Morgunblaðið - 20.05.2017, Síða 55
MENNING 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2017
Ljósmynd/Marinó Thorlacius
Ham Þeir eru Ham og við erum Ham! Hljómsveitin eins og hún lítur út árið 2017.
hrátt og minnir í því samhengi á lög
eins og „Auður Sif“ eða „Svín“ frem-
ur en drungaópusa seinni tíma Ham.
Lögin eru alls tíu, og meira en
minna í þessu formi. Þessi yfirmáta
dramatík sem var rauði (rauð-
svarti?) þráðurinn í síðasta verki,
Svik, harmur og dauði víkur fyrir
um margt einfaldari en ekki síður
áhrifamikilli hanteringu. „Snagg-
aralega gert“ hefði Bjarni Fel sagt.
Hinn einstaki stíll Ham er engu að
síður yfir og allt í kring og grín-
aktugheitin alltaf skammt undan
(lög heita t.d. „Gamli maðurinn og
asninn“, „Ég senn dey“ og „Morð-
ingjar“) og í einu lagi bregða menn
fyrir sig sjóaralegu „ræræræ“ eins
og ekkert sé eðlilegra. En svona er
Ham. Og þeir eru Ham og við erum
Ham.
Platan nýja verður fáanleg í
takmörkuðu upplagi nú í dag en
Ham mun hita upp fyrir Rammstein
í Kórnum sem kunnugt er. Hún kem-
ur svo á almennan markað fljótlega
eftir helgina og útgáfutónleikar
verða eftir miðjan júní.
» Þessi yfirmátadramatík sem var
rauði (rauðsvarti?)
þráðurinn í síðasta
verki, Svik, harmur og
dauði víkur fyrir um
margt einfaldari en ekki
síður áhrifamikilli hant-
eringu.
Í þetta skipti tók heila sextán
gáma að flytja allt hafurtask
hljómsveitarinnar til landsins fyrir
tónleikana. Um þrjú hundruð verð-
ir öryggisfyrirtækisins Venue
verða á vaktinni meðan á tónleik-
unum stendur. Alls koma um 400-
500 manns að skipulagningu tón-
leikanna.
Áætlað er að um sextán þúsund
manns sæki tónleikana í kvöld, þar
af um þrjú þúsund Þjóðverjar.
„Menn eiga von á sýningu sem
verður á allt öðru stigi en það sem
sést hefur áður,“ segir Þorsteinn.
„Ég held að það hafi aldrei neitt
sambærilegt verið sett í gang að
stærð og umfangi í rokksýningu á
Íslandi.“
Líkt og árið 2001 mun íslenska
rokkhljómsveitin Ham sjá um upp-
hitunaratriði fyrir starfsbræður
sína frá Þýskalandi. „Rammstein
voru hrifnir af Ham og vildu endi-
lega fá þá aftur,“ segir Þorsteinn.
„Ham var auðvitað í miklu stuði
fyrir þetta.“
Ham stígur á svið klukkan hálf-
átta og hitar upp fyrir aðalatriðið
sem byrjar klukkan níu.
Morgunblaðið/Sverrir
Eldur Það gekk mikið á í Laugardalshöllinni 16. júní árið 2001 þegar Rammstein hélt sína fyrstu tónleika hér á
landi. Mikill hiti var í húsinu, bæði frá gestum og eldvörpum sem hljómsveitin beitti óspart við mikinn fögnuð gesta.
Útvarpsþátturinn Tvíhöfði, undir
stjórn Jóns Gnarrs og Sigurjóns
Kjartanssonar, snýr aftur eftir
langt hlé og verður á dagskrá Rás-
ar 2 í sumar. Þátturinn var þar á
dagskrá síðast árið 2013 en hóf
upphaflega göngu sína árið 1994 og
varð fljótlega einn vinsælasti út-
varpsþáttur landsins. Hann var
lengst af á dagskrá útvarpsstöðv-
arinnar X-ins 977.
Sigurjón og Jón unnu úr þátt-
unum hljómplötur sem höfðu að
geyma gríninnslög og lög úr þátt-
unum, m.a. safnplötuna Gubbað af
gleði.
Þátturinn verður á Rás 2 á laug-
ardögum í sumar milli kl. 12.40 og
16 og með svipuðu sniði og hann
var á árum áður, með gríninn-
slögum, spjalli og viðtölum og ef-
laust munu fastir liðir á borð við
smásálina skjóta upp kollinum.
Efni þáttanna verður aðgengi-
legt á vef Ríkisútvarpsins og einnig
í hlaðvarpsþjónustu ruv.is.
Morgunblaðið/Ásdís
Tvíhöfði Sigurjón og Jón í hljóðveri árið 2004. Tvíhöfði verður á Rás 2 í sumar.
Tvíhöfði snýr aftur í sumar á Rás 2
Vegna fjölda gesta sem sækja
munu tónleika Rammstein í Kórn-
um verður götum sem liggja að
húsinu lokað en boðið verður upp
á ferðir með strætisvögnum frá kl.
18 og munu vagnarnir keyra frá
bílastæði Smáralindar. Þá verða
einnig strætisvagnaferðir að tón-
leikum loknum að Smáralind. Fólk
er hvatt til að leggja bílum sínum á
bílastæði Smáralindar. Þó skal
tekið fram að bílastæði við Kórinn
eru opin þeim sem eru fjórir eða
fleiri í bíl og með miða á tón-
leikana en þar sem takmarkaður
fjöldi er af stæðum verður bílum
vísað að Smáralind eftir að þau
fyllast. Uppfærðar upplýsingar
munu berast inn á viðburðarsíðu
tónleikahaldara á Facebook (slá
inn í leitarglugga Mr. Destiny / Hr.
Örlygur).
Kórinn verður opnaður kl. 18 og
kl. 19.30 mun hljómsveitin Ham
stíga á svið og leika í um 45 mín-
útur. Áætlað er að Rammstein
hefji svo leik kl. 21. Veitingasala og
sala á varningi fer fram inni í saln-
um og þar verður einnig hrað-
banki. Eftirfarandi búnaður verður
ekki leyfður í salnum: myndavéla-
búnaður, hljóðupptökubúnaður,
bakpokar, regnhlífar, stólar, öll
drykkjarföng (líka vatnsbrúsar) og
hættulegir hlutir á borð við hnífa
og skæri.
Takmörkuð bílastæði en
boðið upp á strætóferðir
HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR FYRIR TÓNLEIKAGESTI
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Elly (Nýja sviðið)
Lau 20/5 kl. 20:00 32. sýn Þri 6/6 kl. 20:00 aukas. Sun 11/6 kl. 20:00 52. sýn
Sun 21/5 kl. 20:00 33. sýn Mið 7/6 kl. 20:00 48. sýn Mið 14/6 kl. 20:00 53. sýn
Fim 1/6 kl. 20:00 43. sýn Fim 8/6 kl. 20:00 49. sýn Fim 15/6 kl. 20:00 54. sýn
Fös 2/6 kl. 20:00 44. sýn Fös 9/6 kl. 20:00 50. sýn
Lau 3/6 kl. 20:00 45. sýn Lau 10/6 kl. 20:00 51. sýn
Opnar kl. 18:30, frjálst sætaval. Panta verður veitingar með dags fyrirvara.
Úti að aka (Stóra svið)
Lau 20/5 kl. 20:00 32. sýn.
Síðustu sýningar leikársins!
MAMMA MIA! (Stóra sviðið)
Lau 20/5 kl. 13:00 171 s. Sun 28/5 kl. 20:00 177 s. Fim 8/6 kl. 20:00 183 s.
Sun 21/5 kl. 20:00 172 s. Mið 31/5 kl. 20:00 178 s. Fös 9/6 kl. 20:00 184 s.
Mið 24/5 kl. 20:00 173 s. Fim 1/6 kl. 20:00 179 s. Lau 10/6 kl. 20:00 185 s.
Fim 25/5 kl. 20:00 174 s. Fös 2/6 kl. 20:00 180 s. Sun 11/6 kl. 20:00 186 s.
Fös 26/5 kl. 20:00 175 s. Lau 3/6 kl. 20:00 181 s. Mið 14/6 kl. 20:00
Sing-along
Lau 27/5 kl. 20:00 176 s. Mið 7/6 kl. 20:00
Sing-along
Fim 15/6 kl. 20:00 188 s.
Allra síðustu sýningar komnar í sölu!
Blái hnötturinn (Stóra sviðið)
Sun 21/5 kl. 13:00 aukas.
Fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar
RVKDTR- THE SHOW (Litla svið)
Lau 20/5 kl. 20:00 4. sýn. Lau 3/6 kl. 20:00 5. sýn.
Reykjavíkurdætur taka yfir Litla sviðið og láta gamminn geisa.
Elly - haustið 2017 (Stóra sviðið)
Fim 31/8 kl. 20:00 1. sýn Fim 7/9 kl. 20:00 4. sýn Sun 10/9 kl. 20:00 7. sýn
Fös 1/9 kl. 20:00 2. sýn Fös 8/9 kl. 20:00 5. sýn Fim 14/9 kl. 20:00 8. sýn
Lau 2/9 kl. 20:00 3. sýn Lau 9/9 kl. 20:00 6. sýn Fös 15/9 kl. 20:00 9. sýn
Sýningar í haust komnar í sölu.
Fjarskaland (Stóra sviðið)
Sun 21/5 kl. 13:00 Sun 28/5 kl. 13:00 Sun 11/6 kl. 13:00
Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Góa!
Húsið (Stóra sviðið)
Lau 20/5 kl. 19:30 Fim 1/6 kl. 20:00
Lau 27/5 kl. 19:30 Lau 10/6 kl. 19:30
Frumuppfærsla á áður ósýndu verki eins helsta leikskálds Íslendinga.
Tímaþjófurinn (Kassinn)
Lau 20/5 kl. 19:30 19.sýn Fös 26/5 kl. 19:30 22.sýn Fim 1/6 kl. 19:30 23.sýn
Einstakt verk um ástina ■ um óslökkvandi þrá, höfnun og missi
Maður sem heitir Ove (Kassinn)
Sun 21/5 kl. 19:30 Sun 28/5 kl. 19:30
Lokasýning
Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik!
Gísli á Uppsölum (Kúlan)
Lau 20/5 kl. 17:00 17.sýn Sun 21/5 kl. 17:00 18.sýn
Einstakt leikverk um einstakan mann í uppfærslu Kómedíuleikhússins.
Naktir í nátturunni (None)
Fim 15/6 kl. 19:30
ÁHUGASÝNING ÁRSINS
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200