Morgunblaðið - 20.05.2017, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.05.2017, Blaðsíða 1
                                      !                           !     " #  "  !    L A U G A R D A G U R 2 0. M A Í 2 0 1 7 Stofnað 1913  123. tölublað  105. árgangur  RAGNAR RÆKTAR DÚFUR STÓRTÓNLEIKAR Í KÓRNUM RAMMSTEIN 54ALLTAF Á VAKTINNI 12 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir borgarlínuna munu geta tengt Vatnsmýrina við nýjan flugvöll, til dæmis í Hvassa- hrauni, þegar Reykjavíkurflugvöllur hafi vikið fyrir nýrri byggð. Borgarlínan er áformað kerfi al- menningssamgangna á höfuðborgar- svæðinu og er áætlað að 1. áfangi kosti 30-40 milljarða 2019-2022. Dagur segir borgarlínuna munu skapa tækifæri til að þétta byggð í Reykjavík enn frekar en nú sé áformað. Fyrirhugað íbúðarhverfi í Keldnaholti verði ekki byggt nema með tengingu við borgarlínuna. Þar geti búið fimm þúsund manns. Dagur segir þungann í uppbygg- ingu Reykjavíkur á næsta áratug verða meðfram borgarlínu. Sam- kvæmt upplýsingum frá borgar- stjóra gætu 10-20 þúsund manns bú- ið í Keldnaholti, Höfðahverfi, Skeif- unni og á fleiri borgarlínureitum. Lagt verður innviðagjald á þessar íbúðir sem gæti numið milljónum. Dagur segir tíma mislægra gatna- móta liðinn í Reykjavík. Greining borgarinnar sýni að borgarlínan sé „besti og ódýrasti fjárfestingar- kosturinn“. Spurður hvort verkefnið muni kosta 50-150 milljarða segir Dagur 1. áfanga verða mun ódýrari. Hann segir borgarlínuna verða tengda við fyrirhugaða fluglest frá Keflavíkurflugvelli að BSÍ. Tugpró- senta vöxtur í ferðaþjónustu á ári kalli á nýja innviði. Til dæmis sé því spáð að hótelherbergjum í borginni fjölgi úr 5.200 í ár í 7.400 árið 2020. Flugvöllurinn á útleið  Borgarstjóri boðar tengingu borgarlínunnar við nýjan flugvöll utan Reykjavíkur  Fluglest muni tengja Keflavíkurflugvöll við nýja samgöngumiðstöð í Vatnsmýri MReykjavíkurflugvöllur »6 Umferðin muni aukast » Ólöf Kristjánsdóttir, verk- fræðingur hjá Mannviti og ráð- gjafi vegna borgarlínunnar, ræddi umferðarmál á ráð- stefnu í Ráðhúsinu í gær. » Hún sagði gert ráð fyrir að umferð myndi aukast með til- komu sjálfkeyrandi bíla. Hins vegar kynni bílunum að fækka. Vegagerðin lítur svo á að Reykja- víkurborg beri að fjármagna aukinn kostnað af lagningu Sundabrautar, verði ódýrasta lausnin ekki valin. Hér getur verið um tíu milljarða króna kostnað að ræða. Þetta álit Vegagerðarinnar kemur fram í bréfi sem Hreinn Haraldsson vega- málastjóri hefur sent umhverfis -og skipulagssviði borgarinnar. Mismunandi áherslur hafa verið hjá Vegagerðinni og Reykjavíkur- borg um það hvaða leið skuli valin frá Reykjavík yfir í Gufunes. Vegagerðin vill fara svokallaða innri leið (eyjalausn), sem myndi liggja frá Geldinganesi yfir í Gufu- nes. Reykjavíkurborg hefur hins vegar ákveðið að Sundabrautin verði á svokallaðri ytri leið, þ.e. úr Kleppsbakka yfir í Gufunes. Borgin hefur skipulagt íbúðar- byggð í Geldinganesi. »14 Borgin greiði mismun Sundabraut Eyjalausnin er ódýrari.  Vegagerðin vill ódýrari Sundabraut Í ljós hefur komið að framkvæmdir Íslenskra aðal- verktaka, við gatnagerð ofan Iðavalla í Reykjanesbæ, eru á svæði gamals ruslahaugs frá bandaríska hernum. Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja hefur því stöðvað allar framkvæmdir á svæðinu. Óttaðist eftirlitið að þrávirk efni á borð við PCB kynnu að vera þar í jörð, en það efni getur haft ýmiss konar eituráhrif og áhrif á efna- skipti líkamans. »4 Grafið niður á gamlan ruslahaug Morgunblaðið/Ófeigur  „Gylfi Þór Sig- urðsson ekki fót- boltamaður“, „Ellen Kristjáns- dóttir ekki söng- konan“ og „Sturla Birgisson ekki kokkurinn“ eru dæmi um skráningar Ís- lendinga í síma- skrá, en þar eru tugir manna merktir sem „ekki- eitthvað“. Það er að segja síma- skrána á netinu, en í fyrsta skipti í 112 ár er ný símaskrá ekki á leið úr prentsmiðju. Nánar má lesa í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Ekki-fólk í símaskrá Breytt Í símaskrá eru sex strumpar. Læknar og hjúkrunarfræðingar eru með hærri laun hér á landi en koll- egar þeirra annars staðar á Norðurlöndum. Samkvæmt grein- ingu Samtaka atvinnulífsins eru ís- lenskir hjúkrunarfræðingar með 25% hærri regluleg laun, sem eru án yfirvinnugreiðslna, en kollegar þeirra eru að meðaltali með á Norð- urlöndum. Þá eru hjúkrunarfræð- ingar með 50% hærri regluleg heildarlaun, þ.e. yfirvinnugreiðslur meðtaldar, samanborið við regluleg laun kollega þeirra annars staðar á Norðurlöndum. Læknar á Íslandi eru með 30% hærri regluleg laun og 70% hærri heildarlaun en regluleg laun kollega þeirra í hinum Norðurlandaríkj- unum. Að sögn Hannesar G. Sigurðs- sonar, aðstoðarframkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, eru niður- stöðurnar byggðar á upplýsingum frá hagstofum Norðurlandanna um laun lækna og hjúkrunarfræðinga árið 2016 en miðað er við gengi krónunnar 18. maí á þessu ári. Miðað var við laun lækna í Læknafélagi Íslands en ekki Skurð- læknafélagi Íslands. »10 Bestu launin hér á landi  Læknar með 70% hærri laun á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.