árið 1973. Hún er upp-
haflega hjúkrunarfræð-
ingur að mennt en fór svo í
ljósmóðurfræði og lauk
doktorsprófi á síðasta ári
2016.
Doktorsritgerð Berg-
lindar ber heitið Fyrirfram
ákveðnar heimafæðingar á
Íslandi: Forsendur, útkoma
og áhrifa-
þættir.
Markmið
rannsókn-
arinnar
var að
skoða
sjálfræði
kvenna
um val á
fæðing-
arstað,
bera saman útkomu fyr-
irfram ákveðinna heima-
fæðinga og sjúkrahúsfæð-
inga á Íslandi og meta
áhrif frábendinga og við-
horfa kvenna á útkomu
fæðinga.
Berglind er ungur vísindamaður
Berglind
Hálfdánardóttir
Í yfirlýsingu sem send var út
í gær lýsir Bandalag há-
skólamanna yfir fullum
stuðningi við kröfu Sam-
bands íslenskra myndlist-
armanna (SÍM) um að mynd-
listarmenn fái greidda
þóknun þegar verk þeirra
eru sýnd í opinberum lista-
söfnum og herferð SÍM undir
kjörorðinu Við borgum
myndlistarmönnum. „Ekki
er nema eðlilegt og sann-
gjarnt að myndlistarmenn,
sem margir hafa að baki
langt nám og mikla reynslu á
sínu sviði, fái greiðslur þegar
opinberir aðilar efna til sýn-
ingar á verkum þeirra,“ seg-
ir BHM.
Um skeið hafa fulltrúar
SÍM og nokkurra listasafna,
segir BMH, unnið að gerð
rammasamnings um þátt-
töku og framlag listamanna
til sýningarhalds. Þar sé
meðal annars kveðið á um að
myndlistarmaður skuli fá
verktakagreiðslu fyrir
hverja sýningu sem byggist á
listrænni vinnu hans eða
hennar. Að auki verði sér-
staklega greitt fyrir vinnu-
framlag listamanns við sjálfa
sýninguna, sé um slíkt að
ræða. Hvetur BHM stjórn-
völd og listasöfn í landinu til
að ganga hið fyrsta til samn-
inga við SÍM á þessum
grunni.
Myndlistarmenn fái greitt