Morgunblaðið - 20.05.2017, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.05.2017, Blaðsíða 30
SVIÐSLJÓS Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Íbúar í íbúðahverfum í ná-grenni við urðunarstöð Sorpuí Álfsnesi kvörtuðu um 58%minna árið 2016 en árið áður vegna lyktarmengunar. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu Resource International sem sérhæfir sig í umhverfisráðgjöf. Skýrslan var kynnt á stjórnarfundi Sorpu í vikunni og segir Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, að það standi til að senda skýrsluna á Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og Umhverfisstofnun en Mosfellsbær hefur þegar fengið eintak. Urðunarstaður Sorpu í Álfsnesi er stærsti urðunarstaður landsins en á undanförnum árum hefur Sorpu borist tölvuverður fjöldi kvartana vegna lyktarmengunar á svæðinu. Resource International gerði úttækt á lyktarmengun frá urðunarstöðinni og mátu árangur aðgerða Sorpu í lyktarvörnum. Úðun skilaði ekki árangri Fyrirtækið gerði úttekt á lykt- armengun á ákveðnu viðmið- unartímabili á árunum 2015 og 2016. Meðal annars var mældur árangur Sorpu við að draga úr lyktar- mengun með vatnsúðun með notkun haugsugu. Haugsugur eru notaðar til að úða sjó og vatni með lyktarefni á urðunarstaðinn. Úttektin leiddi í ljós að kvörtunum um lykt- armengun fækkaði til muna milli ára á sama tíma og úðun með haug- sugu var minni árið 2016 en árið á undan en Sorpa keypti á árinu nýja haugsugu og hefur nú tvær til um- ráða. Í skýrslunni segir að mjög svip- uð veðurskilyrði hafi verið á urð- unarstaðnum milli ára og því ekki hægt að segja að vindátt og úrkoma sé ástæða þess að færri kvartanir bárust. Þá er tekið fram að mögu- legt sé að íbúar kvarti ekki eins mikið og áður vegna þess að þeim hafi fundist kvartanir sínar ekki skila árangri. Athygli vekur að á tímabilinu 1. apríl til 30. september 2016, sem út- tektin nær til, komu 93% af kvört- unum frá íbúum í íbúðahverfinu í Leirvogstungu í Mosfellsbæ. Á tímabilinu bárust 29 kvart- anir og voru 27 þeirra frá Leirvog- stungu. Frá jaðri íbúðahverfisins í Leirvogstungu eru um 2,5 km að urðunarstaðnum í Álfsnesi. Vindátt var í 20% tilvika í átt að íbúðahverfinu. Tekið er sérstaklega fram í skýrslunni að ef rýnt er í texta kvartana frá íbúum í Leirvogstungu séu íbúar orðnir almennt leiðir á ástandinu og telji að kvartanirnar sínar skili ekki árangri. Þá barst ein kvörtun frá Helgafellslandi, en þangað eru um fjórir kílómetrar að urðunarstaðnum og svo ein kvörtun frá Móbergi í Kjalarnesi í lok júlí. Kvörtunardögum fækkaði Viðmiðunartímabilið tekur til 183 daga og sumarið 2015 bárust kvartanir 16% daga tímabilsins en sumarið 2016 einungis 10% daga, kvörtunardögum fækkaði því um 37,5% milli ára. Samkvæmt skýrslunni geta ástæður fyrir fækkun kvört- unardaga verið margar og því ekki hægt að draga ályktun um hvað veldur. Skýrslan segir hins vegar að ein ástæðan geti verið að lyktin sé ekki eins mikil og áð- ur en meira við- varandi. 58% færri kvartanir um lyktarmengun Úr skýrslu Resource International Sorp Langflestar kvartanir bárust frá íbúðahverfinu í Leirvogstungu sem er 2,5 km frá Álfsnesi og var vindáttin í 20% tilfella í átt að hverfinu. 30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ráðist hefurverið tilatlögu gegn plastpok- anum á lands- byggðinni. Í Morgunblaðinu í dag er greint frá svoköll- uðum pokastöðvum, sem komnar eru á nokkra staði á landinu. Í pokastöðvunum er að finna fjölnota taupoka, sem viðskiptavinir verslana geta fengið að láni í stað þess að kaupa plastpoka. Fyrstu stöðinni var komið upp á Höfn í Hornafirði að frumkvæði Guðrúnar Ásdís- ar Sturlaugsdóttur, sem stefnir að því að koma upp sambærilegum stöðvum á öllu Suðurlandi. Nú síðast var pokastöð komið upp í Skagafirði. Þar sauma konur fjölnota tau- poka til að setja í verslanir fyrir viðskiptavini með það að markmiði að útrýma notk- un plastpoka í Skagafirði. Fyrr í vikunni var vakin athygli á því að Íslendingar nota 35 milljónir plastpoka á hverju ári. Stóð pokasjóður að baki því og var klippt á borða úr plastpokum fyrir utan Melabúðina í Vestur- bænum til að hnykkja á skilaboðunum. Í tilkynningu frá sjóðnum sagði að hefði borðinn verið gerður úr þeim fjölda plastpoka sem Íslend- ingar notuðu á einum degi hefði hann náð frá Reykjavík til Selfoss. Þar kom jafn- framt fram að frá upphafi hefðu einn til einn og hálfur milljarður plastpoka verið seldir á íslandi. Fyrsti ís- lenski pokinn hefði verið framleiddur 1968. Hann ætti þó „enn langt í land með að verða að moldu því það tekur á bilinu 100-500 ár fyrir plastpoka að brotna niður í náttúrunni“. Plast veldur mikilli meng- un í umhverfinu. Jafnvel á mesta hafdýpi þar sem mað- urinn hefur aldrei komið er plastúrgang að finna. Örsmáar plastagnir fylla höfin og hafna í fæðukeðj- unni. Fuglar, skjaldbökur og mörgæsir borða plast. Plöntusvif tekur í sig plast. Smáfiskar og krabbar borða svifið og lenda síðan í kjafti stærri fiska. Á endanum lendir plastið á matarborði mannsins. Vitað er að mikill fjöldi fugla og sjávardýra drepst á ári hverju vegna plastrusls. Vaknað hafa spurningar um það hvaða áhrif plast hefur á hormóna- starfsemi í mönn- um. Plast hefur einnig safnast fyrir á eða við yf- irborð hafanna. Í Kyrrahafinu hef- ur myndast gríðarlega stór plastbreiða. Hafstraumarnir gera að verkum að plastið safnast saman. Plastið leysist upp í örsmáar agnir, en það hverf- ur ekki. Breiðunni var fyrst lýst í vísindagrein árið 1988. Fyrr á þessu ári birtu vís- indamenn á Spáni og víðar niðurstöður rannsóknar þess efnis að plastrusl bærist með hafstraumum, ferli sem kall- ast hita-seltuhringrás, í Grænlandshaf og Barents- haf. Sögðu þeir að plastrusl- ið flyti við yfirborðið, safn- aðist fyrir í ísnum og félli jafnvel niður á hafsbotninn. Engin leið væri að meta hvaða áhrif plastið myndi hafa á viðkvæmt vistkerfi norðurslóða. Átta milljónir tonna af plasti fara í sjóinn á ári og hefur verið slegið á að 110 milljónir tonna af plastrusli séu í höfunum. Talið er að um miðja öldina verði meira plast í úthöfunum en fiskar. Endurvinnsla fer fram á plasti. Lágt olíuverð hefur hins vegar staðið endur- vinnslu fyrir þrifum. Vegna hins lága verðs er ódýrara að vinna plast úr olíu en að endurvinna það. Fyrir vikið hafa endurvinnslustöðvar víða átt erfitt uppdráttar. Plast hefur marga kosti og er gríðarlega mikið notað í ýmiss konar tæki og tól, fatnað, lagnir og umbúðir, tannkrem og þvottaefni. Listinn gæti fyllt marga dálka. Stór hluti af plastinu sem fer um hendur okkar fer nánast beint í ruslið. Plast- pokar eru aðeins hluti af vandanum, en einhvers stað- ar verður að hefjast handa. Það ætti að vera gerlegt að draga úr notkun plastpoka og á endanum hætta henni alveg, þótt ekki sé það jafn auðvelt og að segja það. Staðreyndin er sú að plastið er alls staðar og í okkar ein- nota menningu fer stór hluti þess beint á haugana. Poka- stöðvarnar og áform Poka- sjóðs um að leggja sig niður eru hins vegar til marks um vitundarvakningu í þessum efnum og hana þarf að virkja til þess að snúa við blaðinu í ofnotkun plasts. Á hverri mínútu er ein milljón plast- poka notuð í heim- inum} Ofnotkun plasts Í formála að síðasta stórvirki sínu, Mémoire, l’Histoire, l’Oubli, þakkar franski heimspekingurinn Paul Ri- cæur ungum aðstoðarmanni sínum til tveggja ára þá vinnu sem hann lagði í frágang og yfirlestur verksins. Verkið kom út árið 2002. Hálfum öðrum áratug síð- ar gengur aðstoðarmaðurinn ungi upp þrep- in að Élysée-höll í París og tekur við emb- ætti forseta Frakklands en til hliðar stígur maðurinn sem ruddi honum braut á opinber- an vettvang franskra stjórnmála fyrir fimm árum. Sigurbraut Macron er merkileg fyrir margra hluta sakir, ekki aðeins þá staðreynd að þegar hann bauð sig fram til hins háa embættis hafði hann aldrei persónulega lagt út í kosningar á opinberum vettvangi, heldur einnig vegna þess að örfáir mánuðir eru síðan hann sagði sig úr flokki Hollande forseta og ríkisstjórn hans um leið, en flokkurinn sá og forsetinn fráfarandi njóta minni vinsælda en flestir aðrir í Frakklandi í dag. En Macron liðsinnti Ricæur þegar sá síðarnefndi var kominn á níræðisaldur og fyrir löngu orðinn þekktur heimspekingur, ekki aðeins í Frakklandi heldur á öllu meginlandi Evrópu og raunar í Bandaríkjunum einnig þar sem hann kenndi á tímabili. Verkefnið fékk Mac- ron sökum þess að hann lauk prófi í heimspeki frá hin- um virta Paris X Nanterre um svipað leyti. Hafa franskir fjölmiðlar gert nokkuð úr tengslum forsetans unga og hins aldna heimspekings og er talið víst að heimspeki Ricæur og siðfræði hans muni hafa mótandi áhrif á embættisfærslu Mac- ron næstu fimm árin. Raunar hefur Peter Kemp, prófessor emeritus við Háskólann í Árósum, bent á að sagan geymi ekki ofmörg dæmi þess að heimspekimenntaðir menn gegni embættum þjóðarleiðtoga, en Macron er þó líkast til nýjasta dæmið þar um. Í grein sem Kemp birti fyrr á þessu ári bend- ir hann meðal annars á að Macron fari, í bók sem hann gaf út í fyrra og ber heitið Révolution, lofsamlegum orðum um Ricæur. Fjallar hann þar um þau áhrif sem hann telur sig hafa orðið fyrir af samvistum og samstarfi við fræðimanninn aldna. En fleiri hafa orðið fyrir miklum áhrifum af skrifum og hugsun Paul Ricæur. Einn þeirra sem urðu snemma fyrir áhrifum Ri- cæur var Páll Skúlason, síðar háskólarektor, en á með- an hann stundaði nám við Kaþólska háskólann í Leu- ven sótti hann fyrirlestra sem Ricæur flutti á þeim vettvangi. Vakti hinn þekkti heimspekingur athygli Páls og fór svo að hann ritaði doktorsritgerð sína um tiltekna þætti í heimspeki Ricæur. Kynntust þeir og varð samgangur milli þeirra töluverður næstu árin. Um miðjan áttunda áratuginn kom Ricæur m.a. til Ís- lands og flutti fyrirlestra við HÍ. Heimspeki Ricæur hafði áhrif á Pál og enn munu þau hafa áhrif á Macron. Vonandi reynist hann jafn farsæll í sínum störfum og raunin varð með Pál Skúla- son. ses@mbl.is Stefán Einar Stefánsson Pistill Ricæur, Páll Skúlason og Macron STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Björn H. Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Sorpu, gerir ráð fyrir að greiningu á lyktar- mengun frá urðunarstöðinni verði haldið áfram. „Við erum á fullu að gera allt sem við getum.Við skoðum allar til- lögur sem koma upp um hvort við getum bætt ástandið,“ segir Björn. Hann bendir á að lyktin sé tímabundin, þar sem gas- og jarðgerðarstöð muni rísa á svæðinu og leysa vand- ann. „Við stefnum á að reisa gas- og jarðgerðarstöð. Hún á að leysa þetta vandamál og losa okkur við lyktarupp- sprettuna.“ Gas- og jarðgerðarstöðin verður í Álfsnesi. Stöðin mun taka allan lífrænan úrgang frá heimilum og sértækan úrgang úr atvinnulífinu og breyta í metangas og jarðvegs- bæti. Unnið að lausn á lyktinni GAS- OG JARÐGERÐAR- STÖÐIN LEYSIR VANDANN Björn H. Halldórsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.