Morgunblaðið - 20.05.2017, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 20.05.2017, Blaðsíða 55
MENNING 55 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2017 Ljósmynd/Marinó Thorlacius Ham Þeir eru Ham og við erum Ham! Hljómsveitin eins og hún lítur út árið 2017. hrátt og minnir í því samhengi á lög eins og „Auður Sif“ eða „Svín“ frem- ur en drungaópusa seinni tíma Ham. Lögin eru alls tíu, og meira en minna í þessu formi. Þessi yfirmáta dramatík sem var rauði (rauð- svarti?) þráðurinn í síðasta verki, Svik, harmur og dauði víkur fyrir um margt einfaldari en ekki síður áhrifamikilli hanteringu. „Snagg- aralega gert“ hefði Bjarni Fel sagt. Hinn einstaki stíll Ham er engu að síður yfir og allt í kring og grín- aktugheitin alltaf skammt undan (lög heita t.d. „Gamli maðurinn og asninn“, „Ég senn dey“ og „Morð- ingjar“) og í einu lagi bregða menn fyrir sig sjóaralegu „ræræræ“ eins og ekkert sé eðlilegra. En svona er Ham. Og þeir eru Ham og við erum Ham. Platan nýja verður fáanleg í takmörkuðu upplagi nú í dag en Ham mun hita upp fyrir Rammstein í Kórnum sem kunnugt er. Hún kem- ur svo á almennan markað fljótlega eftir helgina og útgáfutónleikar verða eftir miðjan júní. » Þessi yfirmátadramatík sem var rauði (rauðsvarti?) þráðurinn í síðasta verki, Svik, harmur og dauði víkur fyrir um margt einfaldari en ekki síður áhrifamikilli hant- eringu. Í þetta skipti tók heila sextán gáma að flytja allt hafurtask hljómsveitarinnar til landsins fyrir tónleikana. Um þrjú hundruð verð- ir öryggisfyrirtækisins Venue verða á vaktinni meðan á tónleik- unum stendur. Alls koma um 400- 500 manns að skipulagningu tón- leikanna. Áætlað er að um sextán þúsund manns sæki tónleikana í kvöld, þar af um þrjú þúsund Þjóðverjar. „Menn eiga von á sýningu sem verður á allt öðru stigi en það sem sést hefur áður,“ segir Þorsteinn. „Ég held að það hafi aldrei neitt sambærilegt verið sett í gang að stærð og umfangi í rokksýningu á Íslandi.“ Líkt og árið 2001 mun íslenska rokkhljómsveitin Ham sjá um upp- hitunaratriði fyrir starfsbræður sína frá Þýskalandi. „Rammstein voru hrifnir af Ham og vildu endi- lega fá þá aftur,“ segir Þorsteinn. „Ham var auðvitað í miklu stuði fyrir þetta.“ Ham stígur á svið klukkan hálf- átta og hitar upp fyrir aðalatriðið sem byrjar klukkan níu. Morgunblaðið/Sverrir Eldur Það gekk mikið á í Laugardalshöllinni 16. júní árið 2001 þegar Rammstein hélt sína fyrstu tónleika hér á landi. Mikill hiti var í húsinu, bæði frá gestum og eldvörpum sem hljómsveitin beitti óspart við mikinn fögnuð gesta. Útvarpsþátturinn Tvíhöfði, undir stjórn Jóns Gnarrs og Sigurjóns Kjartanssonar, snýr aftur eftir langt hlé og verður á dagskrá Rás- ar 2 í sumar. Þátturinn var þar á dagskrá síðast árið 2013 en hóf upphaflega göngu sína árið 1994 og varð fljótlega einn vinsælasti út- varpsþáttur landsins. Hann var lengst af á dagskrá útvarpsstöðv- arinnar X-ins 977. Sigurjón og Jón unnu úr þátt- unum hljómplötur sem höfðu að geyma gríninnslög og lög úr þátt- unum, m.a. safnplötuna Gubbað af gleði. Þátturinn verður á Rás 2 á laug- ardögum í sumar milli kl. 12.40 og 16 og með svipuðu sniði og hann var á árum áður, með gríninn- slögum, spjalli og viðtölum og ef- laust munu fastir liðir á borð við smásálina skjóta upp kollinum. Efni þáttanna verður aðgengi- legt á vef Ríkisútvarpsins og einnig í hlaðvarpsþjónustu ruv.is. Morgunblaðið/Ásdís Tvíhöfði Sigurjón og Jón í hljóðveri árið 2004. Tvíhöfði verður á Rás 2 í sumar. Tvíhöfði snýr aftur í sumar á Rás 2 Vegna fjölda gesta sem sækja munu tónleika Rammstein í Kórn- um verður götum sem liggja að húsinu lokað en boðið verður upp á ferðir með strætisvögnum frá kl. 18 og munu vagnarnir keyra frá bílastæði Smáralindar. Þá verða einnig strætisvagnaferðir að tón- leikum loknum að Smáralind. Fólk er hvatt til að leggja bílum sínum á bílastæði Smáralindar. Þó skal tekið fram að bílastæði við Kórinn eru opin þeim sem eru fjórir eða fleiri í bíl og með miða á tón- leikana en þar sem takmarkaður fjöldi er af stæðum verður bílum vísað að Smáralind eftir að þau fyllast. Uppfærðar upplýsingar munu berast inn á viðburðarsíðu tónleikahaldara á Facebook (slá inn í leitarglugga Mr. Destiny / Hr. Örlygur). Kórinn verður opnaður kl. 18 og kl. 19.30 mun hljómsveitin Ham stíga á svið og leika í um 45 mín- útur. Áætlað er að Rammstein hefji svo leik kl. 21. Veitingasala og sala á varningi fer fram inni í saln- um og þar verður einnig hrað- banki. Eftirfarandi búnaður verður ekki leyfður í salnum: myndavéla- búnaður, hljóðupptökubúnaður, bakpokar, regnhlífar, stólar, öll drykkjarföng (líka vatnsbrúsar) og hættulegir hlutir á borð við hnífa og skæri. Takmörkuð bílastæði en boðið upp á strætóferðir HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR FYRIR TÓNLEIKAGESTI Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Elly (Nýja sviðið) Lau 20/5 kl. 20:00 32. sýn Þri 6/6 kl. 20:00 aukas. Sun 11/6 kl. 20:00 52. sýn Sun 21/5 kl. 20:00 33. sýn Mið 7/6 kl. 20:00 48. sýn Mið 14/6 kl. 20:00 53. sýn Fim 1/6 kl. 20:00 43. sýn Fim 8/6 kl. 20:00 49. sýn Fim 15/6 kl. 20:00 54. sýn Fös 2/6 kl. 20:00 44. sýn Fös 9/6 kl. 20:00 50. sýn Lau 3/6 kl. 20:00 45. sýn Lau 10/6 kl. 20:00 51. sýn Opnar kl. 18:30, frjálst sætaval. Panta verður veitingar með dags fyrirvara. Úti að aka (Stóra svið) Lau 20/5 kl. 20:00 32. sýn. Síðustu sýningar leikársins! MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Lau 20/5 kl. 13:00 171 s. Sun 28/5 kl. 20:00 177 s. Fim 8/6 kl. 20:00 183 s. Sun 21/5 kl. 20:00 172 s. Mið 31/5 kl. 20:00 178 s. Fös 9/6 kl. 20:00 184 s. Mið 24/5 kl. 20:00 173 s. Fim 1/6 kl. 20:00 179 s. Lau 10/6 kl. 20:00 185 s. Fim 25/5 kl. 20:00 174 s. Fös 2/6 kl. 20:00 180 s. Sun 11/6 kl. 20:00 186 s. Fös 26/5 kl. 20:00 175 s. Lau 3/6 kl. 20:00 181 s. Mið 14/6 kl. 20:00 Sing-along Lau 27/5 kl. 20:00 176 s. Mið 7/6 kl. 20:00 Sing-along Fim 15/6 kl. 20:00 188 s. Allra síðustu sýningar komnar í sölu! Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Sun 21/5 kl. 13:00 aukas. Fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar RVKDTR- THE SHOW (Litla svið) Lau 20/5 kl. 20:00 4. sýn. Lau 3/6 kl. 20:00 5. sýn. Reykjavíkurdætur taka yfir Litla sviðið og láta gamminn geisa. Elly - haustið 2017 (Stóra sviðið) Fim 31/8 kl. 20:00 1. sýn Fim 7/9 kl. 20:00 4. sýn Sun 10/9 kl. 20:00 7. sýn Fös 1/9 kl. 20:00 2. sýn Fös 8/9 kl. 20:00 5. sýn Fim 14/9 kl. 20:00 8. sýn Lau 2/9 kl. 20:00 3. sýn Lau 9/9 kl. 20:00 6. sýn Fös 15/9 kl. 20:00 9. sýn Sýningar í haust komnar í sölu. Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 21/5 kl. 13:00 Sun 28/5 kl. 13:00 Sun 11/6 kl. 13:00 Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Góa! Húsið (Stóra sviðið) Lau 20/5 kl. 19:30 Fim 1/6 kl. 20:00 Lau 27/5 kl. 19:30 Lau 10/6 kl. 19:30 Frumuppfærsla á áður ósýndu verki eins helsta leikskálds Íslendinga. Tímaþjófurinn (Kassinn) Lau 20/5 kl. 19:30 19.sýn Fös 26/5 kl. 19:30 22.sýn Fim 1/6 kl. 19:30 23.sýn Einstakt verk um ástina ■ um óslökkvandi þrá, höfnun og missi Maður sem heitir Ove (Kassinn) Sun 21/5 kl. 19:30 Sun 28/5 kl. 19:30 Lokasýning Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik! Gísli á Uppsölum (Kúlan) Lau 20/5 kl. 17:00 17.sýn Sun 21/5 kl. 17:00 18.sýn Einstakt leikverk um einstakan mann í uppfærslu Kómedíuleikhússins. Naktir í nátturunni (None) Fim 15/6 kl. 19:30 ÁHUGASÝNING ÁRSINS leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.